Fight Gone Bad

Það kom að því að nettengingin kæmist í lag. Eftir tengisvelti frá því á föstudagskvöld er ég loksins búin að tengja saman vírana eftir langt "samtal" við Tal gaurinn! Það var reyndar ekki fyrr en á mánudagskvöldið að ég fattaði hvað var raunverulega að. Jú sjáið til "ráderinn" hefur sum sé tilhneygingu til þess að ofhitna Crying og þar með var hann úr leik. Nú er nýr komin í staðinn og allt að falla í sínar skorður.

En þrátt fyrir að hafa ekki verið nettengd hef ég að sjálfsögðu verið sönn mínu crossfitplani og tekið æfingu dagsins afar alvarlega. Tommi er líka komin á fullt í þetta með mér og mætir ákafur á hverja æfingu þar sem allt er keyrt í botn! Síðasta vika var mjög heavy í upphífingum og ekki laust við að við hjónin höfum lent í vandræðum með að rétta yfir matarborðið þar sem það var bísna erfitt orðið að rétta vel úr handleggjunum!! Þetta er nú allt að lagast en áfram heldur puðið. Á mánudaginn var æfingin frekar þægileg þrátt fyrir að mér finnist nú ekki beint gaman að hlaupa! 5km hlaup á jafnsléttu rak okkur Tomma ásamt Reyni hettumanni út á hlaupabrautina á nýa vellinum við hliðina á Sporthúsinu. Það var alveg nýtt fyrir mig sem hef ALDREI hlaupið markvisst undir berum himni hvað þá á alvöru hlaupabraut. Strákarnir mörðu þetta á 20+ (12,5 hringir) en ég hætti eftir 25 eftir 7,5 hring þar sem bölvaður fóturinn var síkvartandi og orsakaði það að ég þurfti að ganga rösklega um það bil helminginn í hverjum hring eftir fyrstu 3. Shit happens! Svo fórum við aftur inn og æfðum clean tæknina undir góðri handleiðslu Reynsa. Erum orðin bísna góð finnst mér! Þriðjudagsæfingin var ekki síður skemmtileg þar sem lyftingar eru nú orðið í miklu uppáhaldi hjá mér. Æfðum snöruna í rúman klukkutíma og svei mér þá ef ég er ekki bara að ná samhæfingunni Cool. Ég var reyndar ekki að ná þessu með þyngra en 20kg minnir mig en stóð mig helv... vel. Í gær var það svo "fight gone bad" eins og það heitir á frummálinu! Þokkalegur vibbi en bara gaman. Mættum frekar mörg um 9 leitið og tókum saman æfinguna:

Three rounds of:
Wall-ball, 20 pound ball, 10 ft target (Reps) [Hnébeygja og henda 10kg bolta 3m upp á vegg]
Sumo deadlift high-pull, 75 pounds (Reps)  [Tog frá gólfi upp að öxlum, 35kg] ég tók 20kg
Box Jump, 20" box (Reps)  [Hoppa upp á 51cm kassa]
Push-press, 75 pounds (Reps)  [Axlapressa með fótahreyfingu, 35kg] ég tók 20kg
Row (Calories) [Róðravél]

Þessa æfingu gerðum við í þremur lotum þ.e. 1 mínúta hver æfing (og talið) og 1 mínútna pása eftir hverja lotu. Kvöl og pína í 5 langar mínútur og pása 1 mín og svo áfram.

Tær snilld. Var gjörsamlega að smjöri eftir þetta og var strax þakklát fyrir það að í dag er frídagur W00t. Tommi stóð sig geðveikt vel enda er ekki hægt að gefa ögn eftir þegar við erum að æfa saman! Þarna finnur maður heldur betur veikleika sína sem í Tomma tilfelli er þolið frekar en styrkurinn. Það sama má segja um mig en ég hef smá forskot... Okkur langar mjög að fara á Esjuna í kvöld á sjálfum hvíldardeginum en nú er spurning um pössun þar sem Jóhanna Björg er að fara að tefla um laust sæti í ólympíusveit 16 ára og yngri sem fer til Tyrklands í ágúst! Afar spennandi og vonumst við svo sannarlega til þess að hún nái að vinna Aron Ellert ('92) með stæl í kvöld svo hún geti skellt sér aftur til Tyrklands. Nú ef einhver er til í að passa eða bara koma með þá er ekkert annað en að hafa samband.....

Eftir æfinguna í gær var ekki verið að setja tærnar upp í loft og slaka á - aldeilis ekki. Hildur Berglind ofurSkjólsalagella átti 9 ára afmæli í gær og hélt fjölskylduboð kl. 17. Svo það var lítið annað að gera en að bruna í smá útréttingar eftir æfinguna og svo beint í afmælisundirbúning. Þetta rétt slapp þar sem ég lagði lokahendina á Hello Kitty kökuna 15 mín fyrir fimm. Fullt af gestum og frábærara gjafir. Æðislegt veður og nóg að borða. Alsæl Hildur með fullt af nýju Petshopi fór seint að sofa eftir langan og skemmtilegan dag. Mamman var hins vegar dauð um tíuleytið þegar var búið að ganga þokkalega frá. Slumpaðist yfir einhverju í sjónvarpinu sem ég man ekki einu sinni hvað var og fór svo dauðþreytt að sofa. Í dag er svo bara meiri sól sem ég algjörlega farin að venjast og tel mig ekki vilja vera án - svo nú treysti ég því að ég nái í sól í útilegu um helgina!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband