Komin tími til!

Elín Edda á ströndinni við SkarðsvíkEkki svo að skilja að ég hafi verið löt að undanförnu. Ónei og alls ekki. Er búin að hamast í crossfitinu milli þess sem við fjölskyldan höfum ferðast í útilegum. Við fórum í vikuferð með fellihýsið í eftirdragi. Fórum af stað á þriðjudaginn í síðustu viku og keyrðum á Stykkishólm þar sem veður var fallegt líkt og staðurinn. Ekki vorum við jafnhrifin af tjaldstæðinu svo við byrgðum okkur upp í Bónusverslun svæðisins (sem nb selur bara dagsgömul brauð og ýmsar vörur mun dýrari en í Kópavoginum) en í smá pirringi fyrir utan búðina þar sem við vorum í vanda vegna næturstaðs, renndi upp að okkur skítugasti bíllinn á Snæfellsnesinu og þótt víðar væri leitað. Í þessum bíl var gamall virkjanavinnufélagi Tomma (JóaWink) Góli og konan hans Maggý ofur jaðaríþróttakona. Þau buðu okkur að gista á landinu þeirra sem er í landi Mávahlíðar milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Og þvílík náttúrufegurð! Þar var ekkert klósett og ekkert vatn nema í lækjunum og þaðan af síður hávaði frá fólki á tjaldsvæðum. Þarna voru krækiberjalyngin troðin af risastórum berjum sem kom til góða því Þórdís sat á lyngunum og týndi upp í sig berin enda borðar hún almennt ekki mat! Við fórum í frábæran bíltúr kringum jökulinn og þræddum náttúruperlurnar. Besti staðurinn sem við fundum í þessari bílferð var án efa ströndin í Skarðsvík við Öndverðarnes sem er gullin strönd eins og í Baywatch. Þar var tilvalið að skella sér í armbeygjukeppni sem upphaflega áttu að vera 200 kvikindi en endaði í 100 enda gerðar miklar kröfur á gæði hverrar armbeygju. Ég rétt marði að vinna og náði því á hálfri mínútu rétt undir 5 mín.

c_gogn_myndir_2008_juli_picture_083.jpg

Eftir tvær nætur hjá Góla og Maggý var ferðinni heitið í Bjarkarlund þar sem við hittum tengdafjölskylduna og gistum þar saman í góðu stuði til föstudags. Þá var öllu pakkað saman að nýju og haldið þangað sem vegurinn endar. Bæjir á Snæfjallaströnd var áfangastaðurinn en þar fór fram ættarmótið hans Tomma. Það verður að viðurkennast að Pétur dreifbýlistútta hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að vestfirðir væru fallegasti staður á jörðu (hann átti þá reynar við Tálknafjörð) en Bæjir eru staðsettir í Ísafjarðardjúpi og var veðrið algjörlega fullkomið þar sem var sól og algjör stilla og við gátum horft þvert yfir djúpið, yfir á Hnífsdal og Bolungarvík. Á sunnudaginn var svo enn og aftur pakkað saman og ferðinni heitið á Hólmavík þar sem allir skelltu sér í sund og nutu lífsins. Okkur fannst þó tilvalið að keyra aðeins lengra og fórum á Drangsnes sem er afar krúttlegur bær. Á mánudagsmorgni lögðum við svo af stað upp eftir ströndinni og ætlunin að heimsækja Hrafn Jökulsson á Trékyllisvík og taka nokkrar skákir. Ekki fór nú betur en svo að fljótlega eyðilögðum við dekk á bílnum og sáum okkur ekki fært á að halda áfram á frekar slæmum vegi á varadekkinu einu saman svo það var lítið annað í stöðunni en að pakka saman og halda heim á leið. Það var þreyttur en afar ánægður Skjólsalahópur sem kom heim um kl. 1 aðfararnótt þriðjudags.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Við fórum einmitt á Vestfirði í fyrra og það var í fyrsta sinn fyrir okkur öll.  Ótrúlega fallegur staður og það stóð víst til að fara aftur í sumar en gekk ekki eftir því það reyndist svo erfitt að aðskilja eiginmanninn frá vinnunni.  Bíður betri tíma.

Þórdís Guðmundsdóttir, 1.8.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 820

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband