24.9.2008 | 10:58
Að morgni lokadags!
Jæja nú er komið að síðustu umferð. Íbúar í Villu Sava Kizova vöknuðu býsna snemma í morgun og hófu undirbúning. Því miður voru aldursforsetarnir í krakkahópnum svo óheppnir að parast saman í síðustu umferð og því ákváðu þeir Sverrir og Daði að stúdera sjálfir svo hinir krakkarnir fengu rýmri tíma hjá þjálfurunum í morgun. Þó aðeins 35 mínútur á mann enda þurfti að fara í mat kl. 11:00 þar sem rútan fór frá hótelinu um kl.12. Í matinn á Hótel Plaza í dag var afar sérstakur réttur. Hugsanlega hefur verið um stafsetningarvillu að ræða (því það hefur jú gerst hér í sveitinni) en áhugaverðasti rétturinn hét Grilled Carls liver og því deginum ljósara að þarna var á ferðinni lifur úr lókal bónda sem hefur trúlega fengið sér aðeins of mikið af vodkanu. Ýmsar spurningar vöknuðu um dánarmein hans en miðað við lyktina er líklegt að um skorpulifur hafi verið að ræða og Carl sjálfur gefið upp öndina sökum alkahólisma. Ég tek það skýrt fram að enginn úr hópnum gæddi sér á þessum rétt! En úrvalið var með daprara móti í dag og flestir enduðu því með spaghetti og tómatsósu. Ekki besta fæðið fyrir langar skákir en krakkarnir eru nú öll búin að læra það að nesti er mikilvægt inn í skáksalinn.
Við foreldrar og þjálfarar sitjum hér fyrir utan skákhöllina og erum einmitt að ræða um hve bjartsýn við erum fyrir þessa umferð. Krakkarnir eru í góðu jafnvægi, aðeins spennt og smá stress en eru samt glöð og kát og jákvæð.
Framundan er löng og ströng nótt á ferðalagi en við eigum víst að vera komin á hótel Plaza kl. 4:30 í nótt. Eitthvað nefndi ég það við mótshaldara að það væri nú ekki alveg ásættanlegt að 17 manns beri farangurinn sinn 500m leið eftir myrkri götu að næturlagi og svaraði hún því að rútubílstjórinn teldi sig ekki geta komið við hjá okkur því þá þarf hann að keyra (ca 1km ) krók því allar götur eru einstefnugötur. As if we care!!! Ég sagði að hún yrði að leysa þetta mál og láta okkur svo vita! Reyndar efast ég ekki um að hún leysi þetta á farsælan hátt eins og allt annað sem upp hefur komið. Nú flugið frá Dubrovnik í Króatíu er kl. 6:25 og millilendum við í Zagreb áður en við finnum Icelandairvélina okkar sem kemur okkur á leiðarenda. Heim í heiðarkotið í faðm fjölskyldunnar.
Annars stefnum við á það að fara út að borða í kvöld á góðum stað og njóta síðustu klukkustundanna hér í Herceg Novi. Frábær veitingastaður við ströndina og horfa út á Adríahafið meðan við njótum yndislegra steika og meðlætis - jummý jummý jummý.
Nú eru aðeins þrjár mínútur þar til 9. umferð hefst og reyni ég að koma áleiðis niðurstöðum eftir því sem þær berast og meðan netsamband næst.
UPDATE UPDATE!
Nú hafa þrír íslendingar komið út úr skákhöllinni. Sverrir og Daði náðu báðir að knýja fram jafntefli hjá sínum andstæðingum á nákvæmlega sama tíma! Jóhanna Björg kom líka út með jafntefli eftir að andstæðingur hennar var byrjaður að þráskáka en það er í þriðja sinn sem hún lendir í því á mótinu. Og meðan þetta er skrifað kom Hallgerður út með jafntefli. Sumsé fjórir út og tveir vinningar!
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi ykkur vel!
Áfram Ísland!
Skák.is, 24.9.2008 kl. 11:03
Hej hó Íslendingar!
Nú skulið þið leika á als oddi og sýna þeim hvað í ykkur býr. Virtual-skákliðið hér heima er með ykkur í hverju skrefi. Það hefur verið forréttindi að fylgjast með þótt ísbragðið hafi ekki náð svona langt norður.
Gangi ykkur vel í þriðja veldi.
Anna
Anna (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:56
Edda skrifaði: "Sverrir og Daði náðu báðir að knýja fram jafntefli hjá sínum andstæðingum á nákvæmlega sama tíma!"
Einkennilegt hvað þessir tveir eru samtaka í þessu. Tvíburabræður inni við beinið er ég viss um.
Enjoy your last day, folks. As I write, I'm listening to the birds bitching about - you got it - one more episode of rok-og-rigning að hætti klakans.
Cheers,
Anna
Anna (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 12:56
Stórskemmtilegir pistlar hjá þér Edda. Takk, takk!
Ítreka þetta með að taka Davíð í 5 km skokk
Snorri Bergz, 24.9.2008 kl. 13:31
Til hamingju með mótið. Stórkostleg reynsla fyrir krakkana. Enn og aftur kærar þakkir fyrir frábæra pistla og að leyfa okkur að fá innsýn í líf ykkar úti. Vona að þið fáið ykkur ís áður en síðasti dagurinn er úti. Hlakka til að sjá ykkur á morgun.
Bestu kveðjur
Erla
Erla Dögg (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 18:24
Áfram Ísland! Það er búið að vera rosalega gaman að fylgjast með ykkur síðustu daga, allt liðið hefur staðið sig með stakri prýði og auk þess hefur þetta verið mjög skemmtilegt blogg. Sérstaklega stórt knús handa Geirþrúði systur!
Bestu kveðjur,
María
María Helga Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.