Hópefli unglingalandsliðsins í Skák

Íslenska unglingalandsliðið sem er á leið á evrópumótið í Svartfjallalandi um miðjan september kom saman í dag í Sporthúsinu í Kópavogi. Tilefnið var liður í hópeflingu liðsins en það er ekki síður mikilvægt að styrkja liðsandann þótt keppt sé á einstaklingsmóti. Má segja að þetta hafi að hluta til verið óvissuferð því þau vissu minnst um það sem framundan var.

Með krökkunum mættu þeir Davíð Ólafsson annar þjálfari unglingalandsliðsins og svo forseti Skáksambandsins Björn Þorfinnsson. Aðeins einn liðsmann vantaði í morgun en Tinna Kristín mætti þrátt fyrir veikindi og fylgdist með. 

Hópurinn fékk fræðslu um mikilvægi hreyfingar fyrir líkama og sál en eins og við flest vitum þarf nokkuð gott form til þess að halda út langar skákir og löng mót. Allir fóru í gegnum skemmtilega en jafnframt nokkuð óvenjulega upphitun þar sem margir þurftu að fara út fyrir þægindahringinn en öll stóðu þau sig frábærlega. Sem dæmi um upphitunaræfingar voru upphífur, armbeygjur, hnébeygjur og kviðæfingar á bolta. Þegar upphitun var lokið var hópnum skipt í tvennt og voru Davíð og Bjössi liðsstjórar hvors hóp fyrir sig. Í hóp Davíðs voru: Hallgerður, Dagur Andri, Daði og Geirþrúður en í liði Bjössa vour: Jóhanna, Patrekur, Friðrik Þjálfi og Hjörvar. Keppnin var einföld en reyndi á liðsheildina og líkamlegan styrk og þol. Keppt var í þremur greinum: Veggjabolta (bolta hent 3,5m upp á vegg og gripin í hnébeygju), Ketilbjöllusveiflu með 5kg handlóði og að síðustu svo kölluðum Burpees (armbeygjur sem eru gerðar úr froskastöðu og hoppað upp í lok hverrar beygju). Þyngdir voru miðaðar við að allir gætu lyft og þá sérstaklega tekið tillit til þeirra yngstu í hópnum. Í hverri grein átti að gera 100 sinnum og mátti einn úr hvoru liðið gera í einu en svo skiptu þau út um leið og þau urðu þreytt og fóru að hægja á sér. Allir fengu því að reyna á sig nokkuð oft í hverri þraut. Að vísu þurfti aðeins að ýta við liðsstjórunum í fyrstu tveimur æfingunum sem voru nokkuð léttar fyrir þá en svo varð þetta jafnara í lokaþrautinni.

Ekki vantaði hvatninguna og orkuna í hópinn því vinningsliðið, lið Davíðs lauk þrautinni á 11:50 en mjótt var á munum og lauk Bjössa hópur á 12:13. Að þessu búnu fengu krakkarnir að spreyta sig í fimleikahringjum, upphífingum ofl. Allir tóku áskorunum með stæl og gáfu ekkert eftir í hringjunum. Síðan tók við smá ”ninja” fræðsla en við fengum til liðs við okkur Reyni Sveinsson sem fór yfir grunnatriði í sjálfsvörn. Þar var allt látið flakka og vörðust þau af mikilli færni. Eftir tveggja tíma törn í Sporthúsinu var svo brunað upp í Salalaug þar sem var slappað af í heitapottinum.

Ég vil því þakka krökkunum fyrir frábæran dag enda stóðu þau sig frábærlega. Einnig vil ég þakka þeim Jósep landsliðsmanni í Júdó, Gumma fyrrum fimleikamanni og Reyni sjálfsvarnar og CrossFittara fyrir mjög góða aðstoð í dag. Framundan eru svo fleiri hópeflisuppákomur fyrir landsliðið sem er án efa komin í góðan gír eftir stífar æfingar að undanförnu og þrekið í dag. 


Sæludagar í Vatnaskógi 2008

Jú ég er víst enn á lífi! Meira að segja mamma er farin að kvarta yfir engum skrifum hér á síðuna. En mamma þú getur bara hringt og spurt mig frétta LoL

Annars er allt búið að vera á fullu hér í Skjólsölunum enda skilst mér að við séum búin að fara í skrilljón útilegur í sumar! Við eyddum verslunarmannahelginni á útihátið með börnin eins og sannir íslendingar! Maður er jú ekki maður með mönnum nema pakka sér í töskur, fara í bónus og tengja vagninn aftur í bílinn og koma sér úr bænum þessa miklu ferðahelgi. Eins og í fyrra var förinni heitið á Sæludaga í Vatnaskógi. Í fjölskyldunni er jú enn skógarmaður og amk tvær skógameyjar sem hafa fylgt föður sínum í feðginaflokkinn sem haldin er á vorin. Í Vatnaskógi var yndislegt veður og mikið fjölmenni. Bókstaflega tjaldað í fanginu á næsta manni! Það kom alls ekki að sök þar sem allir gestir voru í sömu erindagjörðum, njóta helgarinnar með börnunum! Skemmtiatriðin voru í alla staði frábær enda mætti kóngurinn sjálfur, maðurinn úr Kjósinni og söng "Stál og hnífur" af svo mikilli innlifun að þakið ætlaði að rifna af íþróttahúsinu. Hvert einasta barn söng með og flestir pabbar líka. Pétur Ben er fastagestur í Skóginum enda skógarmaður í húð og hár. Svo kom að því sem beðið hafði verið eftir í allan vetur - sjálf hæfileikakeppnin. En það er "keppni" eða öllu heldur sýning þar sem börnin koma fram. Flest þeirra syngja skemmtileg lög, ýmist úr leikskólanum eða popplög. Sum dansa og einhver sýna töfrabrögð. Yngsti þátttakandinn í ár var aðeins rétt rúmlega tveggja ára og söng "sól sól skín á mig" ásamt fjögurra ára systur sinni. Það voru millistykkin mín sem voru fulltrúar Skjólsalafjölskyldunnar í ár en sú yngri (4 ára) söng hátt, snjallt og mjög skýrt um Maju Maríuhænu við góðar undirtektir í salnum. Hildur Berglind 9 ára var hins vegar meðlimur í Skógarbandinu en það band tók lagið "Vatnaskógur" (This is my life) með sumsé íslenskum texta. Voru búningar og reykur og sprengjur í atriðinu sem vakti verulega lukku enda súper taktur sem vakti meiri viðbrögð í salnum en ofannefnt atriði Bubba http://www.flickr.com/photos/hagmynd/2741274919/  Það kom því ekki svo rosalega á óvart þegar Skógarbandið var beðið um að endurtaka atriðið á kvöldvökunni á sunnudagskvöldinu. Annars var Björgvin Frans Gíslason kynnir á þessari skemmtilegu kvöldvöku og er óhætt að segja að sá drengur er tær snilld! Jebb helgin fór sumsé friðsamlega fram í góðu veðri og með skemmtilegu fólki.

Um síðustu helgi var svo komið að frú Eddu að sanna sig þar sem ég fékk þann heiður að stýra brúðkaupsveislunni hans Árna frænda og hans frú Ástu. Þetta var hrikalega gaman og er ég ógeðstolt af þessu verkefni. Eins og ég geri gjarnan þá sekk ég á bólakaf í það sem ég hef gaman af og ánægju enda hef ég þá tilhneigingu að vilja gera hlutina 160%. Það sem gerði brúðkaupið svona skemmtilegt var hve margir lögðu sitt af mörkum og komu með skemmtilegar ræður og uppákomur. Eftir að dagskránni lauk formlega voru dregnir fram gítarar og söngheftir og var sungið langt fram eftir nóttu. Sjálfur brúðguminn sem er besti píanóleikari í heimi spilaði undir við söng systra sinna sem gjörsamlega áttu salinn á tímabili. Frábært brúðkaup sem mun seint ef nokkurn tíman gleymast!

Þessa dagana er ég svo með hugan við ræktina þar sem ég mun verða aðstoðarþjálfari í CrossFit námskeiði sem verður haldið í vetur í Sporthúsinu. Þetta er hrikalega spennandi verkefni sem á víst hug minn allan! Ég mun kynna námskeiðið nánar hér á síðunni á næstunni en fyrir þá sem hafa brennandi áhuga og geta ekki beðið, geta kíkt á bráðabyrgðasíðuna okkar og kynnt sér af hverju CrossFit er svona frábært W00t  http://crossfitisland.blogcentral.is/ Það sem er kannski  pínulítið skerí við þetta er að eitt námskeiðið mun fara fram á nóttunni eða kl. 6:15 Sleeping  sem gæti þýtt að Tommi verður að kyssa mig góða nótt svona um kl. 23 á kvöldin eða jafnvel fyrr. Nema þetta verði veturinn sem ég minnka svefnþörfina........


Filthy Fifty eða skítugar fimmtíu var æfing dagsins

Um helgina var ein æfing sem skaraði framúr sem ofur hryllingsæfing og þegar maður þarf að vinna niður ferðasukkið, grillmatinn og allan lakkrísinn þá er tilvalið að sleppa wodi dagsins og taka það sem er mest krefjandi. Í dag tókum við sem sagt Filthy fifty! Þessar skítugu fimmtíu æfingar sem við gerðum tóku úr okkur allan mátt og hefur dagurinn verið hinn rólegasti eða svona hér um bil.

