Sæludagar í Vatnaskógi 2008

Jú ég er víst enn á lífi! Meira að segja mamma er farin að kvarta yfir engum skrifum hér á síðuna. En mamma þú getur bara hringt og spurt mig frétta LoL

Annars er allt búið að vera á fullu hér í Skjólsölunum enda skilst mér að við séum búin að fara í skrilljón útilegur í sumar! Við eyddum verslunarmannahelginni á útihátið með börnin eins og sannir íslendingar! Maður er jú ekki maður með mönnum nema pakka sér í töskur, fara í bónus og tengja vagninn aftur í bílinn og koma sér úr bænum þessa miklu ferðahelgi. Eins og í fyrra var förinni heitið á Sæludaga í Vatnaskógi. Í fjölskyldunni er jú enn skógarmaður og amk tvær skógameyjar sem hafa fylgt föður sínum í feðginaflokkinn sem haldin er á vorin. Í Vatnaskógi var yndislegt veður og mikið fjölmenni. Bókstaflega tjaldað í fanginu á næsta manni! Það kom alls ekki að sök þar sem allir gestir voru í sömu erindagjörðum, njóta helgarinnar með börnunum! Skemmtiatriðin voru í alla staði frábær enda mætti kóngurinn sjálfur, maðurinn úr Kjósinni og söng "Stál og hnífur" af svo mikilli innlifun að þakið ætlaði að rifna af íþróttahúsinu. Hvert einasta barn söng með og flestir pabbar líka. Pétur Ben er fastagestur í Skóginum enda skógarmaður í húð og hár. Svo kom að því sem beðið hafði verið eftir í allan vetur - sjálf hæfileikakeppnin. En það er "keppni" eða öllu heldur sýning þar sem börnin koma fram. Flest þeirra syngja skemmtileg lög, ýmist úr leikskólanum eða popplög. Sum dansa og einhver sýna töfrabrögð. Yngsti þátttakandinn í ár var aðeins rétt rúmlega tveggja ára og söng "sól sól skín á mig" ásamt fjögurra ára systur sinni. Það voru millistykkin mín sem voru fulltrúar Skjólsalafjölskyldunnar í ár en sú yngri (4 ára) söng hátt, snjallt og mjög skýrt um Maju Maríuhænu við góðar undirtektir í salnum. Hildur Berglind 9 ára var hins vegar meðlimur í Skógarbandinu en það band tók lagið "Vatnaskógur" (This is my life) með sumsé íslenskum texta. Voru búningar og reykur og sprengjur í atriðinu sem vakti verulega lukku enda súper taktur sem vakti meiri viðbrögð í salnum en ofannefnt atriði Bubba http://www.flickr.com/photos/hagmynd/2741274919/  Það kom því ekki svo rosalega á óvart þegar Skógarbandið var beðið um að endurtaka atriðið á kvöldvökunni á sunnudagskvöldinu. Annars var Björgvin Frans Gíslason kynnir á þessari skemmtilegu kvöldvöku og er óhætt að segja að sá drengur er tær snilld! Jebb helgin fór sumsé friðsamlega fram í góðu veðri og með skemmtilegu fólki.

Um síðustu helgi var svo komið að frú Eddu að sanna sig þar sem ég fékk þann heiður að stýra brúðkaupsveislunni hans Árna frænda og hans frú Ástu. Þetta var hrikalega gaman og er ég ógeðstolt af þessu verkefni. Eins og ég geri gjarnan þá sekk ég á bólakaf í það sem ég hef gaman af og ánægju enda hef ég þá tilhneigingu að vilja gera hlutina 160%. Það sem gerði brúðkaupið svona skemmtilegt var hve margir lögðu sitt af mörkum og komu með skemmtilegar ræður og uppákomur. Eftir að dagskránni lauk formlega voru dregnir fram gítarar og söngheftir og var sungið langt fram eftir nóttu. Sjálfur brúðguminn sem er besti píanóleikari í heimi spilaði undir við söng systra sinna sem gjörsamlega áttu salinn á tímabili. Frábært brúðkaup sem mun seint ef nokkurn tíman gleymast!

Þessa dagana er ég svo með hugan við ræktina þar sem ég mun verða aðstoðarþjálfari í CrossFit námskeiði sem verður haldið í vetur í Sporthúsinu. Þetta er hrikalega spennandi verkefni sem á víst hug minn allan! Ég mun kynna námskeiðið nánar hér á síðunni á næstunni en fyrir þá sem hafa brennandi áhuga og geta ekki beðið, geta kíkt á bráðabyrgðasíðuna okkar og kynnt sér af hverju CrossFit er svona frábært W00t  http://crossfitisland.blogcentral.is/ Það sem er kannski  pínulítið skerí við þetta er að eitt námskeiðið mun fara fram á nóttunni eða kl. 6:15 Sleeping  sem gæti þýtt að Tommi verður að kyssa mig góða nótt svona um kl. 23 á kvöldin eða jafnvel fyrr. Nema þetta verði veturinn sem ég minnka svefnþörfina........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Edda, Við mæðgurnar þökkum þér kærlega fyrir kaffið og allar kökurna að ég tali ekki um rækjusallatið í gær hjá þér. Alltaf kökur og kaffi á könnunni hjá þér og gott að líta til þín öðru hvoru.

 biðjum kærlega að heilsa -öllum

Anna og Ingveldur (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 11:06

2 identicon

Hæ ofurhetja! Ég skemmti mér sko líka í brúðkaupinu svo vel að ég segi að þetta sé skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef komið í  Ekki verra að það var mitt eigið!!    Þú átt sko stórann heiður af því frú Edda! Þökkum enn og aftur fyrir okkur. kv. Ásta

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 12:43

3 identicon

Vó mamma! Ekki viss um að upplýsingar um rækjusalat og heimabakstur sé viðeigandi í framhaldi af crossfitþjálfunarumræðunni . En svona svo það sé á hreinu þá var um að ræða afar hollt og gott rækjusalat og gulrótarköku bakaða frá grunni í Skjólsalaeldhúsinu... híhíhhí

Takk enn og aftur Ásta mín. Ég er ennþá syngjandi og bíð eftir myndum frá pabba sem segist hafa tekið amk 400

Edda (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 820

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband