27.8.2008 | 08:35
WOD 27. ágúst 2008
Þá er það síðasta æfing fyrir heilagan hvíldardag! Reyndar endar æfingin þannig að það er afar freistandi að hefja hvíldina í dag en við elskum öll Burpees og höfum beðið nokkuð lengi eftir almennilegri Burpees æfingu. Þó er skrítin tilhugsun að uppseturnar séu allt í einu orðnar eins og hvíld fyrir mig í æfingunni ef mið er tekið af því að í febrúar gat ég ekki nema rétt lyft höfðinu frá gólfi
WOD
For time:
30 Handstand push-ups
40 Pull-ups
50 Kettlebell swings, 1.5 poods
60 Sit-ups
70 Burpees
Góða skemmtun
Kv. Edda
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Edda, áttu til myndband af sit-ups / bara svo ég sé alveg viss um að ég sé að gera þær réttar. ?
kv Dandý
Dandý (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 10:52
Hæ Dandý, Því miður á ég ekki myndband og inn á CF síðunni eru heldur ekki vídeó af þeim. Bara GHD situps sem eru gerðar í sérstökum GHD bekk sem við höfum ekki.
En hvernig væri nú ef þú myndir kíkja á okkur í dag kl. 16:30 eða á morgun kl. 17 í Sporthúsið. Við verðum með opna tíma þessa daga þar sem við munum kynna CF og leyfa fólki að prufa æfingarnar. Sit-ups eru ein af æfingunum í okkar upphitun og við gerum hana á bolta og fettum bakið þannig að höndin snerti gólfið fyrir aftan. Vandmeðfarin æfing sem borgar sig að gera rétt frá upphafi. Getur sumsé tekið í bakið en er að sjálfsögðu styrkjandi fyrir bakið líka!
Svo væri ekki síður gaman að sjá þig og fleiri konur í CF leikunum á laugardaginn. Ég sjálf mun verða í dómarahlutverki og fæ því ekki að spreyta mig á Áskorun CFleikanna
Edda (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:28
Sæl aftur.
Ég myndi glöð kíkja ef ég byggi ekki á Egilsstöðum. Takk samt.
Dandý (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:36
Ég tók æfinguna í morgun á óguðlegum tíma eða um 6:30. Var á 16:25 mínútum og hef komist að því að handstöðupressur og burpees eru miklar flöskuhálsæfingar hjá mér. Gífurlega hressandi æfing. Hressleikinn í lærunum eftir undanfarna 2 daga er í hámarki núna, sem er alltaf gott og gaman.
Jósep (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:12
Ég helmingaði æfinguna eftir alltaf langa æfingatörn! Fann að eina hindrunin í fullu wodi hefði verið burpees. En tíminn á hálfri æfingu var 9:45.
Dandý, ég var að sjálfsögðu búin að gleyma því að þú byggir utan nafla alheimsins þe. Kópavogs. Ég skal taka myndir af æfingunni og skella inn á workout síðuna við fyrsta tækifæri.
Nú tek ég tveggja daga frí enda skrokkurinn farinn að garga á hvíld!
Edda (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:47
Tók æfinguna í hádeginu. Þetta tók mig 21:59 ég ruglaðist aðeins á situps og kettlebells swings þ.e.a.s. fjöldinn vixlaðist.
Kobbi (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:05
Dandý það er vel þess virði að renna við í menninguna um helgina og taka þátt í leikunum, gera æfingarnar undir handleiðslu þjálfarana og sjá allar goðsagnakennduverunar sem rita hér.
Þú gættir tekið með þér þekkingu, hugvit og menningu sem mundi nýtast vel í sveitini.
Hugsaðu þér Dandý kvöldverðarboð í sveitini með bændunum þar sem rætt væri um annað en heyforka og réttir.
Þú yrðir hreppsstjarnan.
Brósi hlýtur að leyfa þér að gista.
Reynir A. (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:07
Hva? Eru bara tveir jálkar hérna sem gerðu æfinguna? Eða eru allir hinir bara svona hræddir við að pósta tímana sína? Ég er sammála Reyni, held að samtöl um annað en sauðrækt og rúning séu holl svona til tilbreytinga í sveitinni og kaupstaðarferðir í crossfitt leika eru tilvalin til þess að lífga uppá haustgrámygluna.
Annars heyrði ég mikla sögu frá honum Gumma um það af hverju hann kláraði ekki æfinguna. Er nokkuð viss um að helmingurinn að minnsta kosti sé lygi, ef ekki allt. Eitthvað um goðsagnakenndan svima og svefn og eitthvað fleira. Eina sem ég tók eftir í frásögninni (og það eina sem skipti máli) var að hann kláraði ekki...
Jósep (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 16:06
Var með í hressleiknum eldsnemma í morgun. Tók æfinguna á 22:55 en ég gerði armbeygjur ofan af kassastafla í staðinn fyrir handstöðu og hoppaði í upphífunum. Byrjunin í svindlinu sem sagt en það sem skipti máli tók ég alveg eftir bókinni ;)
Jónína (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 19:02
Halló halló.
Ég tók æfinguna á 19:47 og ég er bara gegt ánægð með sveitapíuna sem Reynir heldur að eigi bara skinnskó og gefi beljum. hehe. Ég er að mér finnst ég best í burpees og sit-ups og var þá í fyrsta skipti á betri tíma en Kobbi bróðir. Hlakka til að fá fleiri svona æfingar sem ég er góð í.
áfram Höttur.
Dandý (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 19:14
Jósepinn þú ert ekki einn eins og lagið góða segir.
Við vorum þrjú sem tókum þessa ógurlega hressu æfingu.
Edda er með tímana okkar.
Eina sem ég man af þessari æfingu að það var einhver við hliðiná mér að taka upphýfur svo hratt og svo margar að upphýfistöngin var rauðglóandi.
Dandý skinnskó ?????? ertu framakona í hreppnum? Þú átt þó ekki þinn eigin ljá líka? Líklegast dóttir amtsmannsins og slettir mikið á dönsku.
Reynir A. (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 19:39
23:35
Anni (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:02
Góður árangur í dag!
Reynir: 13:02
Ívar og Hrönn komu á opið hús og tóku wodið. Góðar byrjunar handstöðuarmbeygjur. Ívar 16:42 og Hrönn 19:28
Edda (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:14
Ég tók woddið eftir opna húsið í dag. Ég söbbaði 30 handstöðuarmbeygjunum fyrir 60 armbeygjur með fæturna í 150 cm og endaði á 17:52. Mögnuð æfing og ÆÐISLEGT að gera hana í nýgræjuðum salnum.
Leifur Geir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:45
tók afinguna enn tók venjulegur armbeygjur var soldið æengi með bupees, tími 27:00
steinar (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 00:01
Kobbi sagði "is þetta er bara létt" núna trúi ég ekki orði frá þeim manni. Var um 33 min og Burpees eru verkfæri djöfulsins. Ég er að breytast í stekkjastaur :)
Heiðar (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 08:21
Skellti mér í þetta í dag (komst ekki í ræktina í gær :() Niðurstaðan að undangenginni 3000m tímatöku í hlaupi = 19:45
kv. G
Gestur Pálma (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.