Crossfit æfing dagsins WOD

Eftir frábæra útilegu í Skagafirðinum, nánar tiltekið í landi Silfrarstaða þar sem við hjónin plöntuðum nákvæmlega 399 trjám (ýmsar víðitegundir, sólberjarunnum, reynitrjám, birki, blátoppum ofl.) var ekki á dagskránni að setja fæturnar upp í loft! Samviskusamlega startaði ég upp tölvukvikindinu á mánudagsmorgni og leitaði eftir æfingu dagsins sem var nokk spennandi. Hlaup og ekki bara hlaup heldur 800 m hlaup og 400 m hlaup aftur á bak og svo tvær lotur í tímatöku! Shit segi ég nú bara. Var að velta fyrir mér hvernig ég ætti að fara að þessu svona á meðan ég var að gefa dætrunum yngstu morgunmatinn. Komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri ógerlegt nema ég færi út að hlaupa á hlaupabraut. Svo planið var að taka æfingu sunnudagsins sem var ekki síður áhugaverð:

12 Burpees (armbeygjur úr froskastöðu og endað með hoppi - jebb asskoti lúmsk æfing)
12 upphífingar (ekki svo auðvelt að hífa upp grillrassinn sem nýtur sín í útilegum)
10 lotur í tímatöku!

Þegar ég var að raða dætrunum í bílinn, komin í leikfimisdressið þá hringdi síminn!!! Mín ástkæra vinkona að austan var stödd í höfuðborginni og langaði að kíkja með krakkana í morgunkaffi. Nú eftir að hafa misst af brúðkaupinu hennar hér um árið að því að ég las ekki föstudagur á boðskortinu heldur laugardagur þá fórna ég öllum plönum hugsunarlaust fyrir þessa frábæru konu sem hjúkrar sjúkum á Höfn. Auk þess er hún aðal dílerinn minn. Já það er sennilega rétt að taka það fram að hún er humardílerinn minn sem veigrar sér ekki við að skella humri í flug á gamlársdag svo gestirnir mínir fari ekki svangir heim í nýja árið Cool. Æfingu dagsins var sumsé sleppt en sinnti ég börnum og búi þeim mun betur. Kvöldinu var svo varið með hjúkkuklúbbnum í ljúffengum fiskidinner og síðan í Háskólabíó þar sem við fylgdumst með Carrie Bradshaw og vinkonum takast á við kynlífskomplexa eftir fertugt. Fínasta afþreyging og var mikið um hlátur og gleði.

Morguninn hófst í Sporthúsinu þar sem var tekin æfing sunnudagsins. Eftir 5 lotur var ég orðin frekar léleg í höndunum og upphífingarnar orðnar ein og ein. Finnst frekar hallærislegt að hætta þegar ég er hálfnuð svo ég píndi mig gegnum eina lotu í viðbót áður en ég gafst upp í fyrsta skiptið síðan ég fór að æfa crossfit. Meðan ég var að ná andanum og jafna mig eftir æfinguna hringdi eiginmaðurinn sem spurði hvort ég treysti mér til að moka smá mold í garðinn. Að sjálfsögðu var ég til svo ég skrapp með honum í hádeginu eftir smá mold. Var bara aðeins búin að gleyma því að kerrann okkar er ekki eins og flestar kerrur og tekur því um 1,5 rúmmetir af mold eða svona eitt TONN. Kerrunni var svo haglega komið fyrir neðan við Skjólsalina og húsbóndinn kvaddi. Ég leit á moldarfjallið og hugsaði hvernig ég ætti að leysa þetta verkefni á sem skemmtilegastan hátt. Nú niðurstaðan var í anda crossfit og skeiðklukkan sett í gang! Æfingin var eftirfarandi:

Moka amk einu TONNI af mold í hjólböru
Keyra hjólböru upp rampinn inn í garðinn
yfir grasið og upp rampinn inn á pallinn
Sturtað í blómakerin stóru
og jafnað

Eins margar lotur og þarf til þess að tæma kerruna!
Tími 88:54:15  og ég er bara nokkuð ánægð með mig. Verð þó að játa það að ég tók 12 mínútna pásu eftir svona 700 kg en ég er viss um að rassvöðvarnir hafa fengið að vinna fyrir grillmat helgarinnar og poppsins frá því í gærkvöldi. Nú ætla ég að safna kröftum í smá stund því Tommi er væntanlegur heim á næstunni og stendur til að sækja meiri mold, grastorf og sennilega nokkur tré. Mölin verður að öllum líkindum sótt á morgun........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahahahaha... þú ert algjör SNILLINGUR Edda :)

Soffía (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband