19.6.2008 | 20:41
....með skotvopn á æfingu í Sporthúsinu í morgun!
Í dag gerðist kraftaverk! Nei ég er ekki ólétt af strák sem betur fer.... Nei hún Hildur mætti á æfingu. Hún hélt að henni yrði sýnd einhver vægð eða miskun vegna þess að hún sinnir veikum en HALLÓ! hún hefur nú komið áður á æfingu með mér og ég get ekki með nokkru móti skilið hvers vegna ég ætti að sýna einhverja miskun þótt hún hafi varla mætt í 2 mánuði.
Æfing dagsins var:
50 uppsetur
50 tvöföld sipp
50 uppsetur
50 dauðagönguskref (hné í gólf og gengið áfram)
50 uppsetur
50 Burpees (hinar frábæru forskahoppsarmbeygjur)
50 uppsetur
Og tíminn var: 23:32 sem er bara nokkuð gott hjá ennþá 36 ára mömmu með harðsperrur dauðans! Hildur þjáðist. Hún slapp samt ekki þegar hún vildi ólm gefast upp í armbeygjunum en ég náði að tala hana í gegnum síðustu 36 þar sem Reynir fylgdist strangt með henni meðan ég var að klára mínar. Eitthvað var hún að tuða um hríðskotabyssu sem við fengjum öll að finna fyrir ef hún hefði eina slíka við hendina. Minnir mig bara á það að það er skynsamlegt að æfa þrek án skotvopna . Annars væri smart að lesa fyrirsögnina í mogganum: Tveggja barna móðir mætti með skotvopn á æfingu í Sporthúsinu í morgun!!! En húsmóðirinn úr Grafarvoginum náði að klára æfinguna án frekari vandkvæða þegar burpeesinum var lokið. Eitthvað hafði hún mistalið sippinn svo æfingin var ekki alveg eins og hún átti að vera en Hildur stóð sig frábærlega og ef hún mætir á morgun þá fær hún stórt knús (ef hún kemur ekki vopnuð!).
Að sjálfsögðu lagðist ég ekki í sófann þegar ég kom heim enda þurfti að sinna börnum og búi. Þvotturinn endalausi og svo að skutla háöldruðum foreldrum mínum út á flugvöll en þau eru á leið til Frakklands í brúðkaupið hennar Rósu frænku. Við tók að slá grasið í garðinum og vökva allar nýju plönturnar. Væri geðveikt til í að fara snemma að sofa og fara svo í útilegu á morgun. En spurning hvort það viðri til ferðalaga í 100km radíus frá Kópavoginum. Þarf eina nótt í viðbót til þess að koma nóttinni í fellihýsinu niður fyrir hundraðþúsundkallinn! En það er ekkert vandamál því útilegur eru mjög skemmtilegar og er stefnt að því að vera mikið á ferðinni í sumar. Okkur langar að skoða allt landið strax en verðum kannski að hemja okkur pínulítið eða hvað?
Svo er það myndin hér til vinstri. Er ekki komin tími til að skipta út myndinni? Þessar ágætu bollukinnar hafa gefið eftir og sennilega er ég eitthvað hressilegri að sjá en á þessari annars ágætu mynd síðan um jólin
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
2 pælingar, tvöföld sipp... er það með sippubandi? , Burpees, uuu er það armbeygja og froskahopp?
Nei ég er ekki að prófa... ég hugsa þetta bara og lifi í voninni að ég þurfi ekki að gifta mig í Byko sirkústjaldi
Þú færð póstinn fljótlega og bið að heilsa ef Ísbjörninn 3. kíkir við hjá ykkur og í guðanna bænum ekki grípa til byssunnar þá...
Erum með hugann í Frakklandi var einmitt hrædd um að foreldrar þínir hefðu tekið sólina með sér... en sem betur fer þá rættist heldur betur úr því
knúsen Ásta
Ásta Kristín Svavars (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 21:03
Sko! Tvöföld sipp eru gerð með sippubandi. Það er bara talið ef bandið fer tvisvar sinnum undir fæturnar í einu hoppi! Nú reyndar líka ef maður reynir það en tekst ekki
sem betur fer því annars væri ég heila eilífð að merja þetta í gegn.
Burpees er þannig að maður fer niður í froskastöðu, hoppar létt í stöðunni og spyrnir fótunum aftur og þá er maður komin í armbeygjustöðu, svo gerir maður eina armbeygju og hoppar svo fótunum aftur í froskastöðu og hoppar svo aftur upp standandi! Og þá getur maður talið EINN
Nú og þar sem ég sjálf keyrði Ma og Pa út á flugvöll sá ég fyrir því að sólin yrði skilin eftir í höfuðborginni. Þú getur sem sagt þakkað mér þetta góðviðri sem hefur verið að umlykja okkur undanfarið.
Edda Sveinsdóttir, 26.6.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.