Grænir fingur

Nú er skólanum loks að ljúka og verður vorhátíð og skólaslit haldið í dag í blíðviðrinu í Kópavogi. Þetta er sjötta árið sem Salaskóli slítur starfi sínu og að ég held fyrsta skiptið sem það rignir ekki! Það gæti þó breyst því enn eru ein klukkustund og 38 mínútur þar til hátíðin hefst! Í gær fórum við í foreldraviðtölin með dætrunum sem voru afar ánægjuleg enda frammistaðan afburðagóð. Jóhanna var með bestu einkunir frá upphafi og endaði í meðaleinkunn 9,5 sem er afar fullnægjandi ef með eru talin öll ferðalög vetrarins vegna skákmóta erlendis. Samræmt próf í stærðfræði var líka mjög gott en þar náði hún 8. Hún var reyndar ekki alveg sátt þar sem viðmiðið var 9 en hún má taka það aftur næsta vor ef hún hefur áhuga!!! Næsta ár er svo 10. bekkur með öllu sem því fylgir.

Skákmótin eru orðin færri nú þegar farið er að hlýna en Meistaramóti skákskólans lauk um síðustu helgi. Þar stóð Jóhanna sig ágætlega og verður gaman að sjá nýjan stigalista því hún hefur verið að ná sér í fullt af stigum á síðustu mótum. Hildur Berglind er líka mjög áhugasöm um skákina og teflum við stundum. Hún er líka dugleg að tefla á ICC og gengur alveg ágætlega. Við mæðgur skelltum okkur í skólagarðana í gær og rökuðum garðinn. Settum niður kartöflur og spergilkál. Næstu daga verður svo meira sett niður og stefnt á mikla uppskeru í haust. Annars er Hildur á leið í sumarbúðir á föstudaginn. Ölver er staðurinn! Mikil spenna og tilhlökkun. Restin af fjölskyldunni stefnir á útilegu í nýja ferðavagninum sem við höfum komið fyrir við Silfrastaði. Um síðustu helgi fóru fram vegaframkvæmdir þar sem við vorum tilneydd til þess að skella vegslóða niður á landið okkar og um þessa helgi á að grafa fyrir vatni úr fjallinu og planta nokkur hunduð trjám. Trén eru víst komin á staðinn og bíða eftir sterkum höndum til þess að koma sér í góðan jarðveg en búið er að plægja svæðin sem skjólbeltin eiga að vera og leggja í hann sérstakan plastdúk sem auðveldar trjánum að dafna! Svo megum við grisja skóginn og sækja okkur 1,5m plöntur og koma fyrir í okkar landi! Þórdís og Elín Edda áttu frábærar stundir um síðustu helgi þar sem þær voru úti alla helgina og léku sér í móanum, skottuðust á eftir Snata og þvældust um með mömmu sinni á fjörhjólinu (fjórhjólinu) upp um fjöll og firnindi. Elín sem er mesta náttúrubarnið fannst frábært að mega pissa úti, vaka lengi, vera drulluskítug og þurfa ekki að fara í bað fyrr en við komum heim!

Nú frú Edda er að sjálfsögðu farin að láta sjá sig aftur í Sporthúsinu en fer þó rólega í gang, þe. tek ekki of miklar þyngdir né hleyp of langt. Átti fína æfingu í gærmorgun þar sem ég tók Róður (1000m, 750m, 500m) og hopp á kassa (25, 50, 75) - sem sagt þrjár lotur. Tíminn varð slakari en síðast þegar ég tók þessa æfingu 23:31 en er samt sátt þar sem ég er bara að byrja aftur eftir 3 vikna hvíld. Samt er ég nú reyndar búin að vera dugleg í garðinum hér heima og búin að bera á allt þetta nýja sem við hjónin höfum verið að smíða að undanförnu. Verkefni dagsins í garðinum eru að bera á síðustu umferð og sækja mold í beðin og sand í nýja heimasmíðaða sandkassann! Svo er það bara hænsnaskíturinn og plöntur. Á morgun er stefnt á góða æfingu fyrir helgina Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband