Filthy Fifty eða skítugar fimmtíu var æfing dagsins

Um helgina var ein æfing sem skaraði framúr sem ofur hryllingsæfing og þegar maður þarf að vinna niður ferðasukkið, grillmatinn og allan lakkrísinn þá er tilvalið að sleppa wodi dagsins og taka það sem er mest krefjandi. Í dag tókum við sem sagt Filthy fifty! Þessar skítugu fimmtíu æfingar sem við gerðum tóku úr okkur allan mátt og hefur dagurinn verið hinn rólegasti eða svona hér um bil.

Filthy Fifty:
50 kassahopp á 60 cm kassa
(jafnfætis hopp upp á kassann og rétt úr sér, mjöðmum skotið fram)
50 upphífur, gerðar með hoppi
50 ketilbjöllusveiflur með 16kg
50 dauðagönguskref
(framstig og aftara hné strýkur jörðu)
50 hné í olnboga (hangið í upphífustöng og hnjám lyft að olnboga -eða eins langt og maður nær!
50 push press (20kg stöng þrýst upp frá öxlum og hnébeygjur notaðar til að sprengja upp)
50 bakfettur
50 wall ball m. 10kg bolta
(bolta hent upp á vegg, gripin í hnébeygju og kastað þegar rétt er úr aftur)
50 burpees (hryllingsarmbeygjurnar þar sem farið er niður í froskastöðu, spynnt aftur og gerð armbeygja, aftur í froskastöðu og hoppað upp og klappað - ógeð enda flöskuháls á flestum)
50 tvöföld sipp
Og að sjálfsögðu er æfing gerð á tíma Devil

Jebb þetta var nett ógeð en hrikalega gaman og sennilega óhætt að segja að Þrekmeistarinn er bara eins og eftirréttur í samanburði við þetta. Ég sá reyndar fljótlega að 60 cm kassi reyndist mér þrándur í götu þar sem hann náði mér vel upp fyrir mið læri svo ég fann sambærilega hæð fyrir mig og 60cm voru fyrir strákana. Það voru 3 æfingapallar en strákarnir voru með 4. Ég notaði 4-5kg bolta í wallball en að öðru leyti tók ég sömu þyngdir og strákarnir. Þetta var vel þolanlegt fram að burpeesinu en það er hrikalega erfitt að taka 10 svoleiðis - hvað þá fimmtíu kvikindi! Þær tóku sennilega lengstan tíma hjá mér en ég reyndi að taka alltaf 5 og 5 og þessu lauk á endanum. Tommi átti í smá basli með burpeesin þar sem hann náði að klára síðasta sykurforðan í veggboltanum en lauk þessu með glæsibrag þegar hann keyrði fagmannlega gegnum sippið en við bæði skiptum tvöfalda sippinu út fyrir 150 venjuleg sipp og voru þau mun erfiðari en 50 tvöföld sipp á góðum degi. Tíminn: Edda: 34:35 og Tommi: 39:30

Jóhanna og Hildur ákváðu að taka vel á því og taka Filthy ten eða sömu æfingu og við nema 10 reps af hverju - þó reyndar 20 venjuleg sipp í endann. Báðar keyrðu þær rosalega vel í gegnum þrautina og erum við öll sammála um að þær hefðu getað klára 20 reps með glæsibrag. Hildur notaði létta (body pump) stöng í push press og körfuboltan í veggboltanum. Hennar tími var 8:22. Jóhanna notaði 12,5kg stöng og sama bolta og ég. Hennar tími var 10:26. Jóhanna er farin að sýna framfarir og áhuginn leynir sér ekki. Hún er nú þegar farin að plana hvernig hún getur komið inn crossfitinu í vetrarplanið enda augljóst að henni lýður mjög vel í betra formi.

Við höfum verið býsna drusluleg í dag endan örmagna eftir æfinguna. Þó skelltum við okkur í lazer tag með æfingahópnum sem var hrikalega gaman. Sund og pizza og nú er maður bara að verða reddý fyrir æfingu morgundagsins en stefnt er að taka Fran í fyrramálið og gera það á enn betri tíma en síðast!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djösans sem þú ert dugleg kona! og fjölskyldan að fara í útilegur! Bara öfunda ykkur smávegis! Heyrumst og sjáumst í næstu viku:)

Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 11:40

2 identicon

Hæ skvísa... Datt inn á þig hér, ekki nema von að maður sjái þig aldrei...  Mér verður nú bara illt í "framtíðarplönunum"....  og ég sem held að ég sé alltaf svo dugleg í Nautillus...  nota bene sem ég náttúrulega ER ;-)  Það versta að ég er náttúrulega líka stór stúlka og dugleg að borða matinn minn ;-)

Gangi þér vel skvísa, Kv. Helga í tvistinum

Helga granni... ;-) (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 820

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband