17.9.2008 | 15:36
Þriðja umferð í fullum gangi
Mér tókst að komast inn á netið svo ég ákvað að skella inn þeim niðurstöðum sem eru að koma núna. Sex krakkar eru komnir út af skákstað nú þegar klukkan er orðin hálfs sex og 2,5 tími liðinn. Fyrstur kom út Patrekur eftir um 1,5 tíma og hafði þá tapað sinni skák. Hann hefur verið að tefla við afar sterka andstæðinga frá upphafi en við höfum fulla trú á því að hann sé bara að hita sig upp og verði orðinn að vinningsmaskínu á morgun. Síðan kom Jóhanna eftir rúmar 2 klukkustundir með bros á vör eftir að hafa unnið stúlku með 1870 stig sem lék einhverju afbrigði sem Jóhanna þekkti ekki en náði þó að undirbúa sig ágætlega fyrir í morgun. Fljótlega á eftir kom Hallgerður með vinning og svo komu Dagur og Tinna sem bæði höfðu tapað. Hjörvar er svo tiltölulega nýkomin út og hafði náð jafntefli.
Daði er með góða stöðu og á séns á sigri. Sverrir er líklega að tapa. Geirþrúður gæti náð sigri og Friðrik geti hangið í jafntefli - upplýsingar frá Davíð sem var að koma út úr skáksal.
Nánari útskýringar á skákum mun Davíð sjá um á skak.is
Kv. Edda
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir uppfærsluna. Við hugsum hlýtt til ykkar (í orðsins fyllstu merkingu) héðan úr rokrassgatinu Reykjavík! Gangi ykkur öllum sem allra best.
Ciao,
Anna mamma Geirþrúðar
Anna (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:54
Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Bíð spennt eftir pistlum frá þér.
Bestu kveðjur
Erla (mamma Tinnu)
Erla (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 19:22
Gangi ykkur vel í mótinu!
Kveðja,
Sigurlaug
Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:14
Takk kærlega fyrir fjörlega og skýra pistla. Maður er bara kominn út til ykkar, í huganum. Áfram krakkar, áfram Ísland!
Guðrún Broddadóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:40
Ákveðin amma í hálendi Reykjavíkur, gleymdi, að undirrita síðasta skeyti.
Bestu kveðjur héðan úr rokinu og rigningunni,
frá Guðrúnu, ömmu Friðriks Þjálfa.
Guðrún Broddadóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.