Hann á afmæli í dag....

Patrekur afmælisbarn með tvö tattúAð morgni áttundu og næst síðustu umferðar vaknaði Patrekur árinu eldri, fullskeggjaður með bassarödd og hljóp niður á strönd og fékk sér tattú. Eins og flesta morgna hér í sveitinni fengu menn sér hvítt brauð með skinku og aðra sneið með Nutella og naut Patti þess enn betur en áður. Ekki hefur enn verið sungið fyrir drenginn en ég er viss um að við munum taka lagið í kvöld þegar sigrarnir fara að týnast í hús. Annars var gærdagurinn ekki eins góður og við vonuðumst til en það náðust 4 góðir þegar Dagur, Hjörvar og Patti unnu en Jóhanna og Hallgerður gerðu jafntefli. Hin lutu í lægra haldi fyrir einhverjum ofur asnalegum andstæðingum (kúltiveruð frústrasjón í gangi). En dagurinn í dag er afmælisdagur og þess vegna munum við örugglega slá fyrra vinningsmet frá mánudeginum og koma með átta vinninga eða meira enda er þetta svarti dagurinn, þe. flestir okkar krakka tefla með svörtu Cool.

Áður nefndir sundgarpar í Villunni skelltu sér aftur í sjóinn í dag enda ekki nema um 22°c og sést til sólar. Ef þeir feðgar Friðgeir og Dagur halda þessu áfram þá er mikil hætta á því að þeim fari að vaxa sundfit milli táa og fingra. Annars eru þessir herramenn í hópnum býsna sprækir á morgnana og oftar en ekki eru óvart komin 4-5 glæný brauð í eldhúsið því allir fara í búðina á svipuðum tíma en þar sem búðirnar í götunni eru svo margar þá ná þeir aldrei að hittast og bera saman innkaup sín. Það er þó aldrei of mikið af brauði frekar en ís því þetta er eins og veislumatur í augum krakkana eftir að þau uppgvötuðu Nutella sem er líka keypt daglega enda dugar ein krukka tæpt í 17 gráðuga munna.

Við afmæliskökunaTinna, Jóhanna og Hallgerður í afmælisveislunniNú þrátt fyrir fjölda búða í nágreni Villunnar er vöruúrvalið afar takmarkað og því sjaldan hægt að fá annað en álegg, brauð, gos, vatn og sælgæti. Og þar sem það er 15 ára stórafmæli stjúpsonar míns þá gerði ég mér sérstaka ferð í ofursúpermarkaðinn - aðeins 4km ganga, í þeim eina tilgangi að leita eftir kökugerðarefni. Best hefði verið ef svartfellingar væru aðeins ameríkusinnaðir og seldu Betty Crocker en svo er alls ekki. Eftir ítarlega leit í búðinni fannst þó smá hveiti, sykur og egg en ekkert almennilegt súkkulaði eða önnur grundvallar hráefni í eðalbakstur Skjólsalafrúnnar. Kannski verðum við bara að fórna kökunni en þá er ekki annað að gera en að skera þykka franskbrauðssneið og smyrja með þykku lagi af nutella og skella á það 15 fallegum kertum. Svo verðum við bara að knúsa drenginn í bak og fyrir.

Á morgun er svo síðasta umferðin og hefst hún á staðartíma kl. 13.00 og íslenskum tíma kl. 11. Þegar umferðinni er lokið er ljóst að við þurfum öll að koma okkur í Villuna og pakka niður enda nauðsynlegt að ná smá svefni fyrir brottför sem verður um kl. 4 aðfaranótt fimmtudags. Þrátt fyrir að hér hafi allt gengið vel og allir séu ánægðir þá held ég að margir séu orðnir afar þreyttir og hlakki til að komast heim í faðm fjölskyldunnar og síðast en ekki síst í sitt eigið rúm.

Sorry að ég hef engar myndir í dag þar sem ég er að vinna á tölvunni hans Davíðs en ekki minni og hann er ekki í kallfæri til þess að vísa mér inn á sínar myndir að svo stöddu. 

Kveðjur í vondaveðrið á Íslandi héðan úr sólinni og góða veðrinu í landinu svarta. Nú er ég hlaupin út aftur til hinna fullorðnu í hópnum sem sitja úti á veröndinni við skákhöllina og sötra bj... og yndæliskaffi og ég er bara með vatnsbrúsann enn að hugsa um góða ísinn sem ég borðaði á leiðinni hingað!!!

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Magnaðar frásagnir hjá þér Edda. Manni líður nánast eins og ma'r sé á staðnum. Baráttukveðjur til krakkanna. Áfram Ísland.

P.s. ég hló hressilega þegar ég sá myndina af salerninu á hótelinu. Ég þekki svipað frá Serbíu og tók nokkrar solid myndir þar.En reyndu svo að taka Davíð með þér í 5 km morgunskokk. Hann hefði gott af því.

Snorri Bergz, 23.9.2008 kl. 13:48

2 identicon

hamingjuóskir til afmælisbarnsins og gangi tertugerðin vel

þessi ferð gengur greinilega út á að borða ís, borða Nutella, borða ís, tefla skák, borða ís ....

en nú er það lokaspretturinn og Ís-lendingar eru alltaf góðir á honum

ps ekki gleyma að fá ykkur ís

ppss Stefanía fékk súrmjólk í eftirmat alla síðustu viku

pppsss gætuð þið nokkuð lýst betur nákvæmlega hvernig hann bráðnar í munninum?

Elín Friðriksmamma (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:10

3 identicon

Til hamingju með afmælið Patrekur minn!  Nú er bara að halda upp á daginn með stæl við skákborðið!

Kveðja, pabbi

ps. tattú hvað?

Magnús Kristinn (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:10

4 identicon

Til hamingju mað daginn, Patrekur. Þið eruð eflaust í stífri vinnu þegar þetta er skrifað. Sendum kjarnorkukveðjur héðan frá Seltjarnarnesi.

Bestu baráttukveðjur,

Anna

Anna (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:29

5 identicon

Til hamingju með daginn, Patti. Ég vona að þú hafir fengið þér rauðan dreka eftir endilöngu bakinu - það tekur því ekki að fá sér tattú ef það á að vera eitthvað minna :)

Berjist svo eins og ljón í síðustu umferðunum - ég bið ekki um meira.

ÁFRAM ÍSLAND,

Baráttukveðjur,

Bjössi

Björn Þorfinnsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 17:41

6 identicon

Hamingjuóskir til Patta, nú fer að styttast í heimkomu, endilega takið nú vel út ísinn, gangi ykkur vel. Baráttukveðjur í síðustu umferð.

Erla

Erla Dögg (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 19:54

7 identicon

Takk fyrir skemmtilega pistla Edda og Davíð! Það er gaman að fylgjast með árangri ykkar krakkar, þið eigð eftir að ná langt á skákbrautinni. Til hamingju með afmælið Patrekur og verið öll dugleg að borða Nutella, þá þarf ekkert að spyrja að leikslokum. Áfram Ísland! Kveðja, SRT.

Smári Rafn Teitsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:25

8 identicon

Hæ, hæ öll saman. Takk fyrir greinargóða, jákvæða og flotta pistla Davíð. Takk, Edda fyrir sérlega fjörugar og lýsandi frásagnir, þær koma eins og íssósa, dulúx, á eftir Davíð, (dylst þarna ekki rithöfundar- eða blaðamannsspíra?). Það er að koma nótt á  Íslandi og þið vonandi öll löngu komin í ró. Nú er bara að spýta í lófana fyrir síðasta daginn, þó að flestir séu örugglega orðnir þreyttir. Áfram íslensku hetjur! Kær kveðja frá ömmu Friðriks Þjálfa.

P.s. ég sé ykkur, í anda, koma rúllandi, eins og litlar og stórar ískúlur,út úr flugvélinni. Vonandi ekki með bullandi ísfráhvarfseinkenni!

Guðrún (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband