Home sweet home.....

Mömmur á lokakvöldiPistlahöfundar að störfumÁ sunnudegi er maður þokkalega búin að ná sér eftir langt og strangt ferðalag með svefnleysi og tilbehör. Ekki laust við að maður sé strax farin að sakna veðurblíðunnar og blóta regninu og rokinu hér í Kópavoginum. Annars er nú reyndar alltaf best í heimi að koma aftur heim - ekki satt? Auk þess sem við mæðgur getum glaðst yfir því að geta mögulega skipt um föt á morgun því farangurinn okkar er vís væntanlegur heim í kvöld. Reyndar vantaði líka töskurnar þeirra Davíðs og Tinnu en ég get svo sem alveg skilið að farangurinn hafi orðið eftir í París. Ég meina ef ég hefði ekki verið spennt að komast heim þá hefði ég líka skrópað í farangursrýmið og skellt mér í ljúffengan kvöldverð hátt upp í Eiffell turninum og notið helgarinnar í París. En við vorum skynsöm og komumst heim - eða rétt svo Sideways. Það fór líka ágætlega um okkur þessa síðustu flugferð enda góð þjónusta hjá Icelandair.

Tinna, Jóhanna og Hallgerður með ís....Ég var að skoða síðustu myndirnar sem voru teknar í Svartfjallasveitinni og fann margar skemmtilegar, t.d. úr síðasta ísröltinu okkar og frá skákstað þegar lokaumferðin var í gangi. Svo var ljóst að Jóhanna hafði gengið hring um húsið í kveðjuskyni og tekið fullt af myndum.

Sverrir í spilastuði...Og þar sem ég náði ekki að kveðja nema örfáa úr hópnum í Leifsstöð þá langar mig að þakka ykkur öllum fyrir samveruna og frábæran félagsskap. Það sem byrjaði í hryllingi - hótel hell - endaði í yndislegu og heimilislegu umhverfi þar sem öllum virtist líða afar vel. Það myndaðist frábær hópstemmning sem sennilega átti þó rætur sínar að rekja til góðs hópeflis fyrir ferðina og entist allan tíman. Ég verð þó að viðurkenna að það var býsna erfitt að mæta aftur í ræktina í gærmorgun eftir allar þessar matmiklu máltíðir og ísferðirnar góðu en er ekki lífið til þess að lifa því?

Þið stóðuð ykkur frábærlega og erum við Jóhanna strax farnar að hlakka til næstu ferðar.

Að lokum viljum við öll þakka þeim sem fylgdust með okkur úti og sendu okkur baráttukveðjur. Þúsund þakkir fyrir stuðninginn og allar góðu hugboðin sem þið senduð okkurWink

Knús og kossar til ykkar allra
Edda


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband