Cabin crew prepair for landing!

Nú þegar komið er miðvikudagskvöld er maður bara orðin nokkuð sprækur og búin að bæta sér upp þetta mikla svefnlausa ferðalag. Hópurinn vakti meira eða minna í tvo sólarhringa þótt flestir hefðu nú náð að sofa eitthvað í hverri flugvél. Eftir þokkalegt fjögurra tíma flug frá Istanbul tók við fimm tíma bið á Heathrow í London. Þar held ég að allir hafi ráðist á pizzastaðinn sem seldi ljómandi fínar pizzur og víst er að enginn varð kátari en sjálfur Svanberg sem var með hvað mesta pizzafráhvarfið. Og ekki laust við að ég sjálf hafi verið alsæl með þessar pizzur enda kjúklingurinn orðin alveg meira en of mikill!

Kl. 20.30 á fimmtudagskvöldinu var svo tekið á loft frá London og tóm hamingja í hópnum enda síðasta flugið á langri leið og allir dauðþreyttir. Fljótlega eftir að sætisólaljósin slokknuðu var kallað upp: "Is there a medical doctor on board?" Fjölmargar bjöllur klingdu enda ávallt nóg af heilbrigðisstarfsfólki um borð í flugvélum (t.d. 3 í okkar hóp). Við fjölskyldan lokuðum augunum og reyndum að lúra smá en fljótlega gjall við í hátalarkerfinu: "Cabin crew prepair for landing". Við sofnuðum EKKI! Nei fjárinn sjálfur ég sofnaði ekki svona fast að við séum komin! Nei fólkið í kringum okkur var að opna matarbakkana. Og svo kom framhaldið: "Ágætu farþegar, við höfum núþegar snúið vélinni við og erum við það að neyðarlenda í Glasgow Frown, það er kona um borð sem hefur misst legvatnið og er of stutt gengin til þess að við getum tekið þá áhættu að hún fæði hér um borð." Svo birtist flugþjónninn svakalegi með ljósbláann risastórann ruslapoka og reif matarbakkana og allt sem þeim fylgdi af farþegum og sópaði ofan í pokann! Hallgerður, afmælisbarn dagsins, sat fyrir aftan mig og þurfti með trega að kveðja kvöldmatinn enda skiljanlega mjög svöng (langur tími liðinn frá pizzunni). Og lá við dynkjum þegar flugfreyjur og þjónar fleygðust í sæti og ólar um 2 sekúndum áður en vélin sleikti brautina. Hitt var svo málið að ekki náðist að tappa bensíni af vélinni fyrir lendingu þannig að hún lenti með yfirþunga sem þýddi frekari töf vegna útkalls flugvirkja og síðan átöppun á nýju bensíni og svo þurfti léttfættan skota til þess að koma á togaranum og ýta vélinni aftur frá stæði. Þetta gerðist á næstu einni og hálfri klukkustundinni eftir að umrædd ófrísk kona var flutt frá borði. Sumsé var aftur tekið af stað um miðnætti þegar Hallgerður var búin að ná því að eiga afmæli í 26 tíma samfellt og hefur því verið lengur 14 ára en margir aðrir einstaklingar.

Því næst var svöngum boðið upp á það sem eftir var af mat í vélinni og þeir sem voru saddir gátu aðeins lagt sig. Ein prinsessan úr hópnum svaf vært í fangi mínu alveg frá því að vélin fór í loftið í London og rumskaði ekki fyrr en á Leifsstöð og foreldrarnir vildu ólmir komast úr þessari löngu flugferð. Eftir gott hlaup í gegnum fríhöfnina fórum við rakleitt að færiböndunum með krosslagða fingur enda bjóst engin við því óvænta - að töskurnar, sem voru tékkaðar inn alla leið frá Antalya með tilheyrandi fyrirhöfn og tímavitleysu, myndu birtast á bandinu. En eins og Forrest Gump sagði svo eftirminnilega og á ekki við hér: "Shit happens!" því hver ein og einasta taska mætti samviskusamlega á færiband 1 í Leifstöð. Og haldið var heim á leið.

Kl. 3.30 vorum við komin undir sæng og 3.31 steinsofnuð!! Systurnar mættu vel þreytta og tefldu í Salaksóla á sveitamóti kl. 10 daginn eftir með fyrirtaksárangri enda vel tefldar.

Af fæðandi konu í vélinni okkar er það að frétta að hún fæddi barn við komuna í Glasgow. Drengur kom í heiminn 1.500gr og vegnaði þeim báðum ágætlega þegar af þeim fréttist seinni part föstudags. Miðað við fæðingarþyngd hefur konan því verið gengin ca 29-31 viku (af 40) og því um fyrirburafæðingu að ræða. Því má með sanni segja að ákvörðun flugstjóra, í samráði við lækni, hafi verið hárrétt enda sýndu allir farþegar vélarinnar þessu fullan skilning og þolinmæði! Þess má geta að mæðginin eru bresk.

Það er gott að vera komin heim í rythma lífsins aftur. Hitta og knúsa börnin sem eftir urðu. Sjá litla nýfædda barnið mitt ganga af öryggi og halda upp á fjögurra ára afmælið hennar Elínar Eddu sem á einmitt afmæli í dag.

Kæri ferðahópur, við þökkum innilega fyrir samveruna þessar tvær vikur í Tyrklandi og okkur er svo sannarlega farið að hlakka til næstu skákferðar í svona skemmtilegum félagsskap. Og einnig þökkum við fyrir frábæra þjálfun og hvatningu þjálfaranna sem hafa staðið vaktina frá morgni og langt fram á kvöld. Takk enn og aftur.

Edda og fjölskylda


Home sweet home!

Jæja! Nú fer þessu senn að ljúka enda allar skákir búnar. Lokaumferðin var bara nokkuð góð og komu krakkarnir hvert á fætur öðru út af skákstað með bros á vör enda glöð yfir því að nú væri síðasta umferðin búin. Lokaumferðin var sú besta í allri ferðinni enda náðust inn 6 vinningar. Leikar fóru svo:

Sverrir 6 vinningar
Hjörvar Steinn 5,5 vinningar
Jóhanna Björg 5 vinningar
Svanberg 5 vinningar
Hallgerður 4,5 vinningar
Elsa María 4,5 vinningar
Dagur Andri 4,5 vinningar
Hrund 4,5 vinningar
Hildur Berglind 3 vinningar

Eftir að umferðinni var lokið tókum við strætó inn í Kemer. Það verður nú seint sagt um þann bæ að þar sé blómlegt líf. Kannski vegna árstíma en amk var ekkert sem hélt okkur í bænum. Við fengum okkur þó einhverskonar pizzu á ítalskri pizzeríu, kókið var bara mjög gott....Smile Kaffið sem átti að vera gott ítalskt kaffi reyndist vera instant Nescafe þó örlítið sterkara en á hótelinu. Við tókum því strætóinn fljótlega til baka og flestir byrjuðu að pakka niður. Einhverjir fóru á verðlaunaafhendinguna sem var býsna glæsileg en ekki nokkur leið að heyra það sem fram fór. Hver veit nema í framtíðinni verði einhverjir úr hópnum sem taka á móti verðlaunum á þessu móti! Hvað sem því líður erum við mjög ánægð með krakkana okkar enda hafa þau verið ótrúlega eljusöm og dugleg að stúdera og æfa sig meðan á mótinu stóð. Þetta er án efa frábært tækifæri, þá sérstaklega fyrir þau yngstu, og hvert mót sem þau taka þátt í gerir þau sterkari í framtíðinni. Mótsaðstaðan var alveg prýðileg en ég held að við getum öll tekið undir það að maturinn var orðinn afar leiðigjarn eftir 12 daga vistun á Limra hótelinu.

Við sitjum nú á flugvellinum í Istanbul þar sem við eigum eftir að bíða í þrjá tíma í viðbót. Meiri hluti hópsins lagði af stað frá hótelinu til Antalya kl. 1.30 í nótt og hefur því mjög lítið, ef eitthvað sofið. Þau lentu í Istanbul rétt rúmlega sex og hafa því beðið ansi lengi. Seinni hópurinn átti flug tveimur tímum síðar og höfum við nú sameinast hér á vellinum. Við eigum flug kl. 12.50 til London og þurfum að bíða þar í um fimm tíma eftir að komast heim með kvöldvélinni. Ef allt gengur upp og flug á áætlun langar okkur að reyna að taka taxa í Windsor og kíkja kannski í HogM eða bara fá okkur að borða! Það er býsna mikil þreyta í öllum eftir lítinn svefn og erfitt að sitja svona á flugvöllum lon og don. Krakkarnir eru samt ótrúlega hress og sitja í tölvunum, spila og viti menn... enn að tefla!

Það verður rosalega gott að koma heim í kvöld (trúlega vel eftir miðnætti) og skríða upp í sitt eigið rúm og knúsa litlu ungana sem heima eru.

Ég mun reyna að setja inn myndir frá ferðinni við fyrsta tækifæri.

Bless í bili....


10. umferð senn að ljúka

Nú þegar við sitjum hér á Íslandstorginu við barinn eru allir komnir af skákstað. Hildur var fyrst út en hún tapaði fyrir nokkuð sterkri stelpu frá Serbiu. Hrund vann í 25 leikjum í vel tefldri skák en hún nýtti tímann ótrúlega vel. Svanberg tefldi súper vel gegn gaur frá Kasistan. Sverrir vann örugglega gegn útlending. Jóhanna var í ströggli við sinn andstæðing en vann svo öruggan sigur. Hallgerður, Dagur og Hjörvar áttu slæman dag og enduðu með tapað. Elsa gerði jafntefli og er því komin með 4,5 vinninga. Streita virðist komin í mótshaldara því öllum öðrum en keppendum var vísað út af skákstað kl. 17.00 og er líklegt að þannig verði einnig á morgun eða tveim tímum eftir að skákin hefst.

Á morgun er síðasta umferðin og hún hefst kl. 10. Krakkarnir sem hafa teflt af miklu kappi eru orðin nokkuð þreytt en munu ekkert gefa eftir í síðustu umferðinni. Þó held ég að flestir séu mjög fegnir að þessu sé senn að ljúka og það sé heil helgi framundan þar sem verður hægt að slaka á eftir allt þetta sem á undan er gengið. Krakkarnir hafa verið rosalega dugleg að undirbúa sig fyrir hverja skák og má með sanni segja að allir þjálfararnir hafi verið í yfirvinnu allan tímann enda krakkarnir mjög áhugasamir um að nýta tímann vel til að stúdera. Meira að segja Hildur hefur verið mjög dugleg. Mætt fyrst í klukkutíma hjá Palla á morgnanna, síðan farið yfir planið með pabbanum og farið svo aftur til Palla rétt fyrir umferðina. Svo hittast þau aftur á kvöldin og fara yfir skákirnar. Milli tímanna hjá þjálfurunum liggja þau eldri yfir chessbasenum og stúdera fram eftur öllu. Jóhanna hefur verið nokkuð óheppin þar sem hún hefur nokkrum sinnum verið með unna stöðu en misst niður og endað í tapi. Hún er þó að tefla mjög vel og jafnvel betur en oft áður og líka farin að nota nýja byrjun. Flest hinna krakkanna er líka að tefla mjög vel en það verður líka að viðurkennast að mótið er býsna stíft og styrkurinn án efa að aukast. Það er líka mjög áberandi hve margir þátttakendur eru asískir og skiptir þá ekki máli hvort þeir komi frá Skotlandi, Kanada eða Kína. Hildur er hin ljóshærða stelpan í sínum flokki, ca 4 skolhærðar og restin er mun dekkri! Sama má segja um flokkinn hennar Hrundar enda spurði skákstjórinn hvort ég ætti þær báðar þar sem ég er þriðja ljóshærða konan í salnum!!

Á morgun ætlum við að skella okkur til Kemer eftir skákina og taka út þorpið í þeirri von að þar verði hægt að nærast á pizzu (krakkarnir þjást verulega af pizzufráhvarfi) og kannski hægt að eyða einhverjum peningum. Annars hefur foreldrum gengið vel að eyða aurunum hér á hótelinu þar sem mörg okkar hafa farið í tyrkneskt bað hjá Brad Pitt. Það er ekki slæmt að láta hann baða sig, skrúbba sig og froðubaða. Eftir það er svo boðið upp á balískt nudd í klukkutíma og ég get bara ekki lýst því í orðum....... Við hjónin keyptum okkur áskrift og ég segi ekki meir! Fleirri lúxusar hafa náð miklum vinsældum en það er rakarinn í kjallaranum. Karlarnir fara daglega í rakstur og sviðun og sumir koma jafnvel vel klipptir upp úr kjallaranum. Útlit herranna hefur því tekið stakkaskiptum á þessum 12 dögum sem við höfum verið hér. Hætt við að einhverjar eiginkonur munu ekki þekkja sína menn.

Í gær tefldi Hildur Berglind skákina sína fyrir Omar og gerði það með stæl. Eftir sigurinn tók hún upp símann og hringdi í Omar sem tók á móti henni með miklu hrósi. Hann hafði sent góðar hvatningarkveðjur kvöldinu áður og það kom henni í gír. Á morgun ætlar hún að tefla fyrir Adam Omarsson og erum við handviss um að endi með sigri. Enda er glasið okkar alltaf hálffullt þar til annað kemur í ljós. Hildi langar líka að senda sérstakar kveðjur til Ritanna í Salaskóla. Hún saknar ykkar rosalega mikið og hlakkar til að koma í skólann. Hún er búin að taka fullt af myndum sem hún ætlar að sýna ykkur þegar hún kemur heim.

Að lokum vil ég koma því á framfæri að tölvan mín hefur hafnað mér endanlega að ég held því hún hefur ekki leyft mér að ná sambandi við síðuna síðast liðna daga. Mér hefur jafnvel ekki tekist að villa á mér heimildir og þóst vera einhver önnur. Hún einfaldlega opnar ekki mbl eða neinar íslenskar síður nema ég hafi meira en tvo tíma í verkið. Ég reif því tölvuna af Hrefnu Hrundarmóður um leið og hún náði að tengjast og henti inn þessum pistli. Ég lofa því ekki að ég nái að senda inn mikið fleiri pistla meðan við erum hér enn en ég mun að sjálfsögðu halda áfram að reyna enda er ég ekki sú kona sem gefst upp þrátt fyrir höfnun dauðra hluta! Það geta sölumennirnir í götunni vitnað um jafnvel þótt þeir séu býsna líflegir. Jafnvel launalausa húsmóðirin verður ekki blönk eftir þessa ferð.

Stórt knús frá öllum krökkunum hér í Limrahöllinni.


Ad gera sig skiljanlegan ı utlondum

Eftir 5. og 6. umferd kom ı ljos ad Hildur sem hefur nokkud oft teflt vıd tyrkneskar stelpur tad sem af er keppni, hefur oftar en ekki lent i tvi ad taer eru ad tala mıkıd vıd skakstjora og hun ekkı skılıd neitt og jafnvel verid neydd til ad leika slaema leiki. Skakstjorar hafa ekki lagt mikıd a sig vid ad lata hana skilja. Tvi var tekin akvordun um ad einn ur hopnum yrdi inni hja henni medan hun teflir. İ 7. umferd tefldi hun af mun meira oryggi en adur og vann med stael i 17 leikjum. Og var umferdin almennt mjog god hja stelpunum. I dag tefldi Hildur vid stelpu fra Kanada sem var med hendina uppretta fra fyrstu minutu og var stodugt ad tala vid skakstjorana allan timann. Aldrei leitudu teir eftir adstod vid ad tyda fyrir hana tar tıl mamman fekk alveg nog. Eftir sma stroggl fengust teir til ad leyfa mer ad tyda. Su kanadiska var sifellt bladrandi vid Hildı og rifandi af henni skraningabladid. Eg hef nu setid morg skakmot a ferli daetranna en tetta er tad svakalegasta sem eg hef ordid vitni af! Hildur var ordin ringlud og treytt a tessari vitleysu eftir taeplega 3 tima skak og endadı med tapad.

Af hinum er ad segja ad Hrund fekk jafntefli, Sverrir tapdai og Johanna Bjorg gerdi lıka jafnteflı en hun er ordin mjog lasin og liggur nu fyrir med verulega ogledi og hita. Hun byr to vel tar sem hun hefur einkahjukrunarfraeding vıd rumstokkinn auk tess sem onnur hjukka og laeknir er i okkar frabaera hop. Tegar tetta er skrifad eru ekki fleiri komnir af skakstad svo eg viti. Eg gafst upp a tradlausa netinu i bili og er ad berjast her vid tyrkneskt lyklabord sem er med i a skrytnum stad Smile.

Vedrid sidast lidna daga hefur verid frabaert og hofum vid notad taekifaerid og verid uti vid sundlaugina og adeins sleikt solina en hun er alls ekki svo sterk a tessum arstima en verulega notarleg!

Tad er ekki laust vid ad madur se farin ad hugsa heim enda litla nyfaedda 14 manada barnid mitt farid ad ganga heima a Islandi. En a youtube hofum vid getad notid tess ad horfa a hana ganga - takk fyrir tad mamma og pabbi a Islandı Smile

Knus tıl allra foreldra og vına heima


Plenty of time!

Gærdagurinn var kærkominn frídagur og ákvað meirihluti íslenska hópsins að skella sér í borgarferð til Antalya. Dagskráin var áhugaverð, keyrt í borgina gengið um gamla bæinn, skoðaður merkilegur foss og svo átti að heimsækja leður og skartgripa center sem var nú kannski ekki eins spennandi. En það sem var mikilvægast var það að við áttum að hafa "plenty of time" í gamla bænum þar sem við gætum rölt á milli gömlu byggingana og skoðað bazarana sem eru þar um allt. 48 voru í rútunni okkar, við ásamt suður ameríkönum, norður ameríkönum og einhverju kínverjum. Allir voru spenntir fyrir mörkuðunum sem heilluðu unga sem aldna og var leiðsögumaðurinn, sem hafði læknast tvisvar sinnum af krabbameini bara vegna þess að hann borðar jógúrt oft á dag, duglegur að draga hópinn til vina sinna. Engin þorði að tefja hópinn því allir biðu eftir að fá "plenty of time" fyrir sjálfa sig svo enginn keypti neitt meðan gengið var um. Svo þegar því var lokið sagði jógúrtmaðurinn lífsseigi að nú hefðum við 25 mínútur þar til rútan færi með okkur í hádegismatinn. Ekki laust við að ýmsir yrðu fúlir enda þetta sennilega eina tækifærið til þess að geta eytt einhverju í þessari ferð. Fólkið úr rútu 5 dreifðist út um allt og tóku markaðinn á 23 mínútum en það tók vissulega tíma að finna rútuna aftur. Svo var farið með okkur í ekta tyrkneskan mat sem var miður vinsæll meðal unga fólksins en flestir orðnir svo svangir um 14.30 að bragðið skipti ekki máli. Næst var stoppað við Leder Center og hópnum úr rútu 5 hleypt út. Þar sagði jógúrtmaðurinn að við hefðum 45 mínútur!!!  45 mínútur!!! og tvær hefðu hæglega dugað! Eftir tvær mínútur voru allir úr rútu nr 5 búnir að átta sig á að jafnvel þótt prúttað væri um 70% væri 870 evrur of dýrt fyrir leðurjakka! Íssölumaðurinn fyrir utan tók vel á móti öllum 48 farþegum rútunar sem gæddu sér á ís meðan jógúrtmaðurinn kláraði mínúturnar inni í leðurbúðinni með reykfólkinu. Fólkið frá Venusuela stakk upp á því að demöntunum yrði sleppt en jógúrtmaðurinn tók það ekki í mál en lofaði að keyra strax af stað eftir að við höfðum hlaupið í gegn. Sú heimsókn tók því aðeins 13 mínútur og rétt náðum við að sjá fossinn áður enn sólin settist. Eitt er þó víst að tyrkir hafa trúlega aldrei séð íslenska fossa en við dáðumst þó með hinum !

Við lærðum þó að Antalya er mjög heit borg þar sem sumarið er frá mars til nóvemberloka. Í ágúst er hitinn oftast um 50°c og fór í 52° í sumar. Hér er líka nóg af vatni vegna "alpa" fjallanna hér í kring og almennt eru tyrkir á þessu svæði vel stæðir. Í borginni búa 1,5 milljón yfir vetrarmánuðina þrjá en hina eru um 4 milljónir hér sem vinna í tengslum við ferðaiðnaðinn.  


Fimmtu umferð lokið

Nú er fimmtu umferðinni lokið og voru það Hjörvar, Dagur og Sverrir unnu sínar skákir. Jóhanna Björg og Elsa gerðu jafntefli og Hildur Berglind vann Skottuna frá Brasilíu en Hallgerður, Svanberg og Hrund töpuðu. Nú eru allir á fullu að undirbúa næstu umferð og eru þjálfarnarnir með hópinn hver í sínu herbergi að leggja nýja hernaðaráætlun. Pörunin verður trúlega ekki birt fyrr en rétt fyrir umferðina.

Það vekur óneitanlega athygli okkar hér í þessari ferð hvað ákveðinn hornverji að nafni Torfi Stefánsson er óvæginn og dónalegur í niðrandi í tali sínu um börn sem ekki geta varið sig. Að fullorðinn maður sem telur sig klerk og hefur stöðu sem lífsleiknikennari skóla geti leyft sér að svívirða átta ára gömul börn á opnum vef sem flestir skákmenn fylgjast með er sorgleg staðreynd og vil ég hvetja til þess að umræddur aðili verði gerður brottrækur af horninu meðan á mótinu stendur. Þessi dapurlegi maður fylgist grant með pistlunum okkar hér á þessari síðu og kastar því fram sem einhverju skítkasti í máli sínu. Hann fer oft með rangt mál og er með umræðu sem ekki á rétt á sér enda virðist skorta verulega upp á upplýsingarnar sem hann hefur. Hornið er til þess að ræða um skák en ekki til þess að lítilsvirða börn né aðra. Ég vil vekja athygli þeirra sem skrifa á hornið að hópurinn hér í Antalya les umræðurnar og því mikilvægt að sína kurteisi í skrifum jafnvel þótt sigrar séu ekki í hverjum leik. Við viljum að sjálfssögðu þakka þeim góðu mönnum sem sýnt hafa áhuga og virðingu og hvatt Torfa frá þessum skrifum sínum.


Fimmta umferð í gangi

Í dag er án efa langbesta veðrið frá upphafi og frábært að sitja úti í sólinni og horfa út á sjóinn. Það er ekki laust við að maður hafi þó verið með fiðrildi í maganum í morgun því gærdagurinn var ekki mjög gjöfull á vinninga. Lítill tími gafst til undirbúnings fyrir fimmtu umferðina sem hófst kl. 10 en krakkarnir voru þó í þokkalegu formi. Hildur Berglind sem hefur teflt mun betur milli umferða en akkúrat í hverri umferð fékk skottu svo hún er loksins komin með einn vinning. Hún er reyndar staðráðinn í því að vinna seinni umferðina í dag og er búin að gera samning við Alejandro magadansbúningasala um heilt sett ef hún vinnur! Þar sem ég held líka með Hildi hef ég samþykkt að taka þátt í kostnaði af þessum búning sem um ræðir. Hildur er því á leið á æfingu til Palla en ætlar svo að fara í magadanskennslu við sundlaugina kl. 15.30 og hita þannig upp fyrir seinni umferðina sem hefst kl. 17.

Dagur Andri átti góðan morgun og var komin út eftir 1,5 tíma með rosaflotta vinningsskák. Svanberg, Hallgerður og Hrund töpuðu en Jóhanna Björg gerði jafntefli. Hjörvar og Sverrir eru enn að tefla. Elsa er komin út en engin virðist vita hvernig skákin fór hjá henni þar sem hún fór beint til Braga að fara yfir skákina.

Í gærkvöldi kom hópurinn saman og borðuðum við á "Ítalska" staðnum hér í húsinu. Það var ákveðin upplifun því hann er álíka ítalskur og Kebab húsið á Grensásveginum. Allir voru samt kátir og glaðir og maturinn alveg ágætur þótt hann hafi ekki verið sérlega ítalskur. Hins vegar var gott næði og rólegt þar inni sem var hin besta tilbreyting frá skvaldrinu í stóra matsalnum.  Á morgun er frídagur og ætla nú flestir að reyna að slaka á og gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d að fara í skoðunarferðir og þess háttar. Kvöldið verður svo að sjálfsögðu nýtt til undirbúnings fyrir 7. umferð.

Með kveðju úr tyrknesku sólinni,
Edda


Sól og blíða

Þeir sem hafa fylgst með eru sjálfsagt búnir að fá lokafréttir gærdagsins. Hallgerður náði jafntefli og nú komin með 1,5 vinning. Sverrir tefldi franska vörn sem dugði ekki til en Dagur Andri tefldi örugglega mörg afbrygði því hann vann sína skák eftir 93 leiki og 4,5 klukkustundir og því kominn með 2 vinninga - húrra fyrir Degi og til hamingju Villa og Friðgeir á Íslandi því hann er nú efstur krakkanna!!

Við sitjum nú á tyrkneska Íslandstorginu og erum að fara yfir tapskákir Hildar og Hrundar. Hildur fékk erfiðari andstæðing en í gær. Hún notaði að vísu mun betur tímann í dag en það dugði ekki þar sem hún lenti í gildru sem hún réði ekki við. Hrund var með býsna góða stöðu en fékk á sig fórn sem stóðst ekki og náði ekki að verjast. Ungviðin okkar eru án efa að læra mikið af þessu og það getur allt gerst á næstu dögum því enn eru 7 umferðir eftir! Á morgun byrjar 5. umferð kl. 10 og 6. umferð kl. 16. Það verður því mjög strembinn dagur hjá krökkunum.

Hver hópur fær tvo aðgangspassa að skákstaðnum og hefur Helgi einn passa og svo skipast Bragi og Palli á með hinn. Við foreldrarnir getum líka fengið að nota passann og var Þorsteinn að koma á torgið eftir eina eftirlitsferð. Samkvæmt honum er allt í járnum hjá flestum og segir hann þetta vera akkúrat þann hálftíma sem foreldrar vilja ekki koma inn í salinn! Þó vill hann benda á að hann telur sig hafa hóflega þekkingu á stöðu mála enda spannar skáksaga hans ekki nein stórmót en hann þótti verulega góður í taflmannakeilu á sínum yngri árum.

Eitthvað er að síga í hópinn því veikindi eru að herja á liðið en hins vegar erum við með leynivopnið Ingólf barnalæknir á fjórðu hæðinni sem verður án efa hægt að kalla til ef einkenni veikra fara að versna. Nú er ekki um að ræða neinar alvarlegar farsóttir heldur kvef og almenn einkenni. Við vonum þó allti hið besta því við erum með eindæmum jákvæð og bjartsýn og í kvöld ætlum við að brjóta upp hjá okkur og snæða á ítalska veitingahúsinu hér á hótelinu.

Bæjó


Nýjustu fréttir af skákstað!!!

Héðan er það að frétta þegar klukkan er orðin rúmlega sex eru 6 af 9 komnir af skákstað. Hildur Berglind var líklega að tefla á öðru móti en hinir því hún kom út rétt rúmlega hálftíma eftir að skákin hófst. Hraðskákin hennar byrjaði ljómandi vel og hafði hún góða stöðu langt fram í skákina en varð jafnhraðvirk og andstæðingurinn sem tefldi víst líka mjög hratt og lék af sér svo endaði í tapi. Hrund átti góðan dag og vann andstæðing sinn frá Suður Afríku og gleðin leyndi sér ekki í augum hennar þegar hún kom til okkar á tyrkneska Íslandstorgið í bláa sófanum!

Svo komu hin hvert af öðru, Hjörvar þáði jafntefli í hrikalegri stöðu og peði undir. Sjálfur orðaði hann það svo að jafnvel mamma hans hefði séð hversu slæm staðan var!! Jóhanna kom um svipað leyti hún tefldi við rúmlega 1900 stiga stelpu frá Georgíu. Var með góða stöðu framan af en fékk svo á sig fórn sem hún tapaði tveimur peðum á og eftir það var lítið í stöðunni annað en tap. Elsa átti slæman leik mest allann tímann og endaði í tapi. Svanberg kom í sigurvímu inn og nú kominn með 1,5 vinning og því jafn Hjörvari. Hin þrjú eru enn að og síðustu fregnir herma að Hallgerður hafi ágæta stöðu en ekki er vitað um Sverri eða Dag.

Með kveðju frá Íslandstorgi,
Edda


Þriðjudagur 20. nóvember

Best að nota tækifærið meðan ég er enn tengd. Hér hefur verið frekar erfitt að tengjast íslenskum síðum og þar af leiðandi erfitt að koma p istlum áleiðis. Bragi kom til Antalya í nótt og hefur því gripið inn í þjálfunina í dag. Þjálfararnir hafa vart litið upp frá skákborðunum enda stöðugt rennirí inn til þeirra en þeir reyna að gefa hverju barni amk klukkustund fyrir hverja umferð. Á kvöldin er farið yfir allar skákir svo lítill tími hefur gefist til þess að bíða eftir tengingu við Íslandssíður til þess að koma skýringum áleiðs. Ég hef séð að margir bíða óþreyjufullir eftir skrifum frá okkar mönnum en þið verðið að þrauka því okkar menn eru mjög uppteknir við undirbúning og þjálfun.

Það er gaman að fylgjast með Hildi því hún er farin að hugsa eins og eldri krakkarnir. Í gærkvöldi varpaði pabbi hennar því fram að hún skildi nota ítalska leikinn í dag og þá kom hennar svar: "En hvað ef hún beitir rússneskri vörn?" En engu að síður er búið að stúdera ítalska leikinn og vonum við allt hið besta!

Eftir morgunmatinn í morgun voru margir af okkar hóp sem skelltu sér í ræktina og tóku aðeins á því. Hrund hljóp eins og hún væri með skrattann á hælum sér og gaf móður sinni ekkert eftir. Við hjónin tókum á lóðunum og Jóhanna Björg fékk að taka í með okkur. Eitthvað fréttist af Hjördísi sem amk sagðist ætla að prufa salinn.

Nú er 3. umferð hafin og hafa krakkarnir verið dugleg við undirbúninginn. Ég er ekki viss við hverja hver og einn er að tefla en Jóhanna er með hvítt á móti stelpu frá Georgiu með rúm nítjánhundruð stig og Hildur teflir ítalska leikinn við snót frá Tyrklandi. Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að nýta tímann eins vel og í gær. Einbeita sér vel en jafnframt hafa gaman af. Ef það er haft í fyrirrúmi eru ávallt meiri líkur á árangri.

Nú fyrir þá sem eru ótrúlega klárir í að þefa upp skákupplýsingar þá held ég að það sé hægt að skoða allar skákirnar eftir hverja umferð í netinu. Annars er ég að gera mitt besta með að miðla niðurstöðum en það virðist langerfiðast að koma upplýsingum áleiðis seinna á daginn eða um það leyti þegar umferðirnar eru að klárast.

Biðjum að heilsa heim
Edda í Tyrklandi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband