22.9.2008 | 08:15
Rúskí púskí serbí kc´erbí
Nú sjálf var ég á hótel Plaza um hádegi að pósta síðasta pistil og gekk líka svona vel með nettenginguna. Ekkert mál að setja inn myndir og solleis! En kl. 12 - algjörlega á slaginu er bara slökkt á netinu og ekki kveikt aftur fyrr en seint að kveldi svo ekki komust margar myndir með en ég reyni að bæta inn myndum á eldri pistla svona eins og tenging leyfir.
Nú af Tinnu er það helst að frétta að hún er orðin frísk en í hennar stað er nýr maður á sjúkrabeðinu og það var sjálfur Helgi sem veiktist í gærkvöldi meðan spurningarkeppnin fór fram. Hann fékk leiðinda flensu og erum við hjúkkurnar með aðstoð lyfjafræðingsins að veita fyrstu hjálp enda er kappinn allur að hressast í mjúkum höndum okkar þriggja. Það var því heldur styttri þjálfun í morgun og reyndi Davíð að fara yfir með þeim krökkum sem óskuðu eftir því sérstaklega. Reyndar eru þau flest orðin nokkuð góð í því að stúdera sjálf svo þetta gekk nú allt saman býsna vel. Raunar fóru leikar þannig í dag að 7 vinningar komu í hús þegar Hallgerður, Hjörvar, Dagur, Tinna, Sverrir og Geirþrúður unnu, Jóhanna og Daði gerðu jafntefli en Patti og Friðrik töpuðu sínum skákum. Besti dagurinn so far!
Annars var dagurinn einstaklega fallegur hér í sveitinni. Glampandi sól og vel heitt, sennilega um 25°c og var því tilvalið að skella sér í smá sólbað í morgun. Reyndar er það nú býsna oft hér að svona veður er á morgnana og fram undir þrjú en þá fer oft að hvessa og skýin eitthvað aðeins að fela sólina eins og við íslendingarnir þekkjum svo vel. Það getur verið frekar hvasst fyrir utan skákhöllina og því erum við ávallt með hlý föt með okkur þangað jafnvel þó að við göngum þessa 4 km í steikjandi hita og sól. Og hvað gerir maður á slíkri leið. SKO í dag t.d. gengum við nokkur þessa leið. Ætla nú ekkert að fara telja upp einhver nöfn EN á leiðinni á skákstað eru amk 436 girnilegar ísbúðir sem selja meðal annars: Straciatella, karamelluís, hnetuís, romm og rúsínuís, súkkulaðiís, jarðaberjaís, vanilluís og svo margt annað jafn áhugavert. Sú hugmynd kom upp hjá Hjörvari nokkrum Grétarsyni að kannski væri sniðugt að kaupa eina kúlu á hverjum stað og finna þannig út hvaða ísbúð er best. Reyndar finnst mér þetta stórkostleg hugmynd og hver veit nema við tökum upp á því áður en við förum heim.
Í hópnum leynast tónlistamenn og best að uppljóstra því hér að fröken Hallgerður kom með fiðluna sína með sér í ferðina og spilar á hana eins og stakur snillingur. Ljúfir fiðlutónar flæða um húsið og ekki skemmir fyrir þegar Sverririnn okkar sest við flygilinn í stofunni og slær nóturnar. Ég bíð eftir að krakkarnir raði sér upp við píanóið hjá Sverri og með Hallgerði á fiðlunni og syngi: So long, farwell, auf wiedersehen, good bye og trítli svo hvert og eitt inn í sitt herbergi og fari að sofa.......
Í dag að morgni mánudags og sjöundu umferðar er svo svalasti dagurinn og hitinn sjálfsagt rétt undr 20°c og mistur fyrir sólinni. Helgi orðin allur annar og krakkarnir komnir á fullt að stúdera enda fílefld eftir frábæran árangur í gær. Nú ættu allir heima að leggjast á eitt og senda haug af hvatningarkveðjum og slá met í kommenta hluta bloggsins.
Hlökkum til að heyra frá ykkur....
Edda
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist að þið verðið að framlengja dvölina um a.m.k. viku til að komast yfir allan ísinn. Látið vita ef þið þurfið að fá álit fleiri ráðgjafa til að gera upp hug ykkar á þessu mikilsverða máli. Ætli það sé bannað að skortselja ís? Eða kannski engin þörf á því fyrst hann er allur svo eftirsóknarverður - að minnsta kosti af lýsingum ykkar að dæma.
Ég vil þakka enn og aftur fyrir allar myndirnar, sérstaklegar þar sem Geirþrúður gleymdi að koma með myndavél. iPhoto-albúmið er að tútna út . Ekkert að frétta héðan af klakanum nema að það er ,,bara" hvasst í dag, ekki manndrápshávaðarok. Haldið áfram að tefla af lífi og sál; við fylgjumst með ykkur stöðugt.
Bið að heilsa í Villuna.
ciao,
Anna
Anna (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:32
Frábær frásagnarlist og ís með þakka þér fyrir. Stórskemmtilegir pistlar.
vonandi að stelpurnar verði í góðu formi fyrir íslandsmót kvenna. stefni á að byrja það mánudaginn 13 okt.
Páll Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:31
Takk fyrir skrifin skemmtilegu. Þessi tónlistarhæfileiki sonarins hefur farið fram hjá mér. Það er kannski kominn tími til að skipta úr orgelinu og fá píanó í stofuna.
Er eitthvað inni í myndinni að framlengja dvölina, ég velti fyrir mér að athuga með flug út til ykkar.
Bestu kveðjur.
Svanhildur
Svanhildur (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 14:48
Haldið áfram með þennan góða árangur. Aldrei gefast upp!
Bestu kveðjur frá
Skúla
Leynivini íslenska liðsins
Skúli (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:12
Takk fyrir pistlana og myndirnar Edda. Sérdeilis skemmtilegt fyrir okkur hérna heima að fá að taka þátt í þessu með ykkur á þennan hátt. Ég óska ykkur alls hins besta og Hallgerður, ég sakna þess að heyra ekki líka í fiðlunni!
Kooma svoo......
Kveðja,
Sóley (mamma Hallgerðar)
Guðrún Sóley Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:22
takk Edda fyrir enn einn frábæran
mér finnst yndisleg samlíkingin við systkinahópinn von Trapp, hún segir kannski meira en mörg orð um stemninguna í hópnum, að ekki sé talað um hæfileikana
það er mynd af Patta og önnur af fararstjóranum í myndasafni 22. sept. á EM-vefnum
tvíefldar baráttukveðjur inn í 8. umferðina!
Elín Friðriksmamma (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:03
Duglegir krakkar! Flott með Hallgerði og fiðluna og Sverri og píanóið, en ekki gleyma Geirþrúði sem spilar á selló og ég held ég sé örugglega að fara rétt með að Friðrik Þjálfi sé einnig tónlistarmaður!
Segi bara eins og áhorfendur kölluðu af miklum móð á landsleiknum um daginn: SKORA, ÍSLAND, SKORA!!!
Allavega, þið eruð búin að standa ykkur frábærlega vel!
Kveðja,
Sigurlaug
Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:51
Frábær pistill eins og alltaf, mér sýnist að ískvótinn verði búinn þegar þið komið heim, ætli Tinna Kristín fái nokkuð ís aftur fyrr en á jólunum. Takk fyrir að gefa okkur svona góða innsýn í lífið á staðnum. Baráttukveðjur til ykkar allra.
Erla
Erla Dögg (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.