Unglingalandslið Íslands í skák leggur af stað...

Unglingalandsliðið mun leggja af stað eldsnemma í fyrramálið til Svartfjallalands þar sem hópurinn mun taka þátt í evrópumóti 18 ára og yngri í borginni Herceg Novi. Tíu krakkar skipa hópinn og fara tveir þjálfarar, þeir Helgi Ólafsson stórmeistari og Davíð Rúrik Ólafsson. Fararstjóri er Edda Sveinsdóttir. Langt ferðalag er fyrir höndum þar sem hópurinn mun millilenda í París um hádegi á morgun og halda síðan áleiðis til Króatíu, Dubrovnik um kvöldmatarleiti. Áætlað er að við verðum komin á áfangastað í Svartfjallalandi um kl. 23 annað kvöld.

Unglingalandsliðið

Aftari röð: Edda Sveinsdóttir, Sverrir Þorgeirsson, Dagur Andri Friðgeirsson, Daði Ómarsson, Patrekur Maron Magnússon, Hjörvar Steinn Grétarsson og Davíð Rúrik Ólafsson.
Fremri röð: Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Friðrik Þjálfi Stefánsson, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 

 

 


Hópefli fyrir EM unglinga í skák 2008

DSC01419Síðast liðinn sunnudag hittist EM hópurinn að nýju í Sporthúsinu. Í þetta sinn hófu þau hópeflið í sjálfsvörn undir leiðsögn Reynis sjálfsvarnarkappa. Frábært að fylgjast með þessum hressu krökkum verjast óæskilegum gerviknúsum hvors annars! Þeir yngstu í hópnum gáfu ekkert eftir og vörðust af stakri snilld. Þau verða eflaust vel örugg í landi Svartfjalla með þessa kunnáttu Wink. Eftir sjálfsvarnarfræðin var hópnum skipt upp í tvö lið undir forystu Davíðs Ólafssonar annars vegar og Páls Sigurðssonar hins vegar, en Palli tók sæti Björns forseta sem var vant við látinn að þessu sinni. Nú var keppt í fjórum greinum en á sama hátt og síðast. Krakkarnir sem skipuðu liðin ásamt liðsstjórum skiptust á að gera um leið og þau voru orðin þreytt. Keppnisgreinarnar voru fjórar: veggjabolti (8 punda bolta kastað 3m upp í loftið og farið í hnébeygju við gripið) x 100, kassahopp á 35 cm kassa, jafnfætis x 100, upphífur í fimleikahringjum með hæla í gólfi og hringir snerta axlir í efstu stöðu x 100 og að lokum uppsetur (vasahnífsútgáfan) x 100. Það var lið Palla sem vann öruggan sigur en þau luku þrautinni á 12:02 en sigurliðið frá síðasta hópefli, lið Davíðs lauk á 12:12. Rétt er þó að taka fram að krökkunum hafði þó verið skipt upp aftur og liðin því ekki alveg eins. Það var Jósep júdókappi sem aðstoðaði okkur í keppninni - Takk fyrir hjálpina strákar!Sverrir heldur sér í hringjunum. Davíð og Patti fylgjast með

Þegar keppninni lauk fengu krakkarnir og liðstjórar ásamt Helga Ólafs og Stefáni Friðrikspabba að prufa sig áfram i fimleikahringjunum við mikla skemmtun. Ótrúlega magnað að sjá hve sumir eiga auðvelt með að sveifla sér og jafnvel halda sér uppi í góðan tíma. Áður en yfir lauk fengu flestir svo að spreyta sig á verkfæri djöfulsins eða hinum kyngimögnuðu Burpees (armbeygjur sem skemmtilegra er að upplifa en lýsaDevil).

DSC01400Um hálf sjö skunduðum við út úr Sporthúsinu og lá leiðin upp á Salaveg þar sem við skelltum okkur í LaserTag. Þá var hópnum skipt upp í 4 lið sem fékk laserbyssu og ótakmarkað magn af skotum og lífum. Síðan var skrílnum hleypt inn í myrkrað völundarhús og átökin hófust. Það er skemmst frá því að segja að fararstjórinn og undirrituð vann öruggan sigur eftir að hafa skotið hátt í þrjú þúsund skotum á menn og börn! Því miður get ég ekki með nokkru móti munað hvaða lið vann en veit þó að ég, Hallgerður og Tinna urðum í öðru sæti! Eftir þessa frábæru skemmtun nærðum við okkur á semiljúffengri Dominospizzu og skoluðum henni niður með pepsi! Mikil og góð stemning er komin í hópinn sem átti skemmtilegar umræður um verkefni dagsins meðan við nutum pizzunnar. Jóhanna Björg gægjist úr hringjunum

Á morgun laugardag verður svo blaðamanna/kynningarfundur fyrir ferðina haldin í nýjum húsakynnum skákakademíu Reykjavíkur að Tjarnarstíg 10 kl. 16:00. Hvetjum við áhugafólk um skák að kíka við og hvetja krakkana.

Ef nettenging á Igalo í Herceg Novi verður sómasamleg mun ég reyna að halda úti bloggi hér á síðunni meðan á ferðinni stendur. Þó ég verði kannski ekki með dramatískar skákskýringar þá mun ég reyna að miðla úrslitum dagsins eins fljótt og unnt er hverju sinni.

Puðað í burpeesTefld verður ein umferð á dag kl. 15:00 á staðartíma (kl. 13:00 á íslenskum tíma) dagana 15. til og með 19. september. Þann 20. sept verður svo frídagur sem við munum nota í eitthvað hrikalega skemmtilegt en svo tekur við taflmennska aftur þann 21. - 24. sept en þann dag hefst umferðin kl. 13:00. Umhugsunartíminn er 90 mínútur fyrir 40 leiki + 30 mín auk 30 sekúnda fyrir hvern leikinn leik. Það liggur því fyrir að um langt og strangt mót sé að ræða og því mikilvægt að rækta sjálfan sig, hvílast vel og nærast og síðast en ekki síst sprikla svolítið!

 Við leggjum svo af stað á sunnudagsmorgun kl. 7:40 og eigum langt ferðalag fyrir höndum. Verið rosalega dugleg að senda okkur hvatningakveðjur á meðan á mótinu stendurJoyful

Kveðja,
Edda fararstjóri


Nýfædda barnið tveggja ára í dag!

Að róla á Laugarvatni í júlíNú er komið að því að hætta að kalla hana nýfædda barnið jafnvel þó mér finnist eins og það hafi gerst í gær! Þegar ég kom heim úr kennslunni í morgun voru yrðlingarnir komnir á fætur, glorsoltnir eins og alla morgna. Nema í dag var alveg tilvalið að syngja hátt og snjallt fyrir afmælisbarnið sem sjálft hefur verið að æfa afmælissönginn síðast liðnar vikur. Þórdís Agla var reyndar alveg undrandi að sjá þetta fjölskyldupakk sitt syngjandi og með bros á vör fyrir klukkan átta. Líklega vegna þess að systur hennar teljast til þeirra morgunfúlust á Íslandi. Ekki í dag! Eftir sönginn var svo hrópað tvöfallt húrra enda barnið bara tveggja. Gaman að geta þess að það er föst hefð í þessari fjölskyldu að afmælisbarnið fái að velja kvöldmatinn á afmælisdaginn. Hér hafa verið eldaðar Ora fiskibollur í bleikri, grjónagrautur, kjöt í karrý, kjúklinga nachos réttir og jafnvel nautasteikur með bernais. Sumir óska sérstaklega eftir McDonalds við litla hrifningu foreldranna en mikið sem ég var hamingjusöm í morgun þegar litla nýfædda barnið mitt bað um Sushi í kvöldmatinn! Vá hvað ég hlakka til. Aðrir fjölskyldumeðlimir áttu erfiðara með að greina "suuushhiiiii" en ég heyrði þetta hátt og skýrt Halo.Á trampólíni í Vatnaskógi

 

Áskorendaflokki á SÞÍ er nú lokið og lenti Jóhanna Björg í 6. sæti sem er frábær árangur manneskju sem byrjar mótið í 23. sæti. Hún endaði með 5,5 vinning af 9 mögulegum og tefldi á stigagetu 2069. Jóhanna varð því ekki bara efst krakka undir 16 ára heldur einnig skákmanna undir 2000 stig (1655). Við erum alveg hrikalega montin af stelpunni sem hefur unnið fyrir þessu með góðri æfingu og einbeitingu meðan á mótinu hefur staðið.

Jóhanna Björg með Þórdísi Öglu og Elínu Eddu                   Hildur Berglind    

 

 

 


Skákþing Íslands 2008

Í kvöld fer fram níunda og síðasta umferð á Skákþingi Íslands. Þar er keppt í tveimur flokkum: Landsliðsflokki (11 umferðir tefldar þar og því tvær eftir) og Áskorendaflokki. Í Landsliðsflokki eru alla jafna sterkustu skákmenn Íslands sem tefla upp á líf og dauða eða uppá titla sem nóg er af í skákinni. Tólf karlmenn skipa þennan flokk í ár og er stigalægsti maðurinn með 2165 stig en sá stigahæsti 2566 stig. Mér rekur ekki minni til þess að nokkur kona hafi átt sæti í þessum flokki nema hún Lenka árið 2006. Á sama tíma hefur aðeins eitt ungmenni tekið þátt í þessum flokki og það var Hjörvar Steinn sem þá var aðeins 13 ára. Nú þegar átta umferðum er lokið og níunda umferðin komin í gang er Hannes Hlífar efstur með 6,5 vinning. Henrik Danielssen er einum vinning undir og gæti því mögulega náð að jafna! Bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir eru í 6. og 7. sæti, báðir með 4,5 vinninga. Þeir eru að tefla saman og spurning hvort þar verði blóðug barátta eða semjist um jafntefli fyrir kvöldkaffi.

Í Áskorendaflokk eru 29 skráðir þátttakendur á öllum aldri. Keppendur þar eru allt frá því að vera stigalausir (án fide eða íslenskra stiga) upp í 2316 stig en þau stig á Sigurbjörn Björnsson sem er orðinn nokkuð öruggur inn í Landsliðsflokk á næsta ári með 7 af 8 vinningum fyrir lokaumferðina. Frumburðurinn er að sjálfsögðu þátttakandi á þessu móti eins og flestum góðum mótum og er hún Jóhanna með 1655 fide stig og er númer 23 á stigalista keppenda. Hún hefur þó ekki látið það aftra sér við að hala inn vinningum á mótinu og er óhætt að segja að þetta sé afar góð byrjun á skákvetrinum því hún hefur eingöngu teflt upp fyrir sig frá fyrstu umferð. Stigalægsti andstæðingurinn var með 1860 stig, Jakob Sævar sem hún vann glæsilega og má sjá þeirri skák lýst í Mogganum í gær. Í fimmtu umferð tefldi hún við Tómas Björnsson (2196) sem hún náði glæsilegu jafntefli og í sjöttu umferð gerði hún enn betur þegar hún lagði Halldór Halldórsson (2217) með svart.

Það má því segja að Jóhanna sé að gera góða hluti þessa dagana enda sé frammistaða hennar á við 2069 stig fyrir lokaumferðina. Hún hefur líka verið mjög dugleg að stúdera fyrir hverja umferð og svo hefur mamman óneitanlega fulla trú á því að aukin líkamlega þjálfun hafi nú sitt að segja í íþrótt sem þessari.

Framundan er afar spennandi Evrópumót unglinga í Svartfjallalandi og er undirbúningur fyrir það kominn á fullt. Mamman verður fararstjóri í þessari ferð sem farin verður þann 14. september nk. Það verður því örugglega bloggað hér meðan á ferðinni stendur enda hef ég gefið út það loforð að svo muni verða Cool

Kv. Edda


WOD 31. ágúst 2008

Sorrý! Það steingleymdist að setja inn wodi í gær svo hér kemur það.  Geri þó ráð fyrir að flestir séu búnir með æfinguna og geta því póstað inn núna. Í dag er svo hvíldardagur þar sem allir eiga að njóta harðsperra og þrota eftir hnébeygjur undanfarinna æfinga!!!

Weighted pull-ups 1-1-1-1-1-1-1 reps

Post loads and body weight to comments.

Sjálf er ég búin að hvíla um helgina en ætla að byrja aftur á morgun. Fer þó eftir æfingu morgundagsins hvort ég skelli mér ekki líka í þessar upphífur með þyngdum - það er jú alltaf svo hrikalega gaman að gera venjulegar á eftir þessum Grin

Kveðja,
Edda


WOD 30. ágúst 2008

Fyrir áhugasama hlaupara er æfing dagsins afar spennandi.

Four rounds for time:
Run 400 meters
Rest 2 minutes

Eftir frábæra CrossFitleika í Sporthúsinu í morgun reikna ég með að margir sem pósta hér á síðuna verði í fríi frá þessari æfingu í dag en komi þeim mun sprækari í WOD morgundagsins! Leifur mun pósta allt um leikana í workout síðunni okkar og ég geri svo ráð fyrir að wodin fari aftur þangað á mánudaginn Wink

Hlaupakveðjur,
Edda


WOD 29. ágúst 2008: Nasty Girls

Eftir rólegan hvíldardag er komið að þrusu æfingu. Ég meina HEILL hvíldardagur án hnébeygja og í dag bara 150 kvikindi! Er hægt að hafa það betra? Eftir squat-tarnirnar ættu flestir að vera farnir að ná flottum, djúpum hnébeygjum enda ekki hægt annað en að liðkast í kreppunni. Svo eru það muscle-upsin. Fyrir ykkur nokkur sem eru búin að ná þessari sveiflu þá eru 3x7 bara frekar ísí en við hin sem erum tæknilega ósamhæf og náum þessu ekki þá má skipta þeim út fyrir 3 upphífur og 3 dýfur á hverja eina muscle up - geggjað! Svo er það hin ofurtækniæfingin power clean

"Nasty Girls"

3 rounds for time of:
50 Squats
7 Muscle-ups
135 pound Hang power cleans, 10 reps (kk 60kg og kvk 40kg)

Annars áttum við skemmtilegt opið hús í gær þar sem var vel tekið á! Fengum bootcamp fólk sem stóð sig vil í púlinu og fékk að svitna svolítið.

Á morgun eru svo CrossFit leikarnir milli 10-14 en það ætti þó ekki að taka nema um 2 klst á hvern keppanda. Síðast þegar ég vissi voru milli 15-16 keppendur skráðir til leiks svo þetta á eftir að verða mjög spennandi keppni. Enn sem komið er eru fleiri karlar skráðir en amk 5 konur ætla að taka þátt. Stelpur! Drífa sig í strigaskóna og taka þátt.....

Sunnudaginn verður svo opið hús í Sporthúsinu og við Leifur verðum á staðnum frá kl. 11 og tökum vel á móti gestum, bæði nýjum og þeim sem eru í Sporthúsinu. Hlökkum til að sjá ykkur!!!

Svo erum við búin að taka myndir af bolta uppsetum sem ég ætla að setja inn á workoutsíðuna í dag.

Föstudagskveðja,
Eddan


WOD 27. ágúst 2008

Þá er það síðasta æfing fyrir heilagan hvíldardag! Reyndar endar æfingin þannig að það er afar freistandi að hefja hvíldina í dag en við elskum öll Burpees og höfum beðið nokkuð lengi eftir almennilegri Burpees æfingu. Þó er skrítin tilhugsun að uppseturnar séu allt í einu orðnar eins og hvíld fyrir mig í æfingunni ef mið er tekið af því að í febrúar gat ég ekki nema rétt lyft höfðinu frá gólfi Happy

WOD
For time:
30 Handstand push-ups
40 Pull-ups
50 Kettlebell swings, 1.5 poods
60 Sit-ups
70 Burpees