Filthy Fifty:
50 kassahopp á 60 cm kassa
(jafnfætis hopp upp á kassann og rétt úr sér, mjöðmum skotið fram)
50 upphífur, gerðar með hoppi
50 ketilbjöllusveiflur með 16kg
50 dauðagönguskref
(framstig og aftara hné strýkur jörðu)
50 hné í olnboga (hangið í upphífustöng og hnjám lyft að olnboga -eða eins langt og maður nær!
50 push press (20kg stöng þrýst upp frá öxlum og hnébeygjur notaðar til að sprengja upp)
50 bakfettur
50 wall ball m. 10kg bolta
(bolta hent upp á vegg, gripin í hnébeygju og kastað þegar rétt er úr aftur)
50 burpees (hryllingsarmbeygjurnar þar sem farið er niður í froskastöðu, spynnt aftur og gerð armbeygja, aftur í froskastöðu og hoppað upp og klappað - ógeð enda flöskuháls á flestum)
50 tvöföld sipp
Og að sjálfsögðu er æfing gerð á tíma Devil

Jebb þetta var nett ógeð en hrikalega gaman og sennilega óhætt að segja að Þrekmeistarinn er bara eins og eftirréttur í samanburði við þetta. Ég sá reyndar fljótlega að 60 cm kassi reyndist mér þrándur í götu þar sem hann náði mér vel upp fyrir mið læri svo ég fann sambærilega hæð fyrir mig og 60cm voru fyrir strákana. Það voru 3 æfingapallar en strákarnir voru með 4. Ég notaði 4-5kg bolta í wallball en að öðru leyti tók ég sömu þyngdir og strákarnir. Þetta var vel þolanlegt fram að burpeesinu en það er hrikalega erfitt að taka 10 svoleiðis - hvað þá fimmtíu kvikindi! Þær tóku sennilega lengstan tíma hjá mér en ég reyndi að taka alltaf 5 og 5 og þessu lauk á endanum. Tommi átti í smá basli með burpeesin þar sem hann náði að klára síðasta sykurforðan í veggboltanum en lauk þessu með glæsibrag þegar hann keyrði fagmannlega gegnum sippið en við bæði skiptum tvöfalda sippinu út fyrir 150 venjuleg sipp og voru þau mun erfiðari en 50 tvöföld sipp á góðum degi. Tíminn: Edda: 34:35 og Tommi: 39:30

Jóhanna og Hildur ákváðu að taka vel á því og taka Filthy ten eða sömu æfingu og við nema 10 reps af hverju - þó reyndar 20 venjuleg sipp í endann. Báðar keyrðu þær rosalega vel í gegnum þrautina og erum við öll sammála um að þær hefðu getað klára 20 reps með glæsibrag. Hildur notaði létta (body pump) stöng í push press og körfuboltan í veggboltanum. Hennar tími var 8:22. Jóhanna notaði 12,5kg stöng og sama bolta og ég. Hennar tími var 10:26. Jóhanna er farin að sýna framfarir og áhuginn leynir sér ekki. Hún er nú þegar farin að plana hvernig hún getur komið inn crossfitinu í vetrarplanið enda augljóst að henni lýður mjög vel í betra formi.

Við höfum verið býsna drusluleg í dag endan örmagna eftir æfinguna. Þó skelltum við okkur í lazer tag með æfingahópnum sem var hrikalega gaman. Sund og pizza og nú er maður bara að verða reddý fyrir æfingu morgundagsins en stefnt er að taka Fran í fyrramálið og gera það á enn betri tíma en síðast!


Komin tími til!

Elín Edda á ströndinni við SkarðsvíkEkki svo að skilja að ég hafi verið löt að undanförnu. Ónei og alls ekki. Er búin að hamast í crossfitinu milli þess sem við fjölskyldan höfum ferðast í útilegum. Við fórum í vikuferð með fellihýsið í eftirdragi. Fórum af stað á þriðjudaginn í síðustu viku og keyrðum á Stykkishólm þar sem veður var fallegt líkt og staðurinn. Ekki vorum við jafnhrifin af tjaldstæðinu svo við byrgðum okkur upp í Bónusverslun svæðisins (sem nb selur bara dagsgömul brauð og ýmsar vörur mun dýrari en í Kópavoginum) en í smá pirringi fyrir utan búðina þar sem við vorum í vanda vegna næturstaðs, renndi upp að okkur skítugasti bíllinn á Snæfellsnesinu og þótt víðar væri leitað. Í þessum bíl var gamall virkjanavinnufélagi Tomma (JóaWink) Góli og konan hans Maggý ofur jaðaríþróttakona. Þau buðu okkur að gista á landinu þeirra sem er í landi Mávahlíðar milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Og þvílík náttúrufegurð! Þar var ekkert klósett og ekkert vatn nema í lækjunum og þaðan af síður hávaði frá fólki á tjaldsvæðum. Þarna voru krækiberjalyngin troðin af risastórum berjum sem kom til góða því Þórdís sat á lyngunum og týndi upp í sig berin enda borðar hún almennt ekki mat! Við fórum í frábæran bíltúr kringum jökulinn og þræddum náttúruperlurnar. Besti staðurinn sem við fundum í þessari bílferð var án efa ströndin í Skarðsvík við Öndverðarnes sem er gullin strönd eins og í Baywatch. Þar var tilvalið að skella sér í armbeygjukeppni sem upphaflega áttu að vera 200 kvikindi en endaði í 100 enda gerðar miklar kröfur á gæði hverrar armbeygju. Ég rétt marði að vinna og náði því á hálfri mínútu rétt undir 5 mín.

c_gogn_myndir_2008_juli_picture_083.jpg

Eftir tvær nætur hjá Góla og Maggý var ferðinni heitið í Bjarkarlund þar sem við hittum tengdafjölskylduna og gistum þar saman í góðu stuði til föstudags. Þá var öllu pakkað saman að nýju og haldið þangað sem vegurinn endar. Bæjir á Snæfjallaströnd var áfangastaðurinn en þar fór fram ættarmótið hans Tomma. Það verður að viðurkennast að Pétur dreifbýlistútta hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að vestfirðir væru fallegasti staður á jörðu (hann átti þá reynar við Tálknafjörð) en Bæjir eru staðsettir í Ísafjarðardjúpi og var veðrið algjörlega fullkomið þar sem var sól og algjör stilla og við gátum horft þvert yfir djúpið, yfir á Hnífsdal og Bolungarvík. Á sunnudaginn var svo enn og aftur pakkað saman og ferðinni heitið á Hólmavík þar sem allir skelltu sér í sund og nutu lífsins. Okkur fannst þó tilvalið að keyra aðeins lengra og fórum á Drangsnes sem er afar krúttlegur bær. Á mánudagsmorgni lögðum við svo af stað upp eftir ströndinni og ætlunin að heimsækja Hrafn Jökulsson á Trékyllisvík og taka nokkrar skákir. Ekki fór nú betur en svo að fljótlega eyðilögðum við dekk á bílnum og sáum okkur ekki fært á að halda áfram á frekar slæmum vegi á varadekkinu einu saman svo það var lítið annað í stöðunni en að pakka saman og halda heim á leið. Það var þreyttur en afar ánægður Skjólsalahópur sem kom heim um kl. 1 aðfararnótt þriðjudags.

 

 


Úr Húsafelli í Sporthúsið

Eftir frábæra útilegu í Húsafelli um helgina með Sigga, Hildi og börnum var komið að því að mæta aftur á æfingu í gærmorgun. Ég get nú ekki annað en viðurkennt að ég hafi vaknað með bros á vör eftir sólina og góða veðrið í sveitinni enda hóf ég daginn á því að syngja fyrir sjálfa migLoL Það skýrist nú af því að venjulega er það ég sem fer fyrst á fætur þegar aðrir í fjölskyldunni eiga hátíðisdag og kem færandi hendi og vek mína með afmælissöng. Í gær var það enn og aftur ég sem var fyrst á fætur nema hvað að Tommi var að sjálfsögðu löngu farinn í vinnuna! Elín Edda kom fljótlega og tók undir og síðan Þórdís. Hinar tvær voru tregari Errm. Ég er hins vegar alveg jafnmikið afmælisbarn og öll önnur börn. Ég var farin að láta mér hlakka til fyrir viku síðan. Ekki svo að skilja að ég haldi miklar afmælisveislur heldur finnst mér bara gaman að einn dagur snúist um mig og bara mig! En þótt ég hafi átt afmæli skyldi æfing dagsins vera í forgangi fyrir unaðslegum morgunmat í rúmið (sem hefur ekki enn orðið að morgni afmælisdag). Ég skellti mér því í gallann og dró dæturnar með út í bíl og hitti eiginmanninn og hina æfingafélagana, Leif og Reyni í Sporthúsinu rétt um kl.11. Æfing gærdagsins var 30 x squat clean and jerk með 70kg á tíma. Þetta er réttstaða (með hnébeygju og síðan (jerk) er stönginni vippað uppfyrir og rétt úr örmum. Ég legg mikla áherslu á að ná tækninni sem best enda mikilvægt með tilliti til baks og mjaðma. Og er kannski rétt að taka það fram að síðan ég byrjaði að æfa þetta hef ég ekki fundið til í baki einu sinni!!!

Jæja æfingin var tekin með 32,5kg og náði ég að klára á 11:25 (minnir mig). Tommi tók 45kg og kláraði á 10:06. Jóhanna kom með á þessa formlegu crossfit æfingu en var látin taka 500m róður og 25 wallball (með þungan bolta í vegg og hnébeygja á milli). Hún lauk æfingunni á 7:46.

Restin af deginum var frábær! Við Tommi fórum í bíltúr og komum við í KM búðinni þar sem eiginmaðurinn sýndi takmarkalausa þolinmæði og áhuga á öllu sem ég mátaði Grin. Síðan sóttum við okkur eðalsushi í sushismiðjuna og fórum heim að sinna börnum og búi. Um kvöldið nutum við svo sushisins og opnuðum eina hvíta. Tengdaforeldrarnir duttu svo inn seint um síðir og færðu fyrstu tengdadótturinni yndislegt gjafakort í dekur í Mecca Spa  - augljóst að þau vissu nákvæmlega hvað ég yrði ánægð Smile. Ég held að ég hafi enn verið með súkkulaðikrem í munnvikunum þegar ég sofnaði alsæl í gærkvöldi eftir góðan afmælisdag....

Í morgun kom svo sjokkið! Nú skildi borga fyrir súkkulaðikökuna Devil. Wod-ið kom skemmtilega á óvart þegar ég mætti í morgun. Hélt reyndar að strákarnir væru að djóka þegar þeir upplýstu mig um æfinguna en fljótlega kom í ljós að ekki væri um djók að ræða.
8. júli WOD:

100 upphífur (ég verð að hoppa stórann hluta af þessu)
100 armbeygjur (brjóst alveg niður í gólf)
100 uppsetur (hælar í gólf og sest alveg upp, axlir í gólf á milli)
100 hnébeygjur (að sjálfsögðu niður fyrir 90°)
BARA EIN LOTA á tíma!

Ég komst að því að það er ekki sniðugt að vera sú síðasta að fara af stað í æfinguna því þá hefur maður alltof langan tíma til þess að safna upp kvíða. Augljóslega gerist það þegar maður sér hvað hörðustu jálkar eiga erfitt með þetta. Meira að segja sjálfur ofurgarpurinn Jósep júdókappi var pungsveittur og blótandi. Hins vegar skal taka það fram að sensei Reynir lét ekki sjá sig og hefur enn ekki gefið skýringu á því! Mikið djö... var erfitt að taka armbeygjurnar strax á eftir upphífunum. En ég tók 5 og 5 upphífur í einu. 10 og 10 armbeygjur og síðan 5 og 5 síðustu 50. Uppseturnar tók ég í svipuðum lotum en hnébeygjurnar ýmist 20 eða 15. Lauk á alveg ágætum tíma 26:30. Tommi stóð sig líka afar vel og lauk á 31:25 en hann hafði meira fyrir upphífunum þar sem ég hafði hærri pall undir mér.  Jóhanna stóð sig líka mjög vel því hún tók þessa æfingu með 20 repsum í stað 100. Fékk smá púss undir fæturnar í seinni 10 upphífingunum. Armbeygjur á hnjánum. Uppsetur með fætur á kassa 90° en er þó býsna langt frá því að ná olnbogum að lærum. En hnébeygjurnar voru mjög fínar hjá henni enda hefur hún verið dugleg að æfa þær heima.  Tíminn hennar var 10:26.

Ég var eins og dauð rolla þegar ég kom heim eftir æfinguna og varð að treysta á frumburðinn til þess að gefa mér að borða þar sem ég stóð varla í lappirnar. Nú er bara að skipta um í vélunum þ.e. þvottavélinni og þurrkaranum og skella sér svo út í góða veðrið og pússa upp pallinn fyrir fúavörnina! Hann er nú ekki nema 150fm Wink


Ofurhetja vikunnar með harðsperrur dauðans

UpphífingadrottninginWork of the day í Sporthúsinu lauk rúmlega 10 í morgun og verður að viðurkennast að tilhugsunin um æfingu þegar ég vaknaði morgun var ekki sú besta! Upphífingar og aftur upphífingar. Við vorum verulega krumpuð í öxlum, herðum og handleggjum eftir æfingarnar síðustu daga en WOD-ið í gær var eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið þrátt fyrir hrikalegar harðsperrur!

WOD 2. júlí
Five rounds for time of:
135 pound Deadlift, 15 reps
135 pound Hang power clean, 12 reps
135 pound Front Squat, 9 reps
135 pound Push Jerk, 6 reps
135 pund eru ca 60kg og ég lagði ekki á minn litla kropp meira en 30kg. Náði þessu á fanta góðum tíma eða 19:49. Tommi tók 40kg og var 22:42 sem er líka flottur árangur. Æfingin var fyrir okkur bæði hin besta tækniæfing en líka tekin á hraðanum sem gerir hana að þolæfingu líka. Ég er mjög ánægð enda alltaf að ná tækninni betur og betur en það skiptir að sjálfsögðu meginmáli að gera hlutina bæði vel og rétta!Tommi í bekkpressuæfingunni

 

Í dag með harðsperrur dauðans voru svo upphífingar. Ein upphífing á fyrstu mínútu, tvær á annarri mínútu og svona koll af kolli þar til maður getur ekki meira! Þessar upphífur á að gera með því að hífa sig upp (nota sveiflu en ekki spyrna sér). Ég kláraði fimm lotur og gerði sjöttu en hoppaði flestar í þeirri lotu sem er því ekki marktækt. Upphífingar eftir æfingalotu eins og þessa eru óneitanlega erfiðar en því mun mikilvægara að vinna í tækninni frekar en tímanum. Tommi kláraði líka 5 lotur vel enda alveg komin í crossfitgírinn! Þessar upphífingar þarf að gera þannig að hakan fari upp fyrir stöng svo hún sé gild. Annars fannst okkur við geta gert eitthvað með löppunum þegar þessu lauk (enda í raun bara 5 mínútna æfing!) og skelltum okkur inn í stóra salinn þar sem við gengum dauðagönguna - 10 ferðir. Það eru framstigshnébeygjur þar sem ekki má láta hendur snerta mjaðmir. Fyrir mig eru þetta um það bil 240 skref og er deginum ljósara að ofurhetja vikunnar verður með harðsperrur dauðans í lærunum alla helgina! Á morgun er svo frídagur sem verður vel þegin W00t Ofurhetjan með 40kg í bekknum

 


Leti dagsins......

Mikið rosalega er gaman á æfingum þessa dagana! Hver puðæfingin á fætur annarri og hver annarri skemmtilegri! Í gær mætti ég samviskusamlega ásamt Tomma og hittum við að sjálfsögðu Leif, Jósep og Gumma. Æfing dagsins var bekkpressa lyfta líkamsþyngd og síðan upphífingar. Þarna átti maður að lyfta eins oft og við gætum (án þess að pása eða snerta gólf í upphífingum) og taka 5 lotur en hvíla vel á milli. Ég var ekki í neinu megastuði eða hálf þreytt og drusluleg eftir helgina svo ég ætlaði að reyna við 50 kg (hef mest tekið 55kg) í staðin fyrir þessi 59 kg sem vigtin upplýsti mig um í morgun. Gekk EKKI! Það fauk nett í mig en ég tók þá 40kg í staðinn og náði þó nokkrum lyftum í hverri lotu. Hins vegar verður að viðurkennast að upphífingar strax á eftir eru ansi erfiðar svo ég náði aðeins 2 í einu í hverri lotu. Þegar ég kom heim var ég hálf löt svo ég ryksugaði og skúraði efri hæðina og þvoði bara 3 þvottavélar Blush Sinnti elskulegum börnunum mínum, tæmdi kerruna af timbrinu sem við höfðum hrúgað þar á fyrir götugrillið um daginn og eldaði svo tortillur í kvöldmatinn. Jebb hálf löt eitthvað. Þegar yngri helmingurinn var komin í rúmið fór ég út í garð og horfði yfir sandkassann og þessi örfáu handtök sem eftir eru í lóðinni. Sagði við Tomma að ég eiginlega nennti þessu ekki, tók af mér hanskana, skreið inn og hrundi í sófann - ahhhhhh Sideways

Ég var ekki alveg svona löt í morgun og varð hin sprækasta þegar ég skoðaði æfingu dagsins enda aðeins vika þar til ég á afmæli!
Axlarpressa 1 lyfta x 5 lotur
Push press 3 lyftur x 5 lotur ( axlarpressa með fótaspyrnu)
Push jerk 5 lyftur x 5 lotur  ( veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta en maður heldur stönginni og sprengir upp með nettri hnébeygju)
Er ekki alveg viss hvernig þyngdirnar voru þar sem Leifur tók að sér að documentera þyngdirnar en ég veit að ég náði 30-30-35-37,5-40kg í push jerk og var geðveikt ánægð með það hvernig ég keyrði í gegn. Þetta er mikil tækni og hef ég tilhneigingu til þess að nota vöðvakraftinn eingöngu en nýta mér ekki sprengikraftinn frá fótunum. Í restina var ég að ná mun betri tökum á fótakraftinum og kom þessum 40kg flott upp W00t. Verð hins vegar að viðurkenna að ég er alveg búin eftir þessa æfingu og geri ráð fyrir góðum harðsperrum á morgun......


Í útilegu.....

Jóhanna Björg vann með stæl og er komin í ólympíusveit 16 ára og yngri! Frábær árangur og að þessu sinni eru það tvær stelpur sem eru í sveitinni og að ég held í fyrsta skiptið sem það er þar stelpa! Hallgerður teflir á fyrsta borði, Patrekur á öðru, Hörður Aron á þriðja og Svanberg á fjórða. Jóhanna er varamaður en á þessu móti þar sem tíminn er naumur og langar skákir tefldar á hverjum degi og 3 daga tefldar 3 skákir er öruggt að varamaður teflir ávallt þó nokkuð margar skákir svo hún mun ekki vera með tærnar upp í loft í Tyrklandi í ágúst! Frábært hjá stelpuskottinu sem á eftir að standa sig vel eins og alltaf.

Við fórum að sjálfsögðu í útilegu um helgina og var ferðinni heitið á Laugarvatn, nánar tiltekið á svæði prentara (félag bókagerðamanna) í Miðdal. Anna Margrét, Óli og börn komu með okkur og var afar fjölmennt á svæðinu og mikið fjör. Þetta er án efa besta tjaldstæði sem hægt er að fara á með börn en er að sjálfsögðu fyrir félagsmenn FB og fjölskyldur þeirra. Takk fyrir að bjóða okkur ma og paGrin. Þar sem leiktækin eru aðallega fyrir krakka og ég kunni ekki við að reka þau af hoppdýnunni (sem er bæ ðe wei, sniðugasta hoppkastala/trampólín fyrirbæri sem ég hef séð) svo ég gæti hoppað í gegnum æfingu dagsins, ákvað ég að draga fullorðna fólkið með mér í göngu hátt upp í fjall, meðfram gili upp að fossum og niður í gilið og upp aftur og aftur niður meðfram gilinu og svo til baka á tjaldsvæðið. Náttúrufegurðin er ótrúlega mögnuð og hvet ég alla til þess að kíkja á þetta svæði einhvern tíman á ævinni! Eitthvað virðist ég ekki taka sönsum og var að drepast í vöðvafestunum mínum eftir þessa göngu. Líklega af því þetta var brekka en það er ljóst að ég verð að finna einhverja leið út úr þessum hrakningum því svona nenni ég ekki að vera. Þetta jafnaði sig þó ágætlega meðan við grilluðum og nutum kvöldsins.....  Í dag þegar ég kom heim var ég eitthvað svo hundþreytt að ég ákvað að slá grasið í garðinum! Jebb, gerði það ljómandi vel en var samt áfram frekar þreytt og hálf þreklaus. Hélt kannski að þetta væri samviskan svo ég skellti mér í betri skóna og æfingafærar buxur og dró fram þunnu æfingadýnuna og skellti henni á pallinn í sólinni. Stillti niðurteljarann á 15 mín og gerði heimagerða útgáfu á æfingu dagsins: 5/5 uppsetur hæ/vi, 10 armbeygjur (alveg niður of course!) og 15 hnébeygjur. Lauk 11 lotum og gerði uppseturnar og 9 armbeygjum. Er semi sátt þar sem ég náði svipuðu á 20 mín fyrir þó nokkru síðan en í dag var ég eins og áður sagði ekki alltof spræk. Svo var ekki annað að gera en að baka pizzur, eina á mann og með uppáhaldi hvers og eins!!

Ætla að mæta spræk í WODið á morgun kl. 11


Fight Gone Bad

Það kom að því að nettengingin kæmist í lag. Eftir tengisvelti frá því á föstudagskvöld er ég loksins búin að tengja saman vírana eftir langt "samtal" við Tal gaurinn! Það var reyndar ekki fyrr en á mánudagskvöldið að ég fattaði hvað var raunverulega að. Jú sjáið til "ráderinn" hefur sum sé tilhneygingu til þess að ofhitna Crying og þar með var hann úr leik. Nú er nýr komin í staðinn og allt að falla í sínar skorður.

En þrátt fyrir að hafa ekki verið nettengd hef ég að sjálfsögðu verið sönn mínu crossfitplani og tekið æfingu dagsins afar alvarlega. Tommi er líka komin á fullt í þetta með mér og mætir ákafur á hverja æfingu þar sem allt er keyrt í botn! Síðasta vika var mjög heavy í upphífingum og ekki laust við að við hjónin höfum lent í vandræðum með að rétta yfir matarborðið þar sem það var bísna erfitt orðið að rétta vel úr handleggjunum!! Þetta er nú allt að lagast en áfram heldur puðið. Á mánudaginn var æfingin frekar þægileg þrátt fyrir að mér finnist nú ekki beint gaman að hlaupa! 5km hlaup á jafnsléttu rak okkur Tomma ásamt Reyni hettumanni út á hlaupabrautina á nýa vellinum við hliðina á Sporthúsinu. Það var alveg nýtt fyrir mig sem hef ALDREI hlaupið markvisst undir berum himni hvað þá á alvöru hlaupabraut. Strákarnir mörðu þetta á 20+ (12,5 hringir) en ég hætti eftir 25 eftir 7,5 hring þar sem bölvaður fóturinn var síkvartandi og orsakaði það að ég þurfti að ganga rösklega um það bil helminginn í hverjum hring eftir fyrstu 3. Shit happens! Svo fórum við aftur inn og æfðum clean tæknina undir góðri handleiðslu Reynsa. Erum orðin bísna góð finnst mér! Þriðjudagsæfingin var ekki síður skemmtileg þar sem lyftingar eru nú orðið í miklu uppáhaldi hjá mér. Æfðum snöruna í rúman klukkutíma og svei mér þá ef ég er ekki bara að ná samhæfingunni Cool. Ég var reyndar ekki að ná þessu með þyngra en 20kg minnir mig en stóð mig helv... vel. Í gær var það svo "fight gone bad" eins og það heitir á frummálinu! Þokkalegur vibbi en bara gaman. Mættum frekar mörg um 9 leitið og tókum saman æfinguna:

Three rounds of:
Wall-ball, 20 pound ball, 10 ft target (Reps) [Hnébeygja og henda 10kg bolta 3m upp á vegg]
Sumo deadlift high-pull, 75 pounds (Reps)  [Tog frá gólfi upp að öxlum, 35kg] ég tók 20kg
Box Jump, 20" box (Reps)  [Hoppa upp á 51cm kassa]
Push-press, 75 pounds (Reps)  [Axlapressa með fótahreyfingu, 35kg] ég tók 20kg
Row (Calories) [Róðravél]

Þessa æfingu gerðum við í þremur lotum þ.e. 1 mínúta hver æfing (og talið) og 1 mínútna pása eftir hverja lotu. Kvöl og pína í 5 langar mínútur og pása 1 mín og svo áfram.

Tær snilld. Var gjörsamlega að smjöri eftir þetta og var strax þakklát fyrir það að í dag er frídagur W00t. Tommi stóð sig geðveikt vel enda er ekki hægt að gefa ögn eftir þegar við erum að æfa saman! Þarna finnur maður heldur betur veikleika sína sem í Tomma tilfelli er þolið frekar en styrkurinn. Það sama má segja um mig en ég hef smá forskot... Okkur langar mjög að fara á Esjuna í kvöld á sjálfum hvíldardeginum en nú er spurning um pössun þar sem Jóhanna Björg er að fara að tefla um laust sæti í ólympíusveit 16 ára og yngri sem fer til Tyrklands í ágúst! Afar spennandi og vonumst við svo sannarlega til þess að hún nái að vinna Aron Ellert ('92) með stæl í kvöld svo hún geti skellt sér aftur til Tyrklands. Nú ef einhver er til í að passa eða bara koma með þá er ekkert annað en að hafa samband.....

Eftir æfinguna í gær var ekki verið að setja tærnar upp í loft og slaka á - aldeilis ekki. Hildur Berglind ofurSkjólsalagella átti 9 ára afmæli í gær og hélt fjölskylduboð kl. 17. Svo það var lítið annað að gera en að bruna í smá útréttingar eftir æfinguna og svo beint í afmælisundirbúning. Þetta rétt slapp þar sem ég lagði lokahendina á Hello Kitty kökuna 15 mín fyrir fimm. Fullt af gestum og frábærara gjafir. Æðislegt veður og nóg að borða. Alsæl Hildur með fullt af nýju Petshopi fór seint að sofa eftir langan og skemmtilegan dag. Mamman var hins vegar dauð um tíuleytið þegar var búið að ganga þokkalega frá. Slumpaðist yfir einhverju í sjónvarpinu sem ég man ekki einu sinni hvað var og fór svo dauðþreytt að sofa. Í dag er svo bara meiri sól sem ég algjörlega farin að venjast og tel mig ekki vilja vera án - svo nú treysti ég því að ég nái í sól í útilegu um helgina!

 


....með skotvopn á æfingu í Sporthúsinu í morgun!

Í dag gerðist kraftaverk! Nei ég er ekki ólétt af strák W00t sem betur fer....  Nei hún Hildur mætti á æfingu. Hún hélt að henni yrði sýnd einhver vægð eða miskun vegna þess að hún sinnir veikum en HALLÓ! hún hefur nú komið áður á æfingu með mér og ég get ekki með nokkru móti skilið hvers vegna ég ætti að sýna einhverja miskun þótt hún hafi varla mætt í 2 mánuði.

Æfing dagsins var:

50 uppsetur
50 tvöföld sipp
50 uppsetur
50 dauðagönguskref (hné í gólf og gengið áfram)
50 uppsetur
50 Burpees (hinar frábæru forskahoppsarmbeygjur)
50 uppsetur
Og tíminn var: 23:32 sem er bara nokkuð gott hjá ennþá 36 ára mömmu með harðsperrur dauðans! Hildur þjáðist. Hún slapp samt ekki þegar hún vildi ólm gefast upp í armbeygjunum en ég náði að tala hana í gegnum síðustu 36 þar sem Reynir fylgdist strangt með henni meðan ég var að klára mínar. Eitthvað var hún að tuða um hríðskotabyssu sem við fengjum öll að finna fyrir ef hún hefði eina slíka við hendina. Minnir mig bara á það að það er skynsamlegt að æfa þrek án skotvopna Police. Annars væri smart að lesa fyrirsögnina í mogganum: Tveggja barna móðir mætti með skotvopn á æfingu í Sporthúsinu í morgun!!! En húsmóðirinn úr Grafarvoginum náði að klára æfinguna án frekari vandkvæða þegar burpeesinum var lokið. Eitthvað hafði hún mistalið sippinn svo æfingin var ekki alveg eins og hún átti að vera en Hildur stóð sig frábærlega og ef hún mætir á morgun þá fær hún stórt knús (ef hún kemur ekki vopnuð!).

Að sjálfsögðu lagðist ég ekki í sófann þegar ég kom heim enda þurfti að sinna börnum og búi. Þvotturinn endalausi og svo að skutla háöldruðum foreldrum mínum út á flugvöll en þau eru á leið til Frakklands í brúðkaupið hennar Rósu frænku. Við tók að slá grasið í garðinum og vökva allar nýju plönturnar. Væri geðveikt til í að fara snemma að sofa og fara svo í útilegu á morgun. En spurning hvort það viðri til ferðalaga í 100km radíus frá Kópavoginum. Þarf eina nótt í viðbót til þess að koma nóttinni í fellihýsinu niður fyrir hundraðþúsundkallinn! En það er ekkert vandamál því útilegur eru mjög skemmtilegar og er stefnt að því að vera mikið á ferðinni í sumar. Okkur langar að skoða allt landið strax en verðum kannski að hemja okkur pínulítið eða hvað?

Svo er það myndin hér til vinstri. Er ekki komin tími til að skipta út myndinni? Þessar ágætu bollukinnar hafa gefið eftir og sennilega er ég eitthvað hressilegri að sjá en á þessari annars ágætu mynd síðan um jólin Whistling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 784

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband