WOD 25. ágúst 2008: Murph

Vegna CrossFit leika sem verða næst komandi laugardag ákvað ég upp á eigin spýtur að flytja WOD bloggið yfir á þessa eðalsíðu sem ég hef verið löt að blogg á undanfarið. Við viljum jú halda CrossFit leika auglýsingunni sem hæst á lofti út vikuna svo þið megið vera óhrædd við að pósta tímann ykkar hingað. Við hljótum svo að geta flutt þetta yfir á hina síðuna eftir helgi.

Annars verð ég að viðurkenna eftir hamagang helgarinnar var ég svolítið kvíðin því að kíkja á WOD-ið enda þreytt og lúin eftir endalausar upphífur og hnébeygjur. OG HVAÐ gerðist!!!! MURPH  ég meina eru menn bilaðir?? Eftir sjokkið ákvað ég að gera eitt og annað eins og sortera þvott og setja í vél, þrífa eldhúsið, baka brauð - já og pabbi, silungurinn er ofurgóður á nýbökuðu hollustubrauði - sinna örverpinu í þeirri veiku von að Murph myndi mögulega breytast í Smurf. Hef á tilfinningunni að Smurf væri þolanlegri æfing en þá væri Kjartan galdrakall sjálfsagt í rassinum á manni Wizard

"Murph"

For time:
1 mile Run
(1,6 km)
100 Pull-ups (upphífur án hopps)
200 Push-ups (armbeygjur, brjóst í gólf og brosa framan í heiminn)
300 Squats (náttúrulegar hnébeygjur niður fyrir 90° og rétta úr uppi og opna líkamsstöðuna)
1 mile Run

Partition the pull-ups, push-ups, and squats as needed. Start and finish with a mile run. If you've got a twenty pound vest or body armor, wear it.

Þegar ég mætti á staðinn var goðið sjálft að ljúka þessum hryllingi með "body armor" yfir sig sem var örugglega orðið tvöfallt þyngra vegna svita....  Ég notaði öll vælin í bókinni og reyndi að sannfæra sjálfa mig um að þetta væri bara fyrir geðveika jafnvel þótt ég væri með vottorð í hlaupum! EN hef ég nokkurn tíman skorast undan? Ég ætla ekki að reyna að ljúga neinu - þetta var hryllingur en hryllingur sem skildi ljúka fyrir hádegi! Ég braut þetta upp eins og ég gat og ofkeyrði aldrei neina æfinguna en lauk þó hnébeygjunum fyrst, svo upphífunum sem voru ágætar - aðeins 10-15 hopphífur og svo voru þessar óhugnanlegu armbeygjur sem virtust engan enda ætla að taka. Átti 20 eftir þegar ég lauk hinu. En kláraði á 33:18 og er enn á lífi. Já og réri 500m í byrjun og fannst það bara andskotans nóg!!!

En ég vil hvetja alla CrossFittara og aðra sem stundum mæta í ræktina til þess að taka þátt í CrossFit leikunum á laugardaginn www.workout.blogcentral.is

Kv. CrossFitgyðjan Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu Edda, kl hvað ætluðuð þið aftur í Laser Tag?

Jósep (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:21

2 identicon

Hressleiki hressleiki og hressleiki. Minn góð vinur Murphy var tekinn í dag með 14,7kg á tímanum 52:42. Næstum klukkutími af 100% skemmtun og hressleika. Fyrsta mílan tók mánuð seinni mílan tók rúmt ár. Getur Eddan staðfest það að ég var ekkert nema hressleiki og hamingja síðustu mínútuna.

Reynir A. (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:25

3 identicon

Jósep!  Kl. 19:00 og þvílík ánægja í hópnum   Takk enn og aftur fyrir hjálpina strákar.

Jú ég get staðfest það að Reynir var hressleikinn uppmálaður. Í orðabókinni hefði einmitt verið mynd af Reyni við orðið: Hressleiki! Spurning hvort ég birti myndina sem var tekin þegar voru 1,2 km eftir á brettinu. Það myndi óneitanlega staðfesta hressleikann. Þess má geta að kvikmyndastjarnan okkar tók nokkrar pósur fyrir seinvirka myndavélina með helþung lóð aðeins 5 mínútum eftir að helvíti dagsins lauk!

Edda (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:43

4 identicon

Ég er ekki búinn að vera lengi í CF en þessi æfing er það besta sem hefur komið.  Finnst ég náði að klára föstudaginn þá vissi ég að ég mundi líklega klára þessa æfingu.   44:25 án "body armor"

Kobbi (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:38

5 identicon

Kobbi hvernig eru upphýfurnar hjá þér núna ?

Sagði þér að þær mundu koma fljótt.

Reynir A. (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:59

6 identicon

Ég er örmagna! Get varla lyft sokkapari svo orkusnauð er ég eftir Murphy......

Kobbi, þú ert ekki skráður á laugardaginn. Eigum við ekki von á þér? Ef Murphy var svona "besta sem hefur komið" þá verður þú nú ekki í vandræðum með áskorun CrossFitleikanna

Edda (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:30

7 identicon

Eitthvað klikkaði hjá mér tímatakan en mér telst til að ég hafi verið u.þ.b. 46 min með WOD-ið. Helmössuð æfing alveg hreint :D

 kv. G

Gestur Pálma (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 18:23

8 identicon

ps. Skotvestið var í vinnunni þar sem það er best geymt ;) þ.a.l. er þetta uppgefin tími án þyngingar...sem er auðvitað grátlegur sannleikur

Gestur Pálma (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 18:25

9 identicon

Gleymir Reynsinn ekki að minnast á þá ógurlegu tilhlökkun sem maður hefur til tveggja hressandi æfingadaga fyrir hvíldardaginn góða vei vei vei vei.

Kobbi skráðu þig og ekkert rugl.

Mæli með því að þú takir Murphy næst í fullum skrúða með  "ho goo" og alles

Þessar myndir allar sem Edda er að rita um er hreinn hugburður.

Hey er annars enginn búinn að reyna við Murphy nema við þrjú ??? 

Reynir A. (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 18:25

10 identicon

48:30.

Ívar Ísak (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 18:51

11 identicon

Reynir, upphýfur hjá mér eru alltaf að verða betri og betri.  Ég mæti á laugardag.

Kobbi (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:32

12 identicon

48:08

Annas (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:46

13 identicon

42:03, ósáttur. á best 39:55. Held ég hafi klúðrað með því að brjóta of mikið upp - tók 20 sett af 5-10-15 sem tók bara of langan tíma, of margar pásur inn á milli. En mikið svakalega er seinni mílan svakalega leiðinleg.

Leifur Geir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 23:28

14 identicon

Leifur þegar þú skrifar leiðinleg ertu þá ekki að meina svo hressandi að þú átt bágt með að trúa því.

 Finnst samt ansi nett hvað margir tóku þessa skelfilegu æfingu.

Gestur mæli samt með því að vera alltaf í vestinu..... það er skotglatt fólk þarna úti, hver veit hvað getur gerst þegar gikkglaðir CF-arar taka WOD-ið en finnst þeir standa sig illa???

Ég hef séð þá líta ansi illilega út þegar þeir eru búnir með 1/3 af Evu og Lindu

Reynir A. (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 00:59

15 identicon

ég er enn auli í hífingum. ´Tók 10 hífingar venjulegar með herkjum, rest upp í 79 með 10 kg svindli.

svo kláraði ég restina á 49:38 eða 39.  

Þetta er gaman.

Dandý (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband