Hópefli fyrir EM unglinga í skák 2008

DSC01419Síðast liðinn sunnudag hittist EM hópurinn að nýju í Sporthúsinu. Í þetta sinn hófu þau hópeflið í sjálfsvörn undir leiðsögn Reynis sjálfsvarnarkappa. Frábært að fylgjast með þessum hressu krökkum verjast óæskilegum gerviknúsum hvors annars! Þeir yngstu í hópnum gáfu ekkert eftir og vörðust af stakri snilld. Þau verða eflaust vel örugg í landi Svartfjalla með þessa kunnáttu Wink. Eftir sjálfsvarnarfræðin var hópnum skipt upp í tvö lið undir forystu Davíðs Ólafssonar annars vegar og Páls Sigurðssonar hins vegar, en Palli tók sæti Björns forseta sem var vant við látinn að þessu sinni. Nú var keppt í fjórum greinum en á sama hátt og síðast. Krakkarnir sem skipuðu liðin ásamt liðsstjórum skiptust á að gera um leið og þau voru orðin þreytt. Keppnisgreinarnar voru fjórar: veggjabolti (8 punda bolta kastað 3m upp í loftið og farið í hnébeygju við gripið) x 100, kassahopp á 35 cm kassa, jafnfætis x 100, upphífur í fimleikahringjum með hæla í gólfi og hringir snerta axlir í efstu stöðu x 100 og að lokum uppsetur (vasahnífsútgáfan) x 100. Það var lið Palla sem vann öruggan sigur en þau luku þrautinni á 12:02 en sigurliðið frá síðasta hópefli, lið Davíðs lauk á 12:12. Rétt er þó að taka fram að krökkunum hafði þó verið skipt upp aftur og liðin því ekki alveg eins. Það var Jósep júdókappi sem aðstoðaði okkur í keppninni - Takk fyrir hjálpina strákar!Sverrir heldur sér í hringjunum. Davíð og Patti fylgjast með

Þegar keppninni lauk fengu krakkarnir og liðstjórar ásamt Helga Ólafs og Stefáni Friðrikspabba að prufa sig áfram i fimleikahringjunum við mikla skemmtun. Ótrúlega magnað að sjá hve sumir eiga auðvelt með að sveifla sér og jafnvel halda sér uppi í góðan tíma. Áður en yfir lauk fengu flestir svo að spreyta sig á verkfæri djöfulsins eða hinum kyngimögnuðu Burpees (armbeygjur sem skemmtilegra er að upplifa en lýsaDevil).

DSC01400Um hálf sjö skunduðum við út úr Sporthúsinu og lá leiðin upp á Salaveg þar sem við skelltum okkur í LaserTag. Þá var hópnum skipt upp í 4 lið sem fékk laserbyssu og ótakmarkað magn af skotum og lífum. Síðan var skrílnum hleypt inn í myrkrað völundarhús og átökin hófust. Það er skemmst frá því að segja að fararstjórinn og undirrituð vann öruggan sigur eftir að hafa skotið hátt í þrjú þúsund skotum á menn og börn! Því miður get ég ekki með nokkru móti munað hvaða lið vann en veit þó að ég, Hallgerður og Tinna urðum í öðru sæti! Eftir þessa frábæru skemmtun nærðum við okkur á semiljúffengri Dominospizzu og skoluðum henni niður með pepsi! Mikil og góð stemning er komin í hópinn sem átti skemmtilegar umræður um verkefni dagsins meðan við nutum pizzunnar. Jóhanna Björg gægjist úr hringjunum

Á morgun laugardag verður svo blaðamanna/kynningarfundur fyrir ferðina haldin í nýjum húsakynnum skákakademíu Reykjavíkur að Tjarnarstíg 10 kl. 16:00. Hvetjum við áhugafólk um skák að kíka við og hvetja krakkana.

Ef nettenging á Igalo í Herceg Novi verður sómasamleg mun ég reyna að halda úti bloggi hér á síðunni meðan á ferðinni stendur. Þó ég verði kannski ekki með dramatískar skákskýringar þá mun ég reyna að miðla úrslitum dagsins eins fljótt og unnt er hverju sinni.

Puðað í burpeesTefld verður ein umferð á dag kl. 15:00 á staðartíma (kl. 13:00 á íslenskum tíma) dagana 15. til og með 19. september. Þann 20. sept verður svo frídagur sem við munum nota í eitthvað hrikalega skemmtilegt en svo tekur við taflmennska aftur þann 21. - 24. sept en þann dag hefst umferðin kl. 13:00. Umhugsunartíminn er 90 mínútur fyrir 40 leiki + 30 mín auk 30 sekúnda fyrir hvern leikinn leik. Það liggur því fyrir að um langt og strangt mót sé að ræða og því mikilvægt að rækta sjálfan sig, hvílast vel og nærast og síðast en ekki síst sprikla svolítið!

 Við leggjum svo af stað á sunnudagsmorgun kl. 7:40 og eigum langt ferðalag fyrir höndum. Verið rosalega dugleg að senda okkur hvatningakveðjur á meðan á mótinu stendurJoyful

Kveðja,
Edda fararstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 785

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband