18.6.2008 | 12:34
Með ísbjörn í kvöldmatinn....
Enn ein helgin í Skagafirðinum síðast liðna helgi og 250 nýjum trjám bætt við á Silfrastöðum! Ísbjörnin lét það alveg vera að heimsækja okkur eins og sá síðasti sem kom við í Skagafirðinum en hjá okkur hefði hann án efa fengið mun betri næringu heldur en eggin úr æðavarpinu. Ég hefði til dæmis skellt nokkrum steikum á grillið fyrir hann og farið svo meðan í sund og ísbíltúr út í Varmahlíð í góða veðrinu! Það hefði amk verið mun viturlegra ef hann hefði átt að halda lífi hjá okkur því ef hann hefði farið í gæsavarpið nú svo ég tali nú ekki um rjúpuvarpið þá hefði byssan verið sótt mun hraðar en nokkuð annað og hann sjálfur lent á grillinu hjá kotbændum Silfrastaða og fólkinu af óðalssetrinu og úr Fjallabrekku verið boðið í mat med det samme! En þar sem hann lét ekki sjá sig var bara unnið á fullu og sat Tommi í gröfunni mest alla helgina og gróf fyrir vatnslögn úr fjallalindinni og niður í landið okkar. Eitthvað var hann sjálfsagt að dreyma í gröfunni þegar hann tók símastrenginn í sundur og gerði óðalssetrið símasambandslaust en þar sem bóndinn er vel búin gsm tækninni var þetta ekkert til að svitna yfir og eru menn frá Mílu að leiðrétta þessi leiðindamistök í þessum skrifuðu orðum. Sjálf var ég að planta og sinna börnum og lét ég millistykkin taka hressilega á því í góðum crossfitæfingum. Þeim fannst þetta hrikalega spennandi enda hellings kraftur í svona krökkum.
Elín Edda 4 ára tók: 3 armbeygjur, 5 uppsetur og 10 hnébeygjur 4 lotur á 3:56
Hildur Berglind 9 ára: 5 armbeygjur, 10 uppsetur og 15 hnébeygjur 4 lotur á 4:09
Að vísu var ekki tekin tími á þeim í fyrra skiptið en við ætlum að halda þessu áfram í sumar og gera skemmtilegar crossfit æfingar úti í góða veðrinu. Jóhanna slapp þar sem hún var í skákbúðum á Laugarvatni sem voru víst svona geðveikt skemmtilegar!!!
Í morgun var svo ætt niður í Sporthús um hálf ellefu þar sem við stelpurnar höfðum sofið yfir okkur og fórum ekki á fætur fyrr en hálf tíu! Æfing dagsins var frekar skemmtileg en afar erfið:
Axlarpressa 20 kg x 21
Bakfettur x 21
5 lotur og helvíti voru síðustu lyfturnar í axlarpressunni erfiðar. Nú það má til dæmis ekki nota fótakraftinn svo lyftan þarf að koma algjörlega frá öxlum og höndum svo maður var farin að skjálfa verulega..... Tíminn 27:46 En nú tekur við framhaldsæfing dagsins sem er heimilisstörf eins og tiltekt og skúringar. Fátt skemmtilegra en einmitt það að draga tusku yfir gólfið og anda að sér ilmandi ajaxlyktinni. Svo er það garðurinn sem nú er að verða fullsmíðaður en þá þarf að fara að færa til plöntur og kaupa nýjar í öll nýju blómakerinn. Grasið vex líka mun hraðar en hárin undir höndunum sem þýðir að ef vel ætti að vera þyrfti ég að slá daglega
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segðu!! Var loksins að setjast niður síðan ég tók þessa örstuttu pásu til að skrifa pistilinn. Búin að gróðursetja 15 ný stór tré í Skjólsalagarðinn og grisja í öðrum runnabeðum og ble ble ble. Ekki laust við að ég sé sjálf orðin þreytt....
Edda Sveinsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.