Hópefli unglingalandsliðsins í Skák

Íslenska unglingalandsliðið sem er á leið á evrópumótið í Svartfjallalandi um miðjan september kom saman í dag í Sporthúsinu í Kópavogi. Tilefnið var liður í hópeflingu liðsins en það er ekki síður mikilvægt að styrkja liðsandann þótt keppt sé á einstaklingsmóti. Má segja að þetta hafi að hluta til verið óvissuferð því þau vissu minnst um það sem framundan var.

Með krökkunum mættu þeir Davíð Ólafsson annar þjálfari unglingalandsliðsins og svo forseti Skáksambandsins Björn Þorfinnsson. Aðeins einn liðsmann vantaði í morgun en Tinna Kristín mætti þrátt fyrir veikindi og fylgdist með. 

Hópurinn fékk fræðslu um mikilvægi hreyfingar fyrir líkama og sál en eins og við flest vitum þarf nokkuð gott form til þess að halda út langar skákir og löng mót. Allir fóru í gegnum skemmtilega en jafnframt nokkuð óvenjulega upphitun þar sem margir þurftu að fara út fyrir þægindahringinn en öll stóðu þau sig frábærlega. Sem dæmi um upphitunaræfingar voru upphífur, armbeygjur, hnébeygjur og kviðæfingar á bolta. Þegar upphitun var lokið var hópnum skipt í tvennt og voru Davíð og Bjössi liðsstjórar hvors hóp fyrir sig. Í hóp Davíðs voru: Hallgerður, Dagur Andri, Daði og Geirþrúður en í liði Bjössa vour: Jóhanna, Patrekur, Friðrik Þjálfi og Hjörvar. Keppnin var einföld en reyndi á liðsheildina og líkamlegan styrk og þol. Keppt var í þremur greinum: Veggjabolta (bolta hent 3,5m upp á vegg og gripin í hnébeygju), Ketilbjöllusveiflu með 5kg handlóði og að síðustu svo kölluðum Burpees (armbeygjur sem eru gerðar úr froskastöðu og hoppað upp í lok hverrar beygju). Þyngdir voru miðaðar við að allir gætu lyft og þá sérstaklega tekið tillit til þeirra yngstu í hópnum. Í hverri grein átti að gera 100 sinnum og mátti einn úr hvoru liðið gera í einu en svo skiptu þau út um leið og þau urðu þreytt og fóru að hægja á sér. Allir fengu því að reyna á sig nokkuð oft í hverri þraut. Að vísu þurfti aðeins að ýta við liðsstjórunum í fyrstu tveimur æfingunum sem voru nokkuð léttar fyrir þá en svo varð þetta jafnara í lokaþrautinni.

Ekki vantaði hvatninguna og orkuna í hópinn því vinningsliðið, lið Davíðs lauk þrautinni á 11:50 en mjótt var á munum og lauk Bjössa hópur á 12:13. Að þessu búnu fengu krakkarnir að spreyta sig í fimleikahringjum, upphífingum ofl. Allir tóku áskorunum með stæl og gáfu ekkert eftir í hringjunum. Síðan tók við smá ”ninja” fræðsla en við fengum til liðs við okkur Reyni Sveinsson sem fór yfir grunnatriði í sjálfsvörn. Þar var allt látið flakka og vörðust þau af mikilli færni. Eftir tveggja tíma törn í Sporthúsinu var svo brunað upp í Salalaug þar sem var slappað af í heitapottinum.

Ég vil því þakka krökkunum fyrir frábæran dag enda stóðu þau sig frábærlega. Einnig vil ég þakka þeim Jósep landsliðsmanni í Júdó, Gumma fyrrum fimleikamanni og Reyni sjálfsvarnar og CrossFittara fyrir mjög góða aðstoð í dag. Framundan eru svo fleiri hópeflisuppákomur fyrir landsliðið sem er án efa komin í góðan gír eftir stífar æfingar að undanförnu og þrekið í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband