30.8.2008 | 15:17
WOD 30. ágúst 2008
Fyrir áhugasama hlaupara er æfing dagsins afar spennandi.
Four rounds for time:
Run 400 meters
Rest 2 minutes
Eftir frábæra CrossFitleika í Sporthúsinu í morgun reikna ég með að margir sem pósta hér á síðuna verði í fríi frá þessari æfingu í dag en komi þeim mun sprækari í WOD morgundagsins! Leifur mun pósta allt um leikana í workout síðunni okkar og ég geri svo ráð fyrir að wodin fari aftur þangað á mánudaginn
Hlaupakveðjur,
Edda
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já áhugasama spretthlaupara hehe.. Ég fór þetta á aulatíma
1 sprettur 1:20
2 sprettur 1:25
3 sprettur 1:30
4 sprettur 1:28
Dandý (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 18:38
Hæ hæ, það var rosalega gaman að hitta ykkur aftur
Á hvaða tímum æfir þú?? Við Guðrún ætlum að lyfta 1x í viku í Sporthúsinu, á mánudagsmorgnum kl. hálf sjö (veiiiiii að vakna svona snemma... eða þannig ), kannski stundum hálf átta...
Soffía (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 08:09
Halló Soffía og sömuleiðis. Frábært að hitta ykkur aftur!
Ég verð að kenna með Leifi þrjá daga í viku kl. 6.15 amk. Svo stefnum við á námskeið seinni partinn líka. Verðum aðeins að sjá hvernig þetta þróast. Þannig að ég reikna ekki með að geta æft sjálf á þessum tíma. Það getur verið að ég haldi áfram að mæta kl.9 eða þegar barnagæslan opnar þar sem ég er ekki enn komin með leikskólapláss. Annars væri hrikalega gaman að æfa saman aftur svo ég tali nú ekki um að undirbúa sig fyrir 8. nóvember eða ætlið þið ekki að vera með aftur???
Opið hús í CrossFit salnum í Sporthúsinu í dag milli 11 og 14. Allir fá að prufa og áskorun (wod) við hæfi. Hlökkum til að sjá ykkur!
Edda (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 09:43
Sunnudagur 31. ágúst.
Tók Nasty girls og hlaupið strax á eftir.
Nasty girls: 19:47 tekin eftir bókinni.
Hlaup:1:39, 1:31, 1:30 og 1:22.
Ívar Ísak (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 19:33
Reynsinn tók líka illkvittnu stúlkurnar.
Í stað uppvöðvunar gerði ég upphýfur þar sem bringa smellir í stöngina fyrir ofan upphýfi stöngina.
Tími 8:33
Reynir A. (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 19:37
Sæll öll og takk fyrir frábæra Crossfit-leika! Gaman að sjá ykkur svona mörg...
Var þokkalega haldinn harðsperrum eftir gærdaginn svo ég tók léttan hjólarúnt til þess að milda áhrifin af Thrusterunum.
KEF-RVK 46km á 2:11:38
Reikna svo með að láta skítugu stúlkurnar eiga sig en hnoða saman upphífingunum og sprettunum á morgun...sjáum hvað setur!
Aftur kærar þakkir fyrir frábæran dag!
kv. G
Gestur Pálma (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 21:28
Takk sömuleiðis fyrir laugardaginn. Skemmti mér konunglega og fannst frábært að hitta vel stemmda CrossFittara úr ýmsum áttum.
Blogcentral er ennþá í dái, ekki mögulegt að setja nýtt efni inn á vefinn þ.a. myndir og umfjöllun bíður fyrsta tækifæris.
Var allan daginn í dag að kynna CrossFit á opnum degi í Sporthúsinu. Tók Nasty Girls seinni partinn með 50 kg í stað 60 og "hopp muscle-up í hringjunum" þar sem ég hjálpaði mér upp með hoppi. Það var reyndar ansi gaman og mun skemmtilegra en 3 dýfur + 3 upphífur fyrir hvert muscle-up. Tími var 9 eitthvað mínútur.
Trúi því að einhverjir hafi verið stífir eftir laugardaginn, a.m.k. var ekkert slegið af.
Stefnum á aðventu CrossFit leika næst í lok nóvember byrjun desember. Það ætti að vera fínn fyrirvari fyrir menn og konur.
LG
Leifur Geir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:54
Jú úr því hin síðan er í f***i (neikvætt orð yfir kynmök) þá er best að rita hérna
Afar hressandi leikar, varð allur sprækari við leikana og þá sérstaklega hress í seinni 700 metrunum.
Mjög gaman að sjá hóp af fólki með sömu undarlegu tilhneigingu til sjálfspyntinga.
Leiðinlegt að þurfa hlaupa á næstu leika strax eftir þessa og geta ekki kynnst geðsjúklingunum sem tóku þátt.
Aðventuleikar ahhhhh eitthvað sem heldur í manni 700 metra hressleika minninguni til lengri tíma.
Jepps þakka kærlega fyrir mig.
Reynir Kolbeins (vegna litaða hársins (sem ég fékk engu ráðið um) ekki vegna hegðunar eða hugarfars)
Reynir A. (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 01:55
Tók frí á Sunnudag og tek mér frí á Mánudag. Ég er farinn að getað labbað eðlilega en er samt enn að ná mér eftir ég festist í bakinu á Laugardaginn. Verð kannski góður á morgun...
Kobbi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 08:40
Hæ öll og takk sömuleiðis.
Gott að heyra frá þér Kobbi að allt sé í fínu lagi. Missti af þér á laugardaginn í öllum hamaganginum! Jósep var líka eitthvað lemstraður eftir júdóæfingu fyrr í vikunni en er nú allur að koma til.
CF námskeiðið hófst í morgun og var bara svaka gaman hjá okkur. Fólkið fékk að kynnast unaðssemdum æfinganna og verkfæri djöfulsins - burpees! Ég er viss um að þetta á eftir að verða skemmtilegur vetur í hörku CF púli alla daga....
Edda (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:42
fór í sumarbústað og hljóp í gönguskóm á malarstíg. Veit ekki hvort ég náði að stika rétta 400 metra.
tók þetta á um 1.36 per 400 metra.
heidar (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.