 Góða skemmtun
Kv. Edda


WOD 26. ágúst 2008

Er fólk ekki almennt búið að jafna sig eftir Murph? Hnébeygjur eru að verða daglegt brauð í WODinu. Skemmtilega útpæld æfing í dag. Sennilega gerð í samráði við Gest sem hefur beðið spenntur eftir þessari Cool.  (WOD) Áskorun dagsins er:

Front Squat 10-10-10-10-10 reps

Ákveðið þyngdina og reynið við þá þyngd og póstið. Að sjálfsögðu má þyngja eða létta Tounge 

Verið nú dugleg að hvetja vini og vandamenn í CrossFit og bjóðið með ykkur á laugardaginn. Það er ekki nauðsynlegt að hafa æft CF því þetta er að sjálsögðu skemmtileg áskorun fyrir þá sem eru einmitt að gera eitthvað annað.

Á miðvikudag og fimmtudag milli 17-18 verður svo opið hús hjá okkur í nýja CrossFit salnum þar sem við munum leggja létta áskoranir (WOD) fyrir gesti. Eina sem þarf að gera er að skrá sig í móttökunni því aðeins 15 komast að í hvorn tímann. 


WOD 25. ágúst 2008: Murph

Vegna CrossFit leika sem verða næst komandi laugardag ákvað ég upp á eigin spýtur að flytja WOD bloggið yfir á þessa eðalsíðu sem ég hef verið löt að blogg á undanfarið. Við viljum jú halda CrossFit leika auglýsingunni sem hæst á lofti út vikuna svo þið megið vera óhrædd við að pósta tímann ykkar hingað. Við hljótum svo að geta flutt þetta yfir á hina síðuna eftir helgi.

Annars verð ég að viðurkenna eftir hamagang helgarinnar var ég svolítið kvíðin því að kíkja á WOD-ið enda þreytt og lúin eftir endalausar upphífur og hnébeygjur. OG HVAÐ gerðist!!!! MURPH  ég meina eru menn bilaðir?? Eftir sjokkið ákvað ég að gera eitt og annað eins og sortera þvott og setja í vél, þrífa eldhúsið, baka brauð - já og pabbi, silungurinn er ofurgóður á nýbökuðu hollustubrauði - sinna örverpinu í þeirri veiku von að Murph myndi mögulega breytast í Smurf. Hef á tilfinningunni að Smurf væri þolanlegri æfing en þá væri Kjartan galdrakall sjálfsagt í rassinum á manni Wizard

"Murph"

For time:
1 mile Run
(1,6 km)
100 Pull-ups (upphífur án hopps)
200 Push-ups (armbeygjur, brjóst í gólf og brosa framan í heiminn)
300 Squats (náttúrulegar hnébeygjur niður fyrir 90° og rétta úr uppi og opna líkamsstöðuna)
1 mile Run

Partition the pull-ups, push-ups, and squats as needed. Start and finish with a mile run. If you've got a twenty pound vest or body armor, wear it.

Þegar ég mætti á staðinn var goðið sjálft að ljúka þessum hryllingi með "body armor" yfir sig sem var örugglega orðið tvöfallt þyngra vegna svita....  Ég notaði öll vælin í bókinni og reyndi að sannfæra sjálfa mig um að þetta væri bara fyrir geðveika jafnvel þótt ég væri með vottorð í hlaupum! EN hef ég nokkurn tíman skorast undan? Ég ætla ekki að reyna að ljúga neinu - þetta var hryllingur en hryllingur sem skildi ljúka fyrir hádegi! Ég braut þetta upp eins og ég gat og ofkeyrði aldrei neina æfinguna en lauk þó hnébeygjunum fyrst, svo upphífunum sem voru ágætar - aðeins 10-15 hopphífur og svo voru þessar óhugnanlegu armbeygjur sem virtust engan enda ætla að taka. Átti 20 eftir þegar ég lauk hinu. En kláraði á 33:18 og er enn á lífi. Já og réri 500m í byrjun og fannst það bara andskotans nóg!!!

En ég vil hvetja alla CrossFittara og aðra sem stundum mæta í ræktina til þess að taka þátt í CrossFit leikunum á laugardaginn www.workout.blogcentral.is

Kv. CrossFitgyðjan Edda


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband