19.9.2008 | 14:38
Fimmta umferð komin í gang!
Að morgni 5.umferðar (föstudag) er ákveðin spenna í Villunni okkar. Sumir eru spenntir enda heilmikið í húfi í dag. Því miður er Tinna svo óheppin að fá skottu og erum við öll sammála um það að í jafn stóru móti og þessu ætti ekki að bjóða upp á skottu heldur redda öðrum skákmanni svo ekki standi á stöku. Ef þeir fást ekki í landinu þá þarf bara að taka einn svarfelling út eða sækja í annað land! En kannski er líka lán í óláni að Tinna fái frí í dag því hún er líka aðeins lasin og fær því tækifæri á að jafna sig. Meðan ég sit og skrifa eru krakkarnir að fá þjálfun og stúdera fyrir sínar skákir og þau sem eru búin eru nokkuð sátt og fara sennilega afslöppuð inn á skákstað.
Í gærkvöldi ræddum við um mikilvægi þess að fara að sofa á skikkanlegum tíma og sofa ekki of lengi á morgnanna. Hvíldin er afar mikilvæg á svona móti en það er líka reglan á svefninum. Annars hefur þetta ekki verið til vandræða heldur fyrst og fremst verið að ræða um þetta.
Sambúðin í Villunni okkar er býsna góð og get ég ekki annað en hrósað þessum frábæru strákum sem hér eru. Piltarnir þrír á þriðju hæðinni, Patti, Sverrir og Daði eru sér og sínum til sóma. Einstaklega skemmtilegir og áhugasamir og virðast ekkert hræddir við að tjá sig við fararstjórann eða aðra í hópnum ef svo ber undir. Þeir eru duglegir að nýta tímann til að stúdera og njóta lífsins þess á milli. Okkur semur afar vel og mega foreldrarnir svo sannarlega vera stoltir. Patti var miklu sprækari í gærkvöldi eftir sigurinn enda komin tími á vinning hjá honum. Nú eru allir búnir að landa stigum og ætla að halda áfram á þeirri braut.
Í minna herbergi við hliðina á Bakkabræðrum eru þær Tinna og Geirþrúður. Ekki síður samviskusamar og skemmtilegar stelpur. Stutt í galsann og gleðina og sér maður varla Geirþrúði öðruvísi en brosandi út að eyrum! Hún virðist þó geta sofið gegnum allt saman og sennilega sú eina sem svaf eins og engill á Hótel Hell (Igalo). Meðan við hin verður óneitanlega vör við mikið hundagelt og slíkt á nóttinni. Tinna gefur ekkert eftir þótt hún fái skottuna í dag og er enn ákafari við undirbúning. Sverrir og Tinna svissuðu milli þjálfara í morgun og ætlar hún að stúdera Pirk, Carocan og franska leikinn í dag og fær til þess extra tíma þar sem hún situr hjá.
Meðan krakkarnir tefldu í gær skelltum við okkur í ræktina á Hótel helvítis Hell sem sagt ógeðslegra hóteli en Igalo. Hvet ykkur til þess að gúggla Hotel Tamaris í Montenegro og ef þið fáið eitthvað aðeins ógeðslegt, þá er það lýgi og búið að fótósjoppa því viðbjóðnum er ekki hægt að lýsa. En við Hjördís og Friðgeir létum það ekki aftra okkur enda um Private gym" að ræða (bókstaflega hlæjilegt). Fundum smá aðstöðu í lítilli kitru sem hafði upphífustöng sem var vonlaus og við gáfumst upp á. Við tókum smá púl og höfðum gaman af. Friðgeir og Hjördís stóðu sig mjög vel og gáfu ekkert eftir. Eitthvað bólar þó á harðsperrum í dag og sennilega hugsa þau ekkert rosalega fallega til mín núna en harðsperrur eru hollar og sína bara hvað þau voru dugleg. Auk þess sem þær hverfa alveg þegar við byrjum að ganga í dag. Nú ef ekki þá eru amk 4 apótek í 10 sek. göngufæri frá Villunni okkar sem selja verkjalyf! Reyndar er ágætt að hafa þessi apótek því eitthvað er farið að bera á moskítóbitum en ég, Stefán og Friðgeir erum öll komin með eitt slíkt með tilbehör. Þegar við rekum nefið út fyrir hliðið á Villunni þá eru 10 MINI supermarkaðir" 1-12 sek. göngufæri. Þar fæst allt milli himins og jarðar. Samt eigum við öll orðið uppáhalds supermarkaði og ekki sjálfgefið að við kaupum brauðið, áleggið, gosið og vatnið í sömu búllunni.
Í kvöld svona rétt fyrir frídaginn ætlum við út að borða og eiga kósístund á veitingastað við smábátahöfnina. Við vitum að sjálfsögðu ekkert út í hvað við erum að fara því hér eru grilljón og fimmtíu veitingastaðir en misgirnilegir. Snyrtimennskan er ekki það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður gengur meðfram þessum veitingastöðum og það gerir valið oft mun erfiðara en ella. En krakkana langar flesta í almennilegan mat, steikur, fisk eða eitthvað slíkt og afþökkuðu að fara á stað þar sem fengist pizza. Enda lítil og ódýr fyrirhöfn að skella sér á Pizza Pic Nic á móti Plaza ef svo ber undir. Þau vilja þó helst fá ís í eftirrétt. Ó já var ég búin að nefna ísinn. Það hlýtur að vera! Jummý, er hægt að hugsa sér betra en ís í eftirrétt tvisvar á dag? Og það svona líka góðan ís...... Þori ekki að skrifa meira um það nema það komi fram að ég sé rosadugleg að hlaupa líka svo við ræðum þetta bara ekkert meira! Annars eru þetta aðallega Hallgerður, Friðrik, Hjörvar, Jóhanna, Tinna, ég, Þorsteinn, Geirþrúður, Hjördís, Dagur og Sverrir sem eru svona áhugasöm um ísinn en við hin horfum meira á og sínum meiri stillingu... Svo bara tölum við ekkert meira um það frekar en góða karamellusúkkulaðið frá Milka sem Davið finnst fara heldur hratt ofan í okkur estrogenverurnar sem sitja á Íslandstorginu. Komin tími á nýtt umræðuefni:
Þegar hópurinn lagði af stað frá hádegisverðinum og á skákstað ákváðum við Hjördís að finna veitingastað fyrir kvöldið. Að sjálfsögðu buðum við Friðgeiri að koma með enda ávallt heppilegt að hafa eitt karlkyn með í för í svona landi! Fyrr en varði vorum við komin inn á fallegt torg svona líkt og á Ítalíu þar sem stóð lítill falleg kirkja í miðjunni. Við smelltum okkur inn fyrir dyrnar og eins og sönn heimskona sem ávallt heimsækir kirkjur í hverri borg setti ég peysuna yfir axlirnar svona eins og sannkristin kona, því ekki vildi ég láta reyna á hefðir kirkjunnar manna. Kirkjan var agnar smá en gríðalega falleg. Í henni voru engir bekkir og í raun ekki klassískt altari. En aftast var veggur og á honum voru þrjú op. Ekkert benti til þess að þar væri neitt sem ekki mætti sjá svo ég í allri minni hógværð og raunverulegri einlægni geng þar að og gægjist inn. Þar var svo sem ekkert merkilegt. Rými sem minnti á kaffistofu og eitthvað sem líktist altari en samt hóflegt og látlaust þótt þarna væri svolítið safn af skrauti. Áður en ég vissi af kom kirkjuvörðurinn" sem jafnframt hafði vissulega séð okkur koma inn og helti yfir mig alls kyns útlensku sem mátti skilja eins og misljót blótsyrði. Ég var greinilega ekki velkomin og hafði gengið of langt inn í það heilaga!!! Þrátt fyrir mikla auðmýkt, mild bros og afsökunarbeiðnir fussaði hann og sveiaði og með handahreyfingum rak mig út! Jebb ég var rekin út úr Guðshúsi og fékk ekki tækifæri á að iðrast gjörða minna. Nú er ég mest hrædd um að hann hafi kallað yfir mig einhverja ólund en vonast þó til að hann hafi ekki náð að senda út tilkynningu í kirkjur heimsins um að ég sé ekki velkomin. Það er ljóst að framundan er altarisganga og von um syndaaflausn í Lindasókninni við heimkomu. Hjördís og Friðgeir hugguð mig og hvöttu mig enda telst þessi synd mín vonandi ekki sú versta! Eftir þessa óvæntu uppákomu héldum við leið okkar niður á strönd þar sem við fundum yndislegt veitingahús þar sem við ætlum að njóta kvöldsins.
Nú þegar þetta er skrifað hafa Hjörvar, Hallgerður og Dagur Andri lokið sínum skákum og öll tapað. Allar hinar skákirnar eru enn í gangi. Netsambandið dettur inn og út og því reyni ég frekar að koma frá mér pistlum og setja þá myndir inn á þá seinna eða eins og tækifærin gefast.
Kv. Edda
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ. Dálítið erfitt að átta sig á úrslitum í skákum dagsins. Töpuðu þau öll þrjú?
Skák.is, 19.9.2008 kl. 14:55
Sæl Edda.
Takk fyrir einn og aftur - fyrir lifandi frásögn og ekki síst fyrir myndirnar (sem fara beinustu leið inn í iPhoto heima á Nesinu). Hábölvað að þau skuli tapa - mér finnst það asskotans svindl ef Íslendingarnir fá annað en sigur, og hananú. Bið að heilsa öllu liðinu og bíð spennt eftir næsta kapítula ...
ciao,
Anna
Anna (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 15:41
Þakka frábæra pistla og myndir, þetta hefur verið skrítin kirkjuferð. Ég öfunda ykkur af sólinni og ísnum. Hér er ssv. 14 metrar og fer versnandi og úrhellis rigning. vona að Tinnu sé að batna. Hafið það gott í fríinu á morgun.
Bestu kveðjur.
Erla
Erla Dögg (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 19:13
O jæja, ekki besti dagurinn. Ég tek undir með Önnu hér að ofan varðandi svona a... svind!
En tapskákir geta líka verið bestu skákirnar - til að læra af.
Njótið frídagsins vel og vonandi hressist Tinna fljótt.
Kveðja úr íslensku rigningunni
ps Palli Sig skyldi þó ekki mæta með pulsu í vasanum til að taka á móti Friðriki?
Elín Friðriksmamma (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.