29.8.2008 | 09:01
WOD 29. ágúst 2008: Nasty Girls
Eftir rólegan hvíldardag er komið að þrusu æfingu. Ég meina HEILL hvíldardagur án hnébeygja og í dag bara 150 kvikindi! Er hægt að hafa það betra? Eftir squat-tarnirnar ættu flestir að vera farnir að ná flottum, djúpum hnébeygjum enda ekki hægt annað en að liðkast í kreppunni. Svo eru það muscle-upsin. Fyrir ykkur nokkur sem eru búin að ná þessari sveiflu þá eru 3x7 bara frekar ísí en við hin sem erum tæknilega ósamhæf og náum þessu ekki þá má skipta þeim út fyrir 3 upphífur og 3 dýfur á hverja eina muscle up - geggjað! Svo er það hin ofurtækniæfingin power clean
3 rounds for time of:
50 Squats
7 Muscle-ups
135 pound Hang power cleans, 10 reps (kk 60kg og kvk 40kg)
Annars áttum við skemmtilegt opið hús í gær þar sem var vel tekið á! Fengum bootcamp fólk sem stóð sig vil í púlinu og fékk að svitna svolítið.
Á morgun eru svo CrossFit leikarnir milli 10-14 en það ætti þó ekki að taka nema um 2 klst á hvern keppanda. Síðast þegar ég vissi voru milli 15-16 keppendur skráðir til leiks svo þetta á eftir að verða mjög spennandi keppni. Enn sem komið er eru fleiri karlar skráðir en amk 5 konur ætla að taka þátt. Stelpur! Drífa sig í strigaskóna og taka þátt.....
Sunnudaginn verður svo opið hús í Sporthúsinu og við Leifur verðum á staðnum frá kl. 11 og tökum vel á móti gestum, bæði nýjum og þeim sem eru í Sporthúsinu. Hlökkum til að sjá ykkur!!!
Svo erum við búin að taka myndir af bolta uppsetum sem ég ætla að setja inn á workoutsíðuna í dag.
Föstudagskveðja,
Eddan
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég klikkaði á tímanum, íþróttahúsið fullt af unglingum sem fóru í taugarnar á mér. En ég tók 21 upphífingu og 21 dýfu í staðinn fyrir 7 muscel up.
Svo hljóp ég 5 km eftir æfinguna til að losa mig við pirringinn.
Dandý (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 11:08
Þú er snillingur! Hlaup eru sjálfsagt besta leiðin gegn pirring!
Edda (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 12:00
19:45 - skemmtilegur dagur. tók 21 Upphífingar og dýfur í staðinn fyrir 7 muscle ups.
Heiðar (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:37
Náði fyrsta muscle-upinu mínu í dag, þannig að það var stór dagur. Er annars frekar ónýtur í bakinu ennþá eftir að ég tognaði fyrir svona 2 vikum síðan þannig að ég býst ekki við neinum svakalegum árangri á mótinu á morgun.
Gummi (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 14:32
var að horfa á video með þessari æfingu hang power cleans og sé þar að ég gerði þetta eitthvað skrítið. Bætti óvart við auakaæfingu en úr þvi það drap mig ekki þá hlýtur að að styrkja mig.
Dandý (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 15:07
17:14 Ég tók upphýfingar með auka þyngd og dýfur í staðinn fyrir muscle ups (mig vantaði bara hringi til þess að reyna ná því en átti ekki von á miklu).
Kobbi (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.