Úr Húsafelli í Sporthúsið

Eftir frábæra útilegu í Húsafelli um helgina með Sigga, Hildi og börnum var komið að því að mæta aftur á æfingu í gærmorgun. Ég get nú ekki annað en viðurkennt að ég hafi vaknað með bros á vör eftir sólina og góða veðrið í sveitinni enda hóf ég daginn á því að syngja fyrir sjálfa migLoL Það skýrist nú af því að venjulega er það ég sem fer fyrst á fætur þegar aðrir í fjölskyldunni eiga hátíðisdag og kem færandi hendi og vek mína með afmælissöng. Í gær var það enn og aftur ég sem var fyrst á fætur nema hvað að Tommi var að sjálfsögðu löngu farinn í vinnuna! Elín Edda kom fljótlega og tók undir og síðan Þórdís. Hinar tvær voru tregari Errm. Ég er hins vegar alveg jafnmikið afmælisbarn og öll önnur börn. Ég var farin að láta mér hlakka til fyrir viku síðan. Ekki svo að skilja að ég haldi miklar afmælisveislur heldur finnst mér bara gaman að einn dagur snúist um mig og bara mig! En þótt ég hafi átt afmæli skyldi æfing dagsins vera í forgangi fyrir unaðslegum morgunmat í rúmið (sem hefur ekki enn orðið að morgni afmælisdag). Ég skellti mér því í gallann og dró dæturnar með út í bíl og hitti eiginmanninn og hina æfingafélagana, Leif og Reyni í Sporthúsinu rétt um kl.11. Æfing gærdagsins var 30 x squat clean and jerk með 70kg á tíma. Þetta er réttstaða (með hnébeygju og síðan (jerk) er stönginni vippað uppfyrir og rétt úr örmum. Ég legg mikla áherslu á að ná tækninni sem best enda mikilvægt með tilliti til baks og mjaðma. Og er kannski rétt að taka það fram að síðan ég byrjaði að æfa þetta hef ég ekki fundið til í baki einu sinni!!!

Jæja æfingin var tekin með 32,5kg og náði ég að klára á 11:25 (minnir mig). Tommi tók 45kg og kláraði á 10:06. Jóhanna kom með á þessa formlegu crossfit æfingu en var látin taka 500m róður og 25 wallball (með þungan bolta í vegg og hnébeygja á milli). Hún lauk æfingunni á 7:46.

Restin af deginum var frábær! Við Tommi fórum í bíltúr og komum við í KM búðinni þar sem eiginmaðurinn sýndi takmarkalausa þolinmæði og áhuga á öllu sem ég mátaði Grin. Síðan sóttum við okkur eðalsushi í sushismiðjuna og fórum heim að sinna börnum og búi. Um kvöldið nutum við svo sushisins og opnuðum eina hvíta. Tengdaforeldrarnir duttu svo inn seint um síðir og færðu fyrstu tengdadótturinni yndislegt gjafakort í dekur í Mecca Spa  - augljóst að þau vissu nákvæmlega hvað ég yrði ánægð Smile. Ég held að ég hafi enn verið með súkkulaðikrem í munnvikunum þegar ég sofnaði alsæl í gærkvöldi eftir góðan afmælisdag....

Í morgun kom svo sjokkið! Nú skildi borga fyrir súkkulaðikökuna Devil. Wod-ið kom skemmtilega á óvart þegar ég mætti í morgun. Hélt reyndar að strákarnir væru að djóka þegar þeir upplýstu mig um æfinguna en fljótlega kom í ljós að ekki væri um djók að ræða.
8. júli WOD:

100 upphífur (ég verð að hoppa stórann hluta af þessu)
100 armbeygjur (brjóst alveg niður í gólf)
100 uppsetur (hælar í gólf og sest alveg upp, axlir í gólf á milli)
100 hnébeygjur (að sjálfsögðu niður fyrir 90°)
BARA EIN LOTA á tíma!

Ég komst að því að það er ekki sniðugt að vera sú síðasta að fara af stað í æfinguna því þá hefur maður alltof langan tíma til þess að safna upp kvíða. Augljóslega gerist það þegar maður sér hvað hörðustu jálkar eiga erfitt með þetta. Meira að segja sjálfur ofurgarpurinn Jósep júdókappi var pungsveittur og blótandi. Hins vegar skal taka það fram að sensei Reynir lét ekki sjá sig og hefur enn ekki gefið skýringu á því! Mikið djö... var erfitt að taka armbeygjurnar strax á eftir upphífunum. En ég tók 5 og 5 upphífur í einu. 10 og 10 armbeygjur og síðan 5 og 5 síðustu 50. Uppseturnar tók ég í svipuðum lotum en hnébeygjurnar ýmist 20 eða 15. Lauk á alveg ágætum tíma 26:30. Tommi stóð sig líka afar vel og lauk á 31:25 en hann hafði meira fyrir upphífunum þar sem ég hafði hærri pall undir mér.  Jóhanna stóð sig líka mjög vel því hún tók þessa æfingu með 20 repsum í stað 100. Fékk smá púss undir fæturnar í seinni 10 upphífingunum. Armbeygjur á hnjánum. Uppsetur með fætur á kassa 90° en er þó býsna langt frá því að ná olnbogum að lærum. En hnébeygjurnar voru mjög fínar hjá henni enda hefur hún verið dugleg að æfa þær heima.  Tíminn hennar var 10:26.

Ég var eins og dauð rolla þegar ég kom heim eftir æfinguna og varð að treysta á frumburðinn til þess að gefa mér að borða þar sem ég stóð varla í lappirnar. Nú er bara að skipta um í vélunum þ.e. þvottavélinni og þurrkaranum og skella sér svo út í góða veðrið og pússa upp pallinn fyrir fúavörnina! Hann er nú ekki nema 150fm Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku duglega dúllan mín,

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í GÆR!!!

Bestu kveðjur úr þokunni og kuldanum á Höfn. 

Ásgerður (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 20:24

2 identicon

Takk elsku Ásgerður mín

Afmælið mitt var að vísu þann sjöunda en ég skil vel að það týnist í þokunni þarna fyrir austan. Við sitjum nú frekar súr yfir veðurspánni þar sem dagurinn í dag er sennilega sá síðasti í sumar! Það er nú eiginlega búin að vera sól síðan í lok maí hér í Kópavogi og svo bara alls staðar þar sem við höfum tjaldað! Planið var að fara í svona 10 daga ferð nú um helgina en veðrið er bara frekar lúið á öllu landinu svo maður kemst líklega ekki hjá því að blotna eitthvað smá

Edda (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 16:26

3 identicon

Elsku afmælisstelpa Til hamingju með daginn aftur! Mikið er ég sammála þér með afmæli það er gaman að eiga afmæli. Ég hlakka einmitt líka til þess dags að fjölskyldumeðlimir vakni á undan mér á afmælinu MÍNU og fari og geri morgunmatinn klárann. Og þó þeir vakni á eftir mér þá amk þegar þeir fara á fætur á undan mér án þess að ég skipi svo um!  Ég get ekki hugsað mér að fara í verkfall þegar eitthvert þeirra á afmæli en mikið vildi ég að verkfallinu væri nú lokið næst þegar VIÐ eigum afmæli!!  þarf að fara að útskýra þetta "það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra"! Veit nefnilega að þau vilja athygli á sínu afmæli...

kv. og haltu áfram að vera svona dugleg.

Ásta Kristín Svavarsd. (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:49

4 identicon

Til hamingju með afmælið Edda mín :)

Þú ert ekkert smá dugleg í WOD-inu.... :)

Soffía (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 820

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband