Skákþing Íslands 2008

Í kvöld fer fram níunda og síðasta umferð á Skákþingi Íslands. Þar er keppt í tveimur flokkum: Landsliðsflokki (11 umferðir tefldar þar og því tvær eftir) og Áskorendaflokki. Í Landsliðsflokki eru alla jafna sterkustu skákmenn Íslands sem tefla upp á líf og dauða eða uppá titla sem nóg er af í skákinni. Tólf karlmenn skipa þennan flokk í ár og er stigalægsti maðurinn með 2165 stig en sá stigahæsti 2566 stig. Mér rekur ekki minni til þess að nokkur kona hafi átt sæti í þessum flokki nema hún Lenka árið 2006. Á sama tíma hefur aðeins eitt ungmenni tekið þátt í þessum flokki og það var Hjörvar Steinn sem þá var aðeins 13 ára. Nú þegar átta umferðum er lokið og níunda umferðin komin í gang er Hannes Hlífar efstur með 6,5 vinning. Henrik Danielssen er einum vinning undir og gæti því mögulega náð að jafna! Bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir eru í 6. og 7. sæti, báðir með 4,5 vinninga. Þeir eru að tefla saman og spurning hvort þar verði blóðug barátta eða semjist um jafntefli fyrir kvöldkaffi.

Í Áskorendaflokk eru 29 skráðir þátttakendur á öllum aldri. Keppendur þar eru allt frá því að vera stigalausir (án fide eða íslenskra stiga) upp í 2316 stig en þau stig á Sigurbjörn Björnsson sem er orðinn nokkuð öruggur inn í Landsliðsflokk á næsta ári með 7 af 8 vinningum fyrir lokaumferðina. Frumburðurinn er að sjálfsögðu þátttakandi á þessu móti eins og flestum góðum mótum og er hún Jóhanna með 1655 fide stig og er númer 23 á stigalista keppenda. Hún hefur þó ekki látið það aftra sér við að hala inn vinningum á mótinu og er óhætt að segja að þetta sé afar góð byrjun á skákvetrinum því hún hefur eingöngu teflt upp fyrir sig frá fyrstu umferð. Stigalægsti andstæðingurinn var með 1860 stig, Jakob Sævar sem hún vann glæsilega og má sjá þeirri skák lýst í Mogganum í gær. Í fimmtu umferð tefldi hún við Tómas Björnsson (2196) sem hún náði glæsilegu jafntefli og í sjöttu umferð gerði hún enn betur þegar hún lagði Halldór Halldórsson (2217) með svart.

Það má því segja að Jóhanna sé að gera góða hluti þessa dagana enda sé frammistaða hennar á við 2069 stig fyrir lokaumferðina. Hún hefur líka verið mjög dugleg að stúdera fyrir hverja umferð og svo hefur mamman óneitanlega fulla trú á því að aukin líkamlega þjálfun hafi nú sitt að segja í íþrótt sem þessari.

Framundan er afar spennandi Evrópumót unglinga í Svartfjallalandi og er undirbúningur fyrir það kominn á fullt. Mamman verður fararstjóri í þessari ferð sem farin verður þann 14. september nk. Það verður því örugglega bloggað hér meðan á ferðinni stendur enda hef ég gefið út það loforð að svo muni verða Cool

Kv. Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 784

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband