24.5.2008 | 18:45
Stigamót Hellis
Í gærkvöldi hófst Stigamót Hellis í Mjóddinni og mættu 28 þátttakendur til leiks. Fyrstu fjórar umferðirnar fóru fram í gær og voru það atskákir sem tefldar voru. Í dag eru svo tvær umferðir (kappskákir) og morgun sú síðasta. Það er óhætt að segja að stelpurnar Jóhanna Björg og Hallgerður Helga hafi átt frábærar fyrstu umferðir og skiluðu 3 vinningum af fjórum. Þessir vinningar voru ekki svo auðfengnir enda afar öflugt mót á ferðinni. Jóhanna tefldi við Sævar Bjarnason (2220) í fyrstu umferð en laut í lægra haldi eftir vel teflda skák. Því næst vann hún Birkir Karl (1290) en í 3. og 4. umferð átti hún stórleiki þegar hún lagði bæði Jorge Fonseca (2058) og Stefán Bergs (2102). Eftir þennan árangur hefur hún hækkað sig um 42 stig og ætti því að vera komin yfir 1700 atskákstig. Hallgerður átti líka gott kvöld og sigraði meðal annars Rúnar Berg (2121) en laut í lægra haldi fyrir Halldóri B. (2221).
Í dag hófst 5. umferð kl 9:30 og þótti mörgum skákmanni erfitt að vakna svo snemma. Við mættum tímanlega niður í SÍ þar sem síðustu þrjár umferðirnar fara fram. Þar tók Gunzó á móti okkur með rúnstykkjum og tilbehör. Jóhanna tefldi með hvítt á móti Hjörvari og náði ekki yfirhöndinni. Núna þegar aðeins hálftími er í júróvisjón er hún að tefla á móti Atla Frey sem kemur alltaf á óvart.
Annars er unglingurinn á kafi í prófum þar sem fyrsta prófið var í gær og svo halda prófin áfram á mánudag og út vikuna. Jóhanna tók samræmt próf í stærðfræði í byrjun mánaðar og gekk bara mjög vel. Framundan eru svo að sjálfsögðu fleiri skákmót og eitt öflugasta skákmót landsins fer fram um næstu helgi en það er Meistaramót Skákskóla Íslands. Gífurlega vel sótt mót með öllum efnilegustu börnum og unglingum landsins. Það verður óneitanlega spennandi að fylgjast með því.
En það er nú óhætt að segja að frúin sé komin í létt æfingarfráhvarf og hefur því ákveðið að mæta á æfingu á miðvikudaginn í næstu viku. Mér finnst virkilega komin tími til þess að hætta að hvíla því öllu má nú ofgera og líka hvíldinni. Ég gerðist svo öflug að mæta á laugardagsfund sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í morgun því þar var verið að fjalla um íþróttir og tómstundir í litla bænum mínum. Þetta var ákaflega upplífgandi og skemmtilegt því ég hef ekki gert þetta áður og held hreinlega að ég hafi verið eina nýja andlitið sem hefur litið inn í þennan sal í einhverjar vikur!! Að minnsta kosti var vel tekið á móti mér og ýmsir spurðu mig spjörunum úr. Ég fann mig að sjálfsögðu knúna til þess að ræða málefni skólaskákarinnar og nefndi í því samhengi Skákakademíu Reykjavíkur sem mér finnst stórkostlegt framtak svo lengi sem hún fer í gang og virkar - og ég hef fulla trú á! Ætli ég verði kannski að skella mér út í bæjarpólitíkina?? Hins vegar komst ég að því á þessum fundi að það er til keppni um sterkasta prest í heimi! Veit ekki hvað hann tekur í bekknum en veit þó að hann tekur 240kg upp að hnám! Hvað ætli sterkasta hjúkka í heimi taki? Er ekki viss, en eins og flestir vita þá hef ég áhuga og er alvarlega farin að pæla í ólympiskum kraftlyftingum......
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.