Leti dagsins......

Mikið rosalega er gaman á æfingum þessa dagana! Hver puðæfingin á fætur annarri og hver annarri skemmtilegri! Í gær mætti ég samviskusamlega ásamt Tomma og hittum við að sjálfsögðu Leif, Jósep og Gumma. Æfing dagsins var bekkpressa lyfta líkamsþyngd og síðan upphífingar. Þarna átti maður að lyfta eins oft og við gætum (án þess að pása eða snerta gólf í upphífingum) og taka 5 lotur en hvíla vel á milli. Ég var ekki í neinu megastuði eða hálf þreytt og drusluleg eftir helgina svo ég ætlaði að reyna við 50 kg (hef mest tekið 55kg) í staðin fyrir þessi 59 kg sem vigtin upplýsti mig um í morgun. Gekk EKKI! Það fauk nett í mig en ég tók þá 40kg í staðinn og náði þó nokkrum lyftum í hverri lotu. Hins vegar verður að viðurkennast að upphífingar strax á eftir eru ansi erfiðar svo ég náði aðeins 2 í einu í hverri lotu. Þegar ég kom heim var ég hálf löt svo ég ryksugaði og skúraði efri hæðina og þvoði bara 3 þvottavélar Blush Sinnti elskulegum börnunum mínum, tæmdi kerruna af timbrinu sem við höfðum hrúgað þar á fyrir götugrillið um daginn og eldaði svo tortillur í kvöldmatinn. Jebb hálf löt eitthvað. Þegar yngri helmingurinn var komin í rúmið fór ég út í garð og horfði yfir sandkassann og þessi örfáu handtök sem eftir eru í lóðinni. Sagði við Tomma að ég eiginlega nennti þessu ekki, tók af mér hanskana, skreið inn og hrundi í sófann - ahhhhhh Sideways

Ég var ekki alveg svona löt í morgun og varð hin sprækasta þegar ég skoðaði æfingu dagsins enda aðeins vika þar til ég á afmæli!
Axlarpressa 1 lyfta x 5 lotur
Push press 3 lyftur x 5 lotur ( axlarpressa með fótaspyrnu)
Push jerk 5 lyftur x 5 lotur  ( veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta en maður heldur stönginni og sprengir upp með nettri hnébeygju)
Er ekki alveg viss hvernig þyngdirnar voru þar sem Leifur tók að sér að documentera þyngdirnar en ég veit að ég náði 30-30-35-37,5-40kg í push jerk og var geðveikt ánægð með það hvernig ég keyrði í gegn. Þetta er mikil tækni og hef ég tilhneigingu til þess að nota vöðvakraftinn eingöngu en nýta mér ekki sprengikraftinn frá fótunum. Í restina var ég að ná mun betri tökum á fótakraftinum og kom þessum 40kg flott upp W00t. Verð hins vegar að viðurkenna að ég er alveg búin eftir þessa æfingu og geri ráð fyrir góðum harðsperrum á morgun......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Nei sko!  Rakst á þig hér á forsíðu á Moggablogginu.  Þetta er ekkert smáræði sem þú ert að gera í ræktinni! 

Kveðja, Þórdís nágranni.

Þórdís Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Edda Sveinsdóttir

Velkomin á síðuna kæri nágranni . Og takk fyrir að gerast bloggvinur! Ekki vissi ég að Hulda Ólafía væri í tónlistarnámi (píanó?)- verður að segja mér betur frá því við tækifæri

Edda Sveinsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Mér vitanlega er hún ekki í píanónámi!  Það eru hins vegar margir sem spila á píanó í móðurfjölskyldunni, sérstaklega hennar mörgu frænkur og pabbi minn er píanóleikari.  En hún er reyndar á biðlista að komast inn hjá Tónstofu Valgerðar sem hefur mikið unnið með fötluðum börnum og Hulda hefur sýnt merki þess að vera lagvís.

Þórdís Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 820

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband