5.9.2008 | 10:22
Nýfædda barnið tveggja ára í dag!
Nú er komið að því að hætta að kalla hana nýfædda barnið jafnvel þó mér finnist eins og það hafi gerst í gær! Þegar ég kom heim úr kennslunni í morgun voru yrðlingarnir komnir á fætur, glorsoltnir eins og alla morgna. Nema í dag var alveg tilvalið að syngja hátt og snjallt fyrir afmælisbarnið sem sjálft hefur verið að æfa afmælissönginn síðast liðnar vikur. Þórdís Agla var reyndar alveg undrandi að sjá þetta fjölskyldupakk sitt syngjandi og með bros á vör fyrir klukkan átta. Líklega vegna þess að systur hennar teljast til þeirra morgunfúlust á Íslandi. Ekki í dag! Eftir sönginn var svo hrópað tvöfallt húrra enda barnið bara tveggja. Gaman að geta þess að það er föst hefð í þessari fjölskyldu að afmælisbarnið fái að velja kvöldmatinn á afmælisdaginn. Hér hafa verið eldaðar Ora fiskibollur í bleikri, grjónagrautur, kjöt í karrý, kjúklinga nachos réttir og jafnvel nautasteikur með bernais. Sumir óska sérstaklega eftir McDonalds við litla hrifningu foreldranna en mikið sem ég var hamingjusöm í morgun þegar litla nýfædda barnið mitt bað um Sushi í kvöldmatinn! Vá hvað ég hlakka til. Aðrir fjölskyldumeðlimir áttu erfiðara með að greina "suuushhiiiii" en ég heyrði þetta hátt og skýrt .
Áskorendaflokki á SÞÍ er nú lokið og lenti Jóhanna Björg í 6. sæti sem er frábær árangur manneskju sem byrjar mótið í 23. sæti. Hún endaði með 5,5 vinning af 9 mögulegum og tefldi á stigagetu 2069. Jóhanna varð því ekki bara efst krakka undir 16 ára heldur einnig skákmanna undir 2000 stig (1655). Við erum alveg hrikalega montin af stelpunni sem hefur unnið fyrir þessu með góðri æfingu og einbeitingu meðan á mótinu hefur staðið.
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð og til hamingju með stelpurnar þínar.
Sá einmitt þessa fínu mynd af Jóhönnu í föstudags mogganum. Frábært fyrir Þórdísi að mamma hennar skilur hana svona vel, fúlt ef hún hefði fengið súrmjólk í afmælismatinn í stað sushi!!!
Gangi áfram vel í skákinni á næsta móti í útlöndunum.
Kveðja frá Höfn.
Ásgerður (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 10:00
Takk fyrir þetta mín kæra Ásgerður!
Eitthvað varð lítið úr sushi-inu og enduðum við mæðgur á spagetti með osti og Þórdís fékk ógrynni af Vals tómatsósu yfir. Þetta varð afar ánægjulegur afmæliskvöldverður!
Edda (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